Harðlínumanni spáð sigri í fyrri umferð en ósigri í kosningum í Rúmeníu Kjartan Kjartansson skrifar 17. mars 2025 13:32 George Simion, leiðtogi næststærsta flokks Rúmeníu, fékk framboð sitt staðfest. Hann og annar fulltrúa hægri jaðarsins höfðu ákveðið að annar þeirri viki ef þeir kæmust báðir á kjörseðilinn. AP/Vadim Ghirda Frambjóðanda öfgahægrisins er spáð sigri í fyrri umferð forsetakosninga í Rúmeníu sem verða endurteknar í maí. Kannanir benda engu að síður til þess að miðjumaður hefði sigur í seinni umferð kosninganna hver sem mótframbjóðandi hans væri. Forsetakosningarnar verða endurteknar 4. og 18. maí í kjölfar þess að hæstiréttur Rúmeníu ógilti kosningarnar sem fóru fram í desember. Stjórnvöld í Kreml voru sökuð um að hafa reynt að hafa áhrif á kosningarnar til þess að hjálpa Calin Georgescu, frambjóðanda ysta hægrisins, sem var með forskot í skoðanakönnunum. Georgescu var bannað að bjóða sig fram aftur. Tveir harðlínumenn af hægri jaðrinum gáfu kost á sér í stað Georgescu og gerðu með sér samkomulag um að annar stigi til hliðar ef framboð þeirra beggja yrði samþykkt. Yfirkjörstjórn hefur nú samþykkt framboð bæði George Simion og Önumaríu Gavrila. Reuters-fréttastofan segir að þau hafi enn ekki ákveðið hvort þeirra dregur sig í hlé. Simion er leiðtogi næststærsta flokks landsins, Bandalags um sameiningu Rúmena. Hann sætir nú sakamálarannsókn fyrir að æsa til ofbeldis í kjölfar þess að Georgescu var bannað að bjóða sig fram aftur. Hann neitar sök og segir rannsóknina eiga sér pólitískar rætur. Simion hlaut 13,8 prósent atkvæða og hafnaði í fjórða sæti í kosningunum í desember. Hann er mikill aðdáandi sitjandi Bandaríkjaforseta. Gavrila er leiðtogi Flokks unga fólksins. Bæði studdu þau framboð Georgescu og hafa líkt og hann haldið uppi hörðum þjóðernisáróðri. Skoðanakannanir benda til þess að hvort þeirra sem er gæti fengið rúm 30 prósent atkvæða í fyrri umferð kosninganna. Nicusor Dan, borgarstjóri höfuðborgarinnar Búkarest af miðju rúmenskra stjórnmála, sigraði líklega hvort þeirra sem hann mætti í seinni umferð. Hallir undir Kreml Hægrijaðarflokkar Rúmeníu eru almennt hallir undir Rússland í utanríkismálum og eru á móti því að styðja varnir nágrannaríkisins Úkraínu. Fyrir vikið eru það ekki aðeins rússnesk stjórnvöld sem hafa reynt að hlutast til um kosningarnar í Rúmeníu heldur fulltrúar ófrjálslyndra afla í vestrænum ríkjum, þar á meðal Elon Musk, ríkasti maður heims og nánasti ráðgjafi Bandaríkjaforseta. Á meðal þess sem Simion hefur talað um í kosningabaráttunni er að sameinast nágrannaríkinu Moldóvu. Honum er fyrir vikið bannað að ferðast til landsins. Þá er hann ekki velkominn í Úkraínu en þarlend stjórnvöld telja Simion öryggisógn, að sögn AP-fréttastofunnar. Rúmenía Tengdar fréttir Handtóku vopnaðan málaliðahóp í Rúmeníu Rúmenska lögreglan stöðvaði för um tuttugu manna til Búkarest um helgina, þar á meðal vopnaðan leiðtoga málaliðahóps. Talið er að hópurinn hafi ætlað að ógna stjórnmálamönnum og hleypa upp mótmælum eftir umdeildar forsetakosningar. 9. desember 2024 14:50 Ógilda kosningar og endurtaka allt ferlið Stjórnarskrárdómstóll Rúmeníu hefur ógilt niðurstöður fyrri umferðar forsetakosninganna nokkrum dögum áður en seinni umferðin átti að fara fram. Vegna ógildingarinnar þarf að hefja ferlið að nýju og velja nýjan dag fyrir kosningu fyrri umferðar. Það er á ábyrgð ríkisstjórnarinnar að gera það. 6. desember 2024 14:52 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Sjá meira
Forsetakosningarnar verða endurteknar 4. og 18. maí í kjölfar þess að hæstiréttur Rúmeníu ógilti kosningarnar sem fóru fram í desember. Stjórnvöld í Kreml voru sökuð um að hafa reynt að hafa áhrif á kosningarnar til þess að hjálpa Calin Georgescu, frambjóðanda ysta hægrisins, sem var með forskot í skoðanakönnunum. Georgescu var bannað að bjóða sig fram aftur. Tveir harðlínumenn af hægri jaðrinum gáfu kost á sér í stað Georgescu og gerðu með sér samkomulag um að annar stigi til hliðar ef framboð þeirra beggja yrði samþykkt. Yfirkjörstjórn hefur nú samþykkt framboð bæði George Simion og Önumaríu Gavrila. Reuters-fréttastofan segir að þau hafi enn ekki ákveðið hvort þeirra dregur sig í hlé. Simion er leiðtogi næststærsta flokks landsins, Bandalags um sameiningu Rúmena. Hann sætir nú sakamálarannsókn fyrir að æsa til ofbeldis í kjölfar þess að Georgescu var bannað að bjóða sig fram aftur. Hann neitar sök og segir rannsóknina eiga sér pólitískar rætur. Simion hlaut 13,8 prósent atkvæða og hafnaði í fjórða sæti í kosningunum í desember. Hann er mikill aðdáandi sitjandi Bandaríkjaforseta. Gavrila er leiðtogi Flokks unga fólksins. Bæði studdu þau framboð Georgescu og hafa líkt og hann haldið uppi hörðum þjóðernisáróðri. Skoðanakannanir benda til þess að hvort þeirra sem er gæti fengið rúm 30 prósent atkvæða í fyrri umferð kosninganna. Nicusor Dan, borgarstjóri höfuðborgarinnar Búkarest af miðju rúmenskra stjórnmála, sigraði líklega hvort þeirra sem hann mætti í seinni umferð. Hallir undir Kreml Hægrijaðarflokkar Rúmeníu eru almennt hallir undir Rússland í utanríkismálum og eru á móti því að styðja varnir nágrannaríkisins Úkraínu. Fyrir vikið eru það ekki aðeins rússnesk stjórnvöld sem hafa reynt að hlutast til um kosningarnar í Rúmeníu heldur fulltrúar ófrjálslyndra afla í vestrænum ríkjum, þar á meðal Elon Musk, ríkasti maður heims og nánasti ráðgjafi Bandaríkjaforseta. Á meðal þess sem Simion hefur talað um í kosningabaráttunni er að sameinast nágrannaríkinu Moldóvu. Honum er fyrir vikið bannað að ferðast til landsins. Þá er hann ekki velkominn í Úkraínu en þarlend stjórnvöld telja Simion öryggisógn, að sögn AP-fréttastofunnar.
Rúmenía Tengdar fréttir Handtóku vopnaðan málaliðahóp í Rúmeníu Rúmenska lögreglan stöðvaði för um tuttugu manna til Búkarest um helgina, þar á meðal vopnaðan leiðtoga málaliðahóps. Talið er að hópurinn hafi ætlað að ógna stjórnmálamönnum og hleypa upp mótmælum eftir umdeildar forsetakosningar. 9. desember 2024 14:50 Ógilda kosningar og endurtaka allt ferlið Stjórnarskrárdómstóll Rúmeníu hefur ógilt niðurstöður fyrri umferðar forsetakosninganna nokkrum dögum áður en seinni umferðin átti að fara fram. Vegna ógildingarinnar þarf að hefja ferlið að nýju og velja nýjan dag fyrir kosningu fyrri umferðar. Það er á ábyrgð ríkisstjórnarinnar að gera það. 6. desember 2024 14:52 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Sjá meira
Handtóku vopnaðan málaliðahóp í Rúmeníu Rúmenska lögreglan stöðvaði för um tuttugu manna til Búkarest um helgina, þar á meðal vopnaðan leiðtoga málaliðahóps. Talið er að hópurinn hafi ætlað að ógna stjórnmálamönnum og hleypa upp mótmælum eftir umdeildar forsetakosningar. 9. desember 2024 14:50
Ógilda kosningar og endurtaka allt ferlið Stjórnarskrárdómstóll Rúmeníu hefur ógilt niðurstöður fyrri umferðar forsetakosninganna nokkrum dögum áður en seinni umferðin átti að fara fram. Vegna ógildingarinnar þarf að hefja ferlið að nýju og velja nýjan dag fyrir kosningu fyrri umferðar. Það er á ábyrgð ríkisstjórnarinnar að gera það. 6. desember 2024 14:52