Northvolt í þrot Atli Ísleifsson skrifar 12. mars 2025 08:12 Um fimm þúsund starfsmenn Northvolt missa vinnuna, flestir í Skellefteå. Vísir/NTB Sænski rafhlöðuframleiðandinn Northvolt hefur lýst yfir gjaldþroti. Starfsfólki var tilkynnt um þetta í morgun. Miklar vonir voru á sínum tíma gerðar til félagsins þegar kom að orkuskiptum, en vegna mikilla fjárhagsvandræða hefur gjaldþrot verið yfirvofandi síðustu misserin. Sænska ríkisútvarpið greinir frá því að stjórn félagsins hafi skilað inn gögnum til héraðsdóms í Stokkhólmi um gjaldþrot félagsins í Svíþjóð. Ákvörðunin var tekin á aukastjórnarfundi í gærkvöldi. „Þetta er ótrúlega erfiður dagur fyrir alla í Northvolt,“ segir Tom Johnstone, bráðabirgðaforstjóri félagsins við SVT. Um fimm þúsund manns starfa hjá Northvolt í Svíþjóð, flestir í Skellefteå í Norður-Svíþjóð, en einnig í Västerås og Stokkhólmi. Í yfirlýsingu segir að félagið hafi velt öllum steinum – sótt um greiðsluskjól, reynt að endurfjármagna og semja við lánardrottna – en að niðurstaðan sé að félagið geti ekki starfað lengur í núverandi mynd. Gjaldþrotið nær til Northvolt AB, Northvolt Ett AB, Northvolt Labs AB, Northvolt Revolt AB og Northvolt Systems AB, en ekki Northvolt Germany og Northvolt North America. Reksturinn hefur gengið erfiðlega þar sem ekki hefur tekist að koma framleiðslunni á rafhlöðunum almennilega á skrið. Vonast var til að rafhlöður Northvolt gæti hafið almennilega innreið á evrópskum rafbílamarkaði og þannig dregið úr innflutningi á rafhlöðum frá Kína. Hafði félagið sótt margra milljarða dala í fjármögnun frá félögum á borð við Goldman Sachs, Siemens og Volkswagen. Northvolt hafði verið í greiðslustöðvun í Bandaríkjunum síðan í nóvember. Áður hafði það sótt um gjaldþrotavernd samkvæmt 11. kafla gjaldþrotaskiptalaga Bandaríkjanna eftir að viðræður um fjármögnun til skamms tíma sigldu í strand. Svíþjóð Tengdar fréttir Segja nýja sænska rafhlöðu byltingarkennda Forsvarsmenn eina framleiðanda rafhlaðna í Evrópu, sænska fyrirtækisins Northvolt, segjast hafa fundið upp nýja tegund rafhlöðu sem í framtíðinni geti meðal annars nýst í framleiðslu á rafbílum. 21. nóvember 2023 22:55 Mest lesið Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Þrjár ráðnar til Krafts Viðskipti innlent Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Viðskipti innlent Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Viðskipti innlent Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Sænska ríkisútvarpið greinir frá því að stjórn félagsins hafi skilað inn gögnum til héraðsdóms í Stokkhólmi um gjaldþrot félagsins í Svíþjóð. Ákvörðunin var tekin á aukastjórnarfundi í gærkvöldi. „Þetta er ótrúlega erfiður dagur fyrir alla í Northvolt,“ segir Tom Johnstone, bráðabirgðaforstjóri félagsins við SVT. Um fimm þúsund manns starfa hjá Northvolt í Svíþjóð, flestir í Skellefteå í Norður-Svíþjóð, en einnig í Västerås og Stokkhólmi. Í yfirlýsingu segir að félagið hafi velt öllum steinum – sótt um greiðsluskjól, reynt að endurfjármagna og semja við lánardrottna – en að niðurstaðan sé að félagið geti ekki starfað lengur í núverandi mynd. Gjaldþrotið nær til Northvolt AB, Northvolt Ett AB, Northvolt Labs AB, Northvolt Revolt AB og Northvolt Systems AB, en ekki Northvolt Germany og Northvolt North America. Reksturinn hefur gengið erfiðlega þar sem ekki hefur tekist að koma framleiðslunni á rafhlöðunum almennilega á skrið. Vonast var til að rafhlöður Northvolt gæti hafið almennilega innreið á evrópskum rafbílamarkaði og þannig dregið úr innflutningi á rafhlöðum frá Kína. Hafði félagið sótt margra milljarða dala í fjármögnun frá félögum á borð við Goldman Sachs, Siemens og Volkswagen. Northvolt hafði verið í greiðslustöðvun í Bandaríkjunum síðan í nóvember. Áður hafði það sótt um gjaldþrotavernd samkvæmt 11. kafla gjaldþrotaskiptalaga Bandaríkjanna eftir að viðræður um fjármögnun til skamms tíma sigldu í strand.
Svíþjóð Tengdar fréttir Segja nýja sænska rafhlöðu byltingarkennda Forsvarsmenn eina framleiðanda rafhlaðna í Evrópu, sænska fyrirtækisins Northvolt, segjast hafa fundið upp nýja tegund rafhlöðu sem í framtíðinni geti meðal annars nýst í framleiðslu á rafbílum. 21. nóvember 2023 22:55 Mest lesið Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Þrjár ráðnar til Krafts Viðskipti innlent Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Viðskipti innlent Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Viðskipti innlent Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Segja nýja sænska rafhlöðu byltingarkennda Forsvarsmenn eina framleiðanda rafhlaðna í Evrópu, sænska fyrirtækisins Northvolt, segjast hafa fundið upp nýja tegund rafhlöðu sem í framtíðinni geti meðal annars nýst í framleiðslu á rafbílum. 21. nóvember 2023 22:55
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent