Leverkusen vann þá 6-0 stórsigur á Werder Bremen á heimavelli sínum.
Karólína Lea byrjaði á bekknum en kom inn á sem varamaður á 59. mínútu. Þá var staðan orðið 4-0.
Okkar kona lagði upp fimmta mark síns liðs fyrir Cornelia Kramer. Hún var að gefa stoðsendingu i öðrum leiknum í röð en er með þrjár slíkar á leiktíðinni.
Fyrsta mark Leverkusen var sjálfsmark en hin mörkin skoruðu þær Caroline Kehrer (2), Loreen Bender og Delice Boboy.
Leverkusen er í fjórða sætinu, tveimur stigum á eftir Wolfsburg sem er í sætinu fyrir ofan.