Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 13. mars 2025 16:29 Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra hefur málið á sinni könnu. Vísir/Vilhelm Drög að frumvarpi um breytingar á lögum um skammtímahúsnæðisleigu líkt og þeirri sem seld er á síðum á borð við AirBnB og fleirum hafa verið birt í samráðsgátt. Með frumvarpinu er lagt til að heimagisting verði afmörkuð við lögheimili einstaklings og eina aðra fasteign í eigu hans utan þéttbýlis, til dæmis sumarbústað. Þá er einnig lagt til að tímabinda þegar útgefin rekstrarleyfi innan þéttbýlis til fimm ára í senn. Það er líka lagt til að sýslumanni verði heimilt að óska eftir nauðsynlegum upplýsingum frá ríkisskattstjóra í tengslum við eftirlit sýslumanns með einstaka málum vegna skráningarskyldrar heimagistingar. Frumvapsdrögin má lesa í samráðsgáttinni með því að smella hér. AirBnB þrengi verulega að leigjendum Samkvæmt núgildandi lögum er einstaklingi heimilt að leigja út tvær eignir undir skráningarskylda heimagistingu, það er lögheimili sitt og eina aðra fasteign í sinni eigu. Á þessu hyggst ríkisstjórnin gera þá breytingu að afmarka skráningarskylda heimagistingu við eina eign einstaklings innan þéttbýlis sem jafnframt er lögheimili hans. Þá verður heimilt eftir sem áður að leigja út aðra eign í hans eigu sem er utan þéttbýlis. Samanlagðar heildartekjur vegna útleigðu eignanna mega ekki fara yfir tvær milljónir króna á ári né útleigðar gistinætur yfir níutíu. Mikið bar á orðræðu fulltrúa Samfylkingarinnar í garð skammtímaleiguhúsnæðis og þá sérstaklega þjónustu AirBnB í aðdraganda kosninga. Í þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar var tekið fram að nauðsynlegt væri að ná stjórn á AirBnB og sambærilegri þjónustu sem liður í bráðaaðgerðum í húsnæðismálum. Þá kom einnig fram í skýrslu sem Húsnæðis- og mannvirkjastofnun kynnti í lok síðasta mánaðar að skammtímaleiga í gegnum AirBnB sé einn stór áhrifaþáttur í samdrætti á framboði húsnæðis í miðborg Reykjavíkur. Fimmta hver íbúð í miðbænum sé skráð á AirBnB og það þrengi verulega að leigjendum á langtímamarkaði. Um helmingur skammtímaleigu leyfislaus Í frumvarpsdrögunum kemur einnig fram, ásamt fyrrnefndum skilyrðum, að útgefin rekstrarleyfi til gististarfsemi í íbúðarhúsnæði innan þéttbýlis verði tímabundin til fimm ára í senn en þau hafa hingað til verið ótímabundin. Umrædd rekstrarleyfi sem þegar hafa verið gefin út munu halda gildi sínu í fimm ár frá gildistöku laganna. Að þeim tíma liðnum, það er 1. janúar 2031, munu umræddir rekstaraðilar þurfa að sækja um nýtt rekstrarleyfi sé ætlunin að halda áfram rekstri. Í þeim tilgangi að efla eftirlit sýslumanns með skráningarskyldri heimagistingu er með frumvarpinu lagt til að sýslumaður fái heimild til að óska eftir nauðsynlegum upplýsingum hjá ríkisskattstjóra er lúta að tekjum og öðrum atriðum. Ekki er opnað á almenna gagnamiðlun milli sýslumanns og ríkisskattstjóra heldur munu upplýsingabeiðnir sýslumanns afmarkast við einstaka mál þar sem sýslumaður hefur uppi rökstuddan grun um að aðili sem stundar skráningarskylda heimagistingu hafi gerst brotlegur við lög. Einnig kemur fram að þrátt fyrir að dregið hafi um 30 prósent úr leyfislausri skammtímaleigu undanfarin sjö ár áætli sýslumaður engu að síður að um helmingur af skammtímaleigu fari enn fram án skráningar eða tilskilinna leyfa. Ætlunin er að frumvarp þetta feli í sér ákveðinn fráfælingarmátt. Airbnb Húsnæðismál Leigumarkaður Fasteignamarkaður Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Ferðaþjónusta Tengdar fréttir Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir Einfalda þarf regluverk til að geta breytt atvinnuhúsnæði í íbúðarhúsnæði og setja kvaðir á nýtingu íbúðarhúsnæðis til skammtímaleigu. Auka þarf framboð íbúða verulega og endurskoða byggingarreglugerð. 25. febrúar 2025 10:01 Ríkisstjórnin sýndi á spilin Á blaðamannafundi í forsætisráðuneytinu í dag kynntu formenn stjórnarflokkanna fyrstu verk ríkisstjórnarinnar og sögðu frá þingmálaskrá fyrir vorþingið. 3. febrúar 2025 18:01 Ein af hverjum fimm íbúðum tóm í nokkrum sveitarfélögum Alls eru yfir tíu þúsund íbúðir á landinu án fastrar búsetu sem jafngildir 6,5 prósent allra fullbúinna íbúða samkvæmt varfærnu mati HMS. Hagfræðingur stofnunarinnar segir flestar leigðar út til ferðamanna en það kunni að breytast með hertum reglum. Allt að tuttugu prósent íbúða eru tómar í nokkrum sveitarfélögum á landinu. 19. desember 2024 13:02 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira
Það er líka lagt til að sýslumanni verði heimilt að óska eftir nauðsynlegum upplýsingum frá ríkisskattstjóra í tengslum við eftirlit sýslumanns með einstaka málum vegna skráningarskyldrar heimagistingar. Frumvapsdrögin má lesa í samráðsgáttinni með því að smella hér. AirBnB þrengi verulega að leigjendum Samkvæmt núgildandi lögum er einstaklingi heimilt að leigja út tvær eignir undir skráningarskylda heimagistingu, það er lögheimili sitt og eina aðra fasteign í sinni eigu. Á þessu hyggst ríkisstjórnin gera þá breytingu að afmarka skráningarskylda heimagistingu við eina eign einstaklings innan þéttbýlis sem jafnframt er lögheimili hans. Þá verður heimilt eftir sem áður að leigja út aðra eign í hans eigu sem er utan þéttbýlis. Samanlagðar heildartekjur vegna útleigðu eignanna mega ekki fara yfir tvær milljónir króna á ári né útleigðar gistinætur yfir níutíu. Mikið bar á orðræðu fulltrúa Samfylkingarinnar í garð skammtímaleiguhúsnæðis og þá sérstaklega þjónustu AirBnB í aðdraganda kosninga. Í þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar var tekið fram að nauðsynlegt væri að ná stjórn á AirBnB og sambærilegri þjónustu sem liður í bráðaaðgerðum í húsnæðismálum. Þá kom einnig fram í skýrslu sem Húsnæðis- og mannvirkjastofnun kynnti í lok síðasta mánaðar að skammtímaleiga í gegnum AirBnB sé einn stór áhrifaþáttur í samdrætti á framboði húsnæðis í miðborg Reykjavíkur. Fimmta hver íbúð í miðbænum sé skráð á AirBnB og það þrengi verulega að leigjendum á langtímamarkaði. Um helmingur skammtímaleigu leyfislaus Í frumvarpsdrögunum kemur einnig fram, ásamt fyrrnefndum skilyrðum, að útgefin rekstrarleyfi til gististarfsemi í íbúðarhúsnæði innan þéttbýlis verði tímabundin til fimm ára í senn en þau hafa hingað til verið ótímabundin. Umrædd rekstrarleyfi sem þegar hafa verið gefin út munu halda gildi sínu í fimm ár frá gildistöku laganna. Að þeim tíma liðnum, það er 1. janúar 2031, munu umræddir rekstaraðilar þurfa að sækja um nýtt rekstrarleyfi sé ætlunin að halda áfram rekstri. Í þeim tilgangi að efla eftirlit sýslumanns með skráningarskyldri heimagistingu er með frumvarpinu lagt til að sýslumaður fái heimild til að óska eftir nauðsynlegum upplýsingum hjá ríkisskattstjóra er lúta að tekjum og öðrum atriðum. Ekki er opnað á almenna gagnamiðlun milli sýslumanns og ríkisskattstjóra heldur munu upplýsingabeiðnir sýslumanns afmarkast við einstaka mál þar sem sýslumaður hefur uppi rökstuddan grun um að aðili sem stundar skráningarskylda heimagistingu hafi gerst brotlegur við lög. Einnig kemur fram að þrátt fyrir að dregið hafi um 30 prósent úr leyfislausri skammtímaleigu undanfarin sjö ár áætli sýslumaður engu að síður að um helmingur af skammtímaleigu fari enn fram án skráningar eða tilskilinna leyfa. Ætlunin er að frumvarp þetta feli í sér ákveðinn fráfælingarmátt.
Airbnb Húsnæðismál Leigumarkaður Fasteignamarkaður Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Ferðaþjónusta Tengdar fréttir Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir Einfalda þarf regluverk til að geta breytt atvinnuhúsnæði í íbúðarhúsnæði og setja kvaðir á nýtingu íbúðarhúsnæðis til skammtímaleigu. Auka þarf framboð íbúða verulega og endurskoða byggingarreglugerð. 25. febrúar 2025 10:01 Ríkisstjórnin sýndi á spilin Á blaðamannafundi í forsætisráðuneytinu í dag kynntu formenn stjórnarflokkanna fyrstu verk ríkisstjórnarinnar og sögðu frá þingmálaskrá fyrir vorþingið. 3. febrúar 2025 18:01 Ein af hverjum fimm íbúðum tóm í nokkrum sveitarfélögum Alls eru yfir tíu þúsund íbúðir á landinu án fastrar búsetu sem jafngildir 6,5 prósent allra fullbúinna íbúða samkvæmt varfærnu mati HMS. Hagfræðingur stofnunarinnar segir flestar leigðar út til ferðamanna en það kunni að breytast með hertum reglum. Allt að tuttugu prósent íbúða eru tómar í nokkrum sveitarfélögum á landinu. 19. desember 2024 13:02 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira
Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir Einfalda þarf regluverk til að geta breytt atvinnuhúsnæði í íbúðarhúsnæði og setja kvaðir á nýtingu íbúðarhúsnæðis til skammtímaleigu. Auka þarf framboð íbúða verulega og endurskoða byggingarreglugerð. 25. febrúar 2025 10:01
Ríkisstjórnin sýndi á spilin Á blaðamannafundi í forsætisráðuneytinu í dag kynntu formenn stjórnarflokkanna fyrstu verk ríkisstjórnarinnar og sögðu frá þingmálaskrá fyrir vorþingið. 3. febrúar 2025 18:01
Ein af hverjum fimm íbúðum tóm í nokkrum sveitarfélögum Alls eru yfir tíu þúsund íbúðir á landinu án fastrar búsetu sem jafngildir 6,5 prósent allra fullbúinna íbúða samkvæmt varfærnu mati HMS. Hagfræðingur stofnunarinnar segir flestar leigðar út til ferðamanna en það kunni að breytast með hertum reglum. Allt að tuttugu prósent íbúða eru tómar í nokkrum sveitarfélögum á landinu. 19. desember 2024 13:02