Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 10. mars 2025 15:03 George Clooney á kynningarviðburði á Broadway þann 6. febrúar síðastliðinn. Bruce Glikas/WireImage/Getty Bandaríska kvikmyndastjarnan George Clooney er búinn að lita á sér hárið. Silfurgráa hárið sem einkennt hefur leikarann er horfið en þess í stað hefur hann litað hár sitt brúnt. Aðdáendur þurfa þó ekki að örvænta þar sem liturinn er einungis til bráðabirgða og er tilkominn vegna hlutverks sem hann fer brátt með á Broadway. Þetta kemur fram í umfjöllun bandaríska slúðurmiðilsins Page Six. Þar kemur fram að myndir hafi náðst af leikaranum með nýju klippinguna þar sem hann var í hádegismat með eiginkonu sinni og mannréttindalögfræðingnum Amal Clooney í New York. Mynd má sjá neðst í fréttinni. Miðillinn greinir frá því að George Clooney fari nú með hlutverk hins goðsagnakennda blaðamanns Edward R. Murrow í uppsetningu á söngleik í Broadway sem byggður er á tuttugu ára kvikmyndinni Good Night, And Good Luck. Myndin er um baráttu Murrow við þingmanninn Joseph McCarthy og rannsóknir þess síðarnefnda er beindust gegn meintum kommúnistum í Bandaríkjunum á sjötta áratugnum. Kynningarmyndband um leikritið. Clooney leikstýrði myndinni á sínum tíma en lét sér þá nægja aukahlutverkið. David Straithairn fór þá með hlutverk blaðamannsins en Patricia Clarkson, Robert Downey Jr. og Jeff Daniels fóru einnig með hlutverk í myndinni. Leikritið verður frumsýnt þann 3. apríl næstkomandi. Leikarinn hefur áður sagt frá því að hann væri ekkert sérstaklega spenntur fyrir því að lita hár sitt vegna sýningarinnar. Það væri eiginkona hans ekki heldur. „Konan mín mun hata þetta af því að það er ekkert sem lætur þig líta út fyrir að vera meira gamall heldur en að lita á þér hárið. Börnin mín munu hlæja að mér viðstöðulaust,“ sagði leikarinn meðal annars við New York Times um málið. George Clooney trades his silver fox hair for new color while out to lunch with wife Amal https://t.co/8jTQHMyPQw pic.twitter.com/eIxznk7c44— Page Six (@PageSix) March 10, 2025 Hollywood Hár og förðun Mest lesið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Lífið Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Lífið Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Lífið Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Lífið „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Lífið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Lífið Sólarströnd norðurhjarans Lífið Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Lífið Fleiri fréttir Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Sjá meira
Þetta kemur fram í umfjöllun bandaríska slúðurmiðilsins Page Six. Þar kemur fram að myndir hafi náðst af leikaranum með nýju klippinguna þar sem hann var í hádegismat með eiginkonu sinni og mannréttindalögfræðingnum Amal Clooney í New York. Mynd má sjá neðst í fréttinni. Miðillinn greinir frá því að George Clooney fari nú með hlutverk hins goðsagnakennda blaðamanns Edward R. Murrow í uppsetningu á söngleik í Broadway sem byggður er á tuttugu ára kvikmyndinni Good Night, And Good Luck. Myndin er um baráttu Murrow við þingmanninn Joseph McCarthy og rannsóknir þess síðarnefnda er beindust gegn meintum kommúnistum í Bandaríkjunum á sjötta áratugnum. Kynningarmyndband um leikritið. Clooney leikstýrði myndinni á sínum tíma en lét sér þá nægja aukahlutverkið. David Straithairn fór þá með hlutverk blaðamannsins en Patricia Clarkson, Robert Downey Jr. og Jeff Daniels fóru einnig með hlutverk í myndinni. Leikritið verður frumsýnt þann 3. apríl næstkomandi. Leikarinn hefur áður sagt frá því að hann væri ekkert sérstaklega spenntur fyrir því að lita hár sitt vegna sýningarinnar. Það væri eiginkona hans ekki heldur. „Konan mín mun hata þetta af því að það er ekkert sem lætur þig líta út fyrir að vera meira gamall heldur en að lita á þér hárið. Börnin mín munu hlæja að mér viðstöðulaust,“ sagði leikarinn meðal annars við New York Times um málið. George Clooney trades his silver fox hair for new color while out to lunch with wife Amal https://t.co/8jTQHMyPQw pic.twitter.com/eIxznk7c44— Page Six (@PageSix) March 10, 2025
Hollywood Hár og förðun Mest lesið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Lífið Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Lífið Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Lífið Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Lífið „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Lífið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Lífið Sólarströnd norðurhjarans Lífið Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Lífið Fleiri fréttir Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Sjá meira