Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Stefán Árni Pálsson skrifar 11. mars 2025 10:01 Húsið mun gjörbreyta miklu fyrir Skagamenn. ÍA tryggði sér sæti í Bónus deild karla í körfubolta á næstu leiktíð eftir útisigur á Fjölni. Liðið er nú þegar búið að vinna 1. deildina. En aðstaða Skagamanna mun breytast gríðarlega strax á næsta ári. Nýtt íþróttahús Skagamanna stendur við knattspyrnuhöllina við Jaðarsbakka, aðeins um fimmtán metrum frá gömlu aðstöðu félagsins og sundlaug bæjarins. Í framtíðinni verða reist göng þar á milli svo allt verði undir sama þaki. Óskar Þór Þorsteinsson er þjálfari ÍA í 1. deild karla í körfubolta en liðið tryggði sér upp í efstu deild með sigri á Fjölni á föstudagskvöldið. ÍA féll tímabilið 1999-2000 og fór meira að segja alla leið niður í C-deildina. Liðið var í C-deildinni tímabilið 2020-21 en uppbyggingin hefur verið hröð síðustu ár. „Þetta var auðvitað bara fáránlega mikil gleði í ég hef verið að taka þetta inn síðustu daga,“ segir Óskar Þór þegar hann tók á móti blaðamanni Vísis og Sigurjóni Ólasyni tökumanni í nýju húsi í gær. „Okkur var ekki spáð góðu gengi en okkur hefur gengið ótrúlega vel í vetur og sérstaklega eftir áramót. Við erum með mjög sterkan hóp og hittum vel í útlendingavalinu og fengum tvo frábæra gaura inn og við erum bara með sterkt lið.“ Skagamenn spiluðu á þessu tímabili í íþróttahúsi við Vesturgötuna á Skaganum. En á næsta tímabili verður aðstaðan allt önnur. Tuttugu og fimm ára bið á enda „Vesturgatan er búin að vera frábær fyrir okkur, sérstaklega í vetur þar sem það var alltaf frábær mæting og geðveik stemning þarna inni. En þetta opnar svo mikla möguleika fyrir þetta félag, að stækka til framtíðar og koma okkur á þann stað sem við viljum vera,“ segir Óskar sem vonast til að stemningin í nýja húsinu verði enn betri. „Fólki hefur alltaf verið að fjölga og fjölga hjá okkur og vonandi fáum við bara fullt hús hérna líka. Við erum búnir að bíða núna í tuttugu og fimm ár eftir að komast aftur upp og allir ótrúlega ánægðir með það en til lengdar viljum við vera félag sem er að berjast í efstu deild og gera stóra hluti. Og það þarf að gerast rétt og við getum ekki bara hent inn fullt af peningum í eitt ár og við þurfum að finna leið sem er sjálfbær fyrir félagið.“ Aðstaðan upp á Jaðarsbökkum verður frábær. Þar má finna glænýjan lyftingarsal, rúmgóðir búningsklefar, tvennir klefar sem eru sérhannaðir fyrir fatlaða einstaklinga og margt fleira. Hér að neðan má sjá heimsókn Vísis í nýtt íþróttamannvirki Skagamanna. Klippa: Innlit í nýtt íþróttahús Skagamanna Bónus-deild karla ÍA Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Í beinni: Silkeborg - KA | Hvað gera Norðanmenn í Danaveldi? Fótbolti Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Fleiri fréttir Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sjá meira
Nýtt íþróttahús Skagamanna stendur við knattspyrnuhöllina við Jaðarsbakka, aðeins um fimmtán metrum frá gömlu aðstöðu félagsins og sundlaug bæjarins. Í framtíðinni verða reist göng þar á milli svo allt verði undir sama þaki. Óskar Þór Þorsteinsson er þjálfari ÍA í 1. deild karla í körfubolta en liðið tryggði sér upp í efstu deild með sigri á Fjölni á föstudagskvöldið. ÍA féll tímabilið 1999-2000 og fór meira að segja alla leið niður í C-deildina. Liðið var í C-deildinni tímabilið 2020-21 en uppbyggingin hefur verið hröð síðustu ár. „Þetta var auðvitað bara fáránlega mikil gleði í ég hef verið að taka þetta inn síðustu daga,“ segir Óskar Þór þegar hann tók á móti blaðamanni Vísis og Sigurjóni Ólasyni tökumanni í nýju húsi í gær. „Okkur var ekki spáð góðu gengi en okkur hefur gengið ótrúlega vel í vetur og sérstaklega eftir áramót. Við erum með mjög sterkan hóp og hittum vel í útlendingavalinu og fengum tvo frábæra gaura inn og við erum bara með sterkt lið.“ Skagamenn spiluðu á þessu tímabili í íþróttahúsi við Vesturgötuna á Skaganum. En á næsta tímabili verður aðstaðan allt önnur. Tuttugu og fimm ára bið á enda „Vesturgatan er búin að vera frábær fyrir okkur, sérstaklega í vetur þar sem það var alltaf frábær mæting og geðveik stemning þarna inni. En þetta opnar svo mikla möguleika fyrir þetta félag, að stækka til framtíðar og koma okkur á þann stað sem við viljum vera,“ segir Óskar sem vonast til að stemningin í nýja húsinu verði enn betri. „Fólki hefur alltaf verið að fjölga og fjölga hjá okkur og vonandi fáum við bara fullt hús hérna líka. Við erum búnir að bíða núna í tuttugu og fimm ár eftir að komast aftur upp og allir ótrúlega ánægðir með það en til lengdar viljum við vera félag sem er að berjast í efstu deild og gera stóra hluti. Og það þarf að gerast rétt og við getum ekki bara hent inn fullt af peningum í eitt ár og við þurfum að finna leið sem er sjálfbær fyrir félagið.“ Aðstaðan upp á Jaðarsbökkum verður frábær. Þar má finna glænýjan lyftingarsal, rúmgóðir búningsklefar, tvennir klefar sem eru sérhannaðir fyrir fatlaða einstaklinga og margt fleira. Hér að neðan má sjá heimsókn Vísis í nýtt íþróttamannvirki Skagamanna. Klippa: Innlit í nýtt íþróttahús Skagamanna
Bónus-deild karla ÍA Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Í beinni: Silkeborg - KA | Hvað gera Norðanmenn í Danaveldi? Fótbolti Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Fleiri fréttir Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sjá meira