Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Samúel Karl Ólason skrifar 13. mars 2025 16:53 Maðurinn var tognaður á ökkla og kaldur og hrakinn eftir að hafa sofið úti í fjórar nætur og nærst á jurtum sem hann fann. Landsbjörg Björgunarsveitarmenn björguðu í morgun erlendum ferðamanni sem hafði verið týndur í Loðmundarfirði í nokkra daga. Síðast hafði sést til hans á laugardaginn í Seyðisfirði. Maðurinn var tognaður, kaldur og hrakinn eftir að hafa sofið undir berum himni í fjórar nætur og hafði lifað á jurtum sem hann fann og taldi óhætt að éta. Björgunarsveitir voru kallaðar út í morgun en að björguninni komu menn úr Ísólfi á Seyðisfirði, Sveinungi á Borgarfirði Eystra og Gerpi á Norðurfirði, Jökli í Jökuldal, auk áhafnar björgunarskipsins Hafbjargar á Norðurfirði. Ferðamaðurinn hafði á laugardaginn fengið far út með Seyðisfirði að bóndabæ þar sem hann sagðist vera með gistingu á, samkvæmt tilkynningu frá Landsbjörg. Á þeim slóðum sáust fótspor og lágu þau út með norðanverðum firðinum og var leitinni því beint að strandlengjunni þar og yfir í Loðmundarfjörð. Bakpoki eða skjóða mannsins fannst í fjörunni í Loðmundarfirði og var björgunarskipið og björgunarbátur á firðinum. Áhöfn Hafbjargar setti dróna á loft en um það leiti komu björgunarsveitarmenn auga á ferðamanninn þar sem hann stóð á kletti í fjörunni og veifaði. Hann var sóttur þangað, eins og sjá má á meðfylgjandi myndbandi. „Það var afar ánægður ferðalangur sem settist niður í Hafbjörginni og fékk heita súpu og orkudrykk til að næra sig á, en hann hafði þá verið á ferðinni síðan á sunnudag, sofið undir berum himni þar sem frost fór niður í að minnsta kosti 2 gráður, án svefnpoka eða tjalds,“ segir í tilkynningunni. Maðurinn hafði reynt að ná sambandi við fiskibáta með því að blikka vasaljósi sem hann var með en það bar ekki árangur. Þegar búið var að bjarga honum var hann fluttur til Neskaupstaðar til aðhlynningar. Björgunarsveitir Múlaþing Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Fleiri fréttir Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Maðurinn var tognaður, kaldur og hrakinn eftir að hafa sofið undir berum himni í fjórar nætur og hafði lifað á jurtum sem hann fann og taldi óhætt að éta. Björgunarsveitir voru kallaðar út í morgun en að björguninni komu menn úr Ísólfi á Seyðisfirði, Sveinungi á Borgarfirði Eystra og Gerpi á Norðurfirði, Jökli í Jökuldal, auk áhafnar björgunarskipsins Hafbjargar á Norðurfirði. Ferðamaðurinn hafði á laugardaginn fengið far út með Seyðisfirði að bóndabæ þar sem hann sagðist vera með gistingu á, samkvæmt tilkynningu frá Landsbjörg. Á þeim slóðum sáust fótspor og lágu þau út með norðanverðum firðinum og var leitinni því beint að strandlengjunni þar og yfir í Loðmundarfjörð. Bakpoki eða skjóða mannsins fannst í fjörunni í Loðmundarfirði og var björgunarskipið og björgunarbátur á firðinum. Áhöfn Hafbjargar setti dróna á loft en um það leiti komu björgunarsveitarmenn auga á ferðamanninn þar sem hann stóð á kletti í fjörunni og veifaði. Hann var sóttur þangað, eins og sjá má á meðfylgjandi myndbandi. „Það var afar ánægður ferðalangur sem settist niður í Hafbjörginni og fékk heita súpu og orkudrykk til að næra sig á, en hann hafði þá verið á ferðinni síðan á sunnudag, sofið undir berum himni þar sem frost fór niður í að minnsta kosti 2 gráður, án svefnpoka eða tjalds,“ segir í tilkynningunni. Maðurinn hafði reynt að ná sambandi við fiskibáta með því að blikka vasaljósi sem hann var með en það bar ekki árangur. Þegar búið var að bjarga honum var hann fluttur til Neskaupstaðar til aðhlynningar.
Björgunarsveitir Múlaþing Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Fleiri fréttir Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira