Sinfónía í sundi slegin af borðinu vegna kjötsúpu Magnús Jochum Pálsson skrifar 15. mars 2025 22:16 Íbúar á Hvolsvelli á Kjötsúpuhátíðinni í fyrra og fiðluleikari Toronto-sinfóníunnar í sundhöll YMCA. Sinfóníuhljómsveit Íslands ætlar nú bara að spila fyrir íslenska sundgesti gegnum sjón- eða útvarp. Vísir/Magnús Hlynur/Getty Sveitarstjórn Rangárþings eystra þakkar Sinfóníuhljómsveit Íslands fyrir frumkvæði að viðburðinum „Sinfó í sundi“. Hins vegar fer fram kjötsúpurölt í sveitarfélaginu á sama tíma og sér sveitarstjórnin sér því ekki fært að taka þátt. Sinfóníuhljómsveit Íslands er 75 ára í ár og í tilefni stórafmælisins og tíu ára afmælis Klassíkurinnar okkar hefur Sinfóníuhljómsveitin leitast eftir samstarfi við sveitarstjórnir landsins um verkefnið „Sinfó í sundi“ sem gengur út á að boðið sé upp á beina útsendingu í sundlaugum frá sjónvarpstónleikunum sem hefjast klukkan 20 á RÚV þann 29. ágúst. Ttónleikarnir verði þá sýndir með hjálp skjávarpa, sjónvarps- eða útvarpstækja í laugunum. Sendi Sinfónían bréf um verkefnið á sveitarstjórnir landsins og hvatti „sveitarstjórnarfólk, menningarfulltrúa, íþrótta- og æskulýðsfulltrúa og rekstraraðila sundlauga“ til að hafa opið fram á kvöld á meðan á tónleikunum stæði. Sjá sér ekki fært að taka þátt Nokkur sveitarfélög hafa tekið jákvætt í beiðni Sinfóníuhljómsveitarinnar og vísað henni áfram til viðeigandi nefnda eða fulltrúa til framkvæmdar. Þar má nefna sveitarfélögin Skagafjörð, Fjallabyggð, Norðurþing, Bláskógabyggð og Strandabyggð Eitt sveitarfélag hefur þó slegið hugmyndina af borðinu en það er Rangárþing eystra. Ástæðan virðist vera að of annríkt sé í sveitafélaginu á þeim tíma sem Klassíkin okkar er sýnd sökum kjötsúpuhátíðar. Árlega er haldin kjötsúpuhátíð á Hvolsvelli og fer þar fram kjötsúpurölt, Magnús Hlynur Hreiðarsson Á sveitarstjórnarfundi sveitarfélagsins þann 13. mars 2025 var bréf Sinfóníuhljómsveitar Íslands lagt fram og málið tekið fyrir í bókun. Þar þakkar sveitarstjórn fyrir erindið og fagnar frumkvæði sinfóníuhljómsveitarinnar að viðburðinum. „Hins vegar hentar tímasetning viðburðarins þann 29. ágúst kl. 20:00, mjög illa fyrir íbúa í Rangárþingi eystra, þar sem að á sama tíma fer fram hið árlega súpurölt í tengslum við bæjarhátið sveitarfélagsins, Kjötsúpuhátið. Því sér sveitarstjórn sér ekki fært að taka þátt í viðburðinum að þessu sinni,“ sagði í bókuninni. Var bókunin síðan samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum. Rangárþing eystra Sinfóníuhljómsveit Íslands Sundlaugar og baðlón Tengdar fréttir Þúsundir lítra af kjötsúpu á Hvolsvelli Íbúar á Hvolsvelli og í sveitunum þar í kring, ásamt gestum munu torga í sig einhverjum þúsundum lítra af kjötsúpu um helgina á sérstakri kjötsúpuhátíð. Bændur undir Eyjafjöllum tóku reyndar forskot á sæluna í gærkvöldi og buðu upp á gómsæta súpu. 28. ágúst 2024 20:06 Mest lesið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Lífið Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fleiri fréttir Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Sjá meira
Sinfóníuhljómsveit Íslands er 75 ára í ár og í tilefni stórafmælisins og tíu ára afmælis Klassíkurinnar okkar hefur Sinfóníuhljómsveitin leitast eftir samstarfi við sveitarstjórnir landsins um verkefnið „Sinfó í sundi“ sem gengur út á að boðið sé upp á beina útsendingu í sundlaugum frá sjónvarpstónleikunum sem hefjast klukkan 20 á RÚV þann 29. ágúst. Ttónleikarnir verði þá sýndir með hjálp skjávarpa, sjónvarps- eða útvarpstækja í laugunum. Sendi Sinfónían bréf um verkefnið á sveitarstjórnir landsins og hvatti „sveitarstjórnarfólk, menningarfulltrúa, íþrótta- og æskulýðsfulltrúa og rekstraraðila sundlauga“ til að hafa opið fram á kvöld á meðan á tónleikunum stæði. Sjá sér ekki fært að taka þátt Nokkur sveitarfélög hafa tekið jákvætt í beiðni Sinfóníuhljómsveitarinnar og vísað henni áfram til viðeigandi nefnda eða fulltrúa til framkvæmdar. Þar má nefna sveitarfélögin Skagafjörð, Fjallabyggð, Norðurþing, Bláskógabyggð og Strandabyggð Eitt sveitarfélag hefur þó slegið hugmyndina af borðinu en það er Rangárþing eystra. Ástæðan virðist vera að of annríkt sé í sveitafélaginu á þeim tíma sem Klassíkin okkar er sýnd sökum kjötsúpuhátíðar. Árlega er haldin kjötsúpuhátíð á Hvolsvelli og fer þar fram kjötsúpurölt, Magnús Hlynur Hreiðarsson Á sveitarstjórnarfundi sveitarfélagsins þann 13. mars 2025 var bréf Sinfóníuhljómsveitar Íslands lagt fram og málið tekið fyrir í bókun. Þar þakkar sveitarstjórn fyrir erindið og fagnar frumkvæði sinfóníuhljómsveitarinnar að viðburðinum. „Hins vegar hentar tímasetning viðburðarins þann 29. ágúst kl. 20:00, mjög illa fyrir íbúa í Rangárþingi eystra, þar sem að á sama tíma fer fram hið árlega súpurölt í tengslum við bæjarhátið sveitarfélagsins, Kjötsúpuhátið. Því sér sveitarstjórn sér ekki fært að taka þátt í viðburðinum að þessu sinni,“ sagði í bókuninni. Var bókunin síðan samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.
Rangárþing eystra Sinfóníuhljómsveit Íslands Sundlaugar og baðlón Tengdar fréttir Þúsundir lítra af kjötsúpu á Hvolsvelli Íbúar á Hvolsvelli og í sveitunum þar í kring, ásamt gestum munu torga í sig einhverjum þúsundum lítra af kjötsúpu um helgina á sérstakri kjötsúpuhátíð. Bændur undir Eyjafjöllum tóku reyndar forskot á sæluna í gærkvöldi og buðu upp á gómsæta súpu. 28. ágúst 2024 20:06 Mest lesið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Lífið Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fleiri fréttir Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Sjá meira
Þúsundir lítra af kjötsúpu á Hvolsvelli Íbúar á Hvolsvelli og í sveitunum þar í kring, ásamt gestum munu torga í sig einhverjum þúsundum lítra af kjötsúpu um helgina á sérstakri kjötsúpuhátíð. Bændur undir Eyjafjöllum tóku reyndar forskot á sæluna í gærkvöldi og buðu upp á gómsæta súpu. 28. ágúst 2024 20:06