Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Stefán Árni Pálsson skrifar 11. mars 2025 10:01 Húsið mun gjörbreyta miklu fyrir Skagamenn. ÍA tryggði sér sæti í Bónus deild karla í körfubolta á næstu leiktíð eftir útisigur á Fjölni. Liðið er nú þegar búið að vinna 1. deildina. En aðstaða Skagamanna mun breytast gríðarlega strax á næsta ári. Nýtt íþróttahús Skagamanna stendur við knattspyrnuhöllina við Jaðarsbakka, aðeins um fimmtán metrum frá gömlu aðstöðu félagsins og sundlaug bæjarins. Í framtíðinni verða reist göng þar á milli svo allt verði undir sama þaki. Óskar Þór Þorsteinsson er þjálfari ÍA í 1. deild karla í körfubolta en liðið tryggði sér upp í efstu deild með sigri á Fjölni á föstudagskvöldið. ÍA féll tímabilið 1999-2000 og fór meira að segja alla leið niður í C-deildina. Liðið var í C-deildinni tímabilið 2020-21 en uppbyggingin hefur verið hröð síðustu ár. „Þetta var auðvitað bara fáránlega mikil gleði í ég hef verið að taka þetta inn síðustu daga,“ segir Óskar Þór þegar hann tók á móti blaðamanni Vísis og Sigurjóni Ólasyni tökumanni í nýju húsi í gær. „Okkur var ekki spáð góðu gengi en okkur hefur gengið ótrúlega vel í vetur og sérstaklega eftir áramót. Við erum með mjög sterkan hóp og hittum vel í útlendingavalinu og fengum tvo frábæra gaura inn og við erum bara með sterkt lið.“ Skagamenn spiluðu á þessu tímabili í íþróttahúsi við Vesturgötuna á Skaganum. En á næsta tímabili verður aðstaðan allt önnur. Tuttugu og fimm ára bið á enda „Vesturgatan er búin að vera frábær fyrir okkur, sérstaklega í vetur þar sem það var alltaf frábær mæting og geðveik stemning þarna inni. En þetta opnar svo mikla möguleika fyrir þetta félag, að stækka til framtíðar og koma okkur á þann stað sem við viljum vera,“ segir Óskar sem vonast til að stemningin í nýja húsinu verði enn betri. „Fólki hefur alltaf verið að fjölga og fjölga hjá okkur og vonandi fáum við bara fullt hús hérna líka. Við erum búnir að bíða núna í tuttugu og fimm ár eftir að komast aftur upp og allir ótrúlega ánægðir með það en til lengdar viljum við vera félag sem er að berjast í efstu deild og gera stóra hluti. Og það þarf að gerast rétt og við getum ekki bara hent inn fullt af peningum í eitt ár og við þurfum að finna leið sem er sjálfbær fyrir félagið.“ Aðstaðan upp á Jaðarsbökkum verður frábær. Þar má finna glænýjan lyftingarsal, rúmgóðir búningsklefar, tvennir klefar sem eru sérhannaðir fyrir fatlaða einstaklinga og margt fleira. Hér að neðan má sjá heimsókn Vísis í nýtt íþróttamannvirki Skagamanna. Klippa: Innlit í nýtt íþróttahús Skagamanna Bónus-deild karla ÍA Mest lesið Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Fótbolti Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Arsenal að stela Eze frá Tottenham Enski boltinn Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Enski boltinn Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Enski boltinn Fleiri fréttir Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi Sjá meira
Nýtt íþróttahús Skagamanna stendur við knattspyrnuhöllina við Jaðarsbakka, aðeins um fimmtán metrum frá gömlu aðstöðu félagsins og sundlaug bæjarins. Í framtíðinni verða reist göng þar á milli svo allt verði undir sama þaki. Óskar Þór Þorsteinsson er þjálfari ÍA í 1. deild karla í körfubolta en liðið tryggði sér upp í efstu deild með sigri á Fjölni á föstudagskvöldið. ÍA féll tímabilið 1999-2000 og fór meira að segja alla leið niður í C-deildina. Liðið var í C-deildinni tímabilið 2020-21 en uppbyggingin hefur verið hröð síðustu ár. „Þetta var auðvitað bara fáránlega mikil gleði í ég hef verið að taka þetta inn síðustu daga,“ segir Óskar Þór þegar hann tók á móti blaðamanni Vísis og Sigurjóni Ólasyni tökumanni í nýju húsi í gær. „Okkur var ekki spáð góðu gengi en okkur hefur gengið ótrúlega vel í vetur og sérstaklega eftir áramót. Við erum með mjög sterkan hóp og hittum vel í útlendingavalinu og fengum tvo frábæra gaura inn og við erum bara með sterkt lið.“ Skagamenn spiluðu á þessu tímabili í íþróttahúsi við Vesturgötuna á Skaganum. En á næsta tímabili verður aðstaðan allt önnur. Tuttugu og fimm ára bið á enda „Vesturgatan er búin að vera frábær fyrir okkur, sérstaklega í vetur þar sem það var alltaf frábær mæting og geðveik stemning þarna inni. En þetta opnar svo mikla möguleika fyrir þetta félag, að stækka til framtíðar og koma okkur á þann stað sem við viljum vera,“ segir Óskar sem vonast til að stemningin í nýja húsinu verði enn betri. „Fólki hefur alltaf verið að fjölga og fjölga hjá okkur og vonandi fáum við bara fullt hús hérna líka. Við erum búnir að bíða núna í tuttugu og fimm ár eftir að komast aftur upp og allir ótrúlega ánægðir með það en til lengdar viljum við vera félag sem er að berjast í efstu deild og gera stóra hluti. Og það þarf að gerast rétt og við getum ekki bara hent inn fullt af peningum í eitt ár og við þurfum að finna leið sem er sjálfbær fyrir félagið.“ Aðstaðan upp á Jaðarsbökkum verður frábær. Þar má finna glænýjan lyftingarsal, rúmgóðir búningsklefar, tvennir klefar sem eru sérhannaðir fyrir fatlaða einstaklinga og margt fleira. Hér að neðan má sjá heimsókn Vísis í nýtt íþróttamannvirki Skagamanna. Klippa: Innlit í nýtt íþróttahús Skagamanna
Bónus-deild karla ÍA Mest lesið Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Fótbolti Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Arsenal að stela Eze frá Tottenham Enski boltinn Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Enski boltinn Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Enski boltinn Fleiri fréttir Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi Sjá meira