Lífið

Komin með nóg af því að nem­endur ráðist á kennara bæði and­lega og líkam­lega

Stefán Árni Pálsson skrifar
Soffía er með þrjátíu ára reynslu af menntamálum.
Soffía er með þrjátíu ára reynslu af menntamálum.

Kennarinn Soffía Ámundadóttir er komin með nóg af því að nemendur ráðist á kennara bæði andlega og líkamlega.

Hún settist niður með Sindra Sindrasyni í Íslandi í dag á Stöð 2 í vikunni. Hún hefur verið grunnskóla og leikskólakennari í þrjátíu ár. Hún er sérfræðingur í tilfinninga og hegðunarvanda. Í dag vinnur hún á menntavísindasviði Háskóla Íslands þar sem hún sérhæfir sig í ofbeldi og heldur námskeið um forvarnir.

„Nemendur hafa fært sig svolítið upp á skaftið í nokkur ár. Stjórnvöld hafa ekki verið að koma til móts við þarfir þessara barna þannig að starfsumhverfi kennarans er bara orðið ansi töff,“ segir Soffía og heldur áfram.

„Við erum ekki mörg sem þorum að stíga inn, þetta er svolítið heit lumma, en við sem þorum því þurfum að vernda þessa stétt og passa betur upp á skólana okkar og gefa svolítið valdið til baka,“ segir Soffía og bætir við foreldrar verði að hlusta betur á kennara þegar upp koma vandamál varðandi börnin þeirra. Fyrstu viðbrögð séu allt of oft að foreldrar trúi engu slæmu upp á barnið sitt.

„Það er búið að ríkja þöggun um þetta vandamál ansi lengi. Við fækkum og fækkum úrræðum í þessu, við setjum minni pening í þetta og höldum samt að vandamálið leysist sem er náttúrulega mjög vitlaust. Kennarar tala mjög mikið um það að vanvirðingin er mjög ríkjandi og ég hef heyrt frá stjórnendum í skólum að foreldrar mæti með lögfræðinga með sér og þetta er bara komið í hnút og við verðum að leysa þetta,“ segir Soffía sem fer nánar út í málefnið í innslaginu hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.