Sjáðu stórleik Cecilíu gegn meisturunum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. mars 2025 12:32 Cecilía Rán Rúnarsdóttir hefur leikið einstaklega vel með Inter á tímabilinu. getty/Andrea Staccioli Íslenski landsliðsmarkvörðurinn Cecilía Rán Rúnarsdóttir átti frábæran leik þegar Inter sótti meistara Roma heim í ítölsku úrvalsdeildinni í gær. Cecilía varði og varði en Inter varð að játa sig sigrað. Roma vann 2-1 sigur. Þetta var þriðji leikur Inter og Roma á tímabilinu. Liðin gerðu 1-1 jafntefli 5. október þar sem Cecilía átti stórleik. Inter sigraði svo Roma, 1-2, 12. janúar. Inter náði forystunni í leiknum í Róm í gær þegar Tessa Wullaert skoraði strax á 6. mínútu. Við tók stórsókn Roma. Rómverjar áttu hvert skotið á fætur öðru en Cecilía var heldur betur vandanum vaxin og varði oft vel. Alls átti Roma 29 skot í leiknum, þar af níu á markið. Heimakonur komu boltanum loks framhjá Cecilíu þegar Manuela Giugliano skoraði úr vítaspyrnu á 68. mínútu. Þegar fimm mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma tryggði Lucia Di Guglielmo svo Roma stigin þrjú. Hún skoraði þá eftir að Cecilía varði skot frá Giugliano, þeirri sömu og skoraði fyrra mark Roma. Allt það helsta úr leiknum má sjá í myndbandinu hér fyrir neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=m_JYSpIB5vQ">watch on YouTube</a> Inter er í 2. sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar með 38 stig, ellefu stigum á eftir toppliði Juventus en á leik til góða. Nýbúið er að tvískipta deildinni. Sex efstu liðin mætast innbyrðis og sex neðstu. Inter hefur aðeins fengið á sig sextán mörk í ítölsku úrvalsdeildinni í vetur, fæst allra. Cecilía hefur leikið sautján af nítján deildarleikjum Inter og fengið mikið hrós fyrir frammistöðu sína. Cecilía kom til Inter fyrir tímabilið á láni frá Bayern München. Ítalski boltinn Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Körfubolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Körfubolti Fleiri fréttir Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Sjá meira
Þetta var þriðji leikur Inter og Roma á tímabilinu. Liðin gerðu 1-1 jafntefli 5. október þar sem Cecilía átti stórleik. Inter sigraði svo Roma, 1-2, 12. janúar. Inter náði forystunni í leiknum í Róm í gær þegar Tessa Wullaert skoraði strax á 6. mínútu. Við tók stórsókn Roma. Rómverjar áttu hvert skotið á fætur öðru en Cecilía var heldur betur vandanum vaxin og varði oft vel. Alls átti Roma 29 skot í leiknum, þar af níu á markið. Heimakonur komu boltanum loks framhjá Cecilíu þegar Manuela Giugliano skoraði úr vítaspyrnu á 68. mínútu. Þegar fimm mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma tryggði Lucia Di Guglielmo svo Roma stigin þrjú. Hún skoraði þá eftir að Cecilía varði skot frá Giugliano, þeirri sömu og skoraði fyrra mark Roma. Allt það helsta úr leiknum má sjá í myndbandinu hér fyrir neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=m_JYSpIB5vQ">watch on YouTube</a> Inter er í 2. sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar með 38 stig, ellefu stigum á eftir toppliði Juventus en á leik til góða. Nýbúið er að tvískipta deildinni. Sex efstu liðin mætast innbyrðis og sex neðstu. Inter hefur aðeins fengið á sig sextán mörk í ítölsku úrvalsdeildinni í vetur, fæst allra. Cecilía hefur leikið sautján af nítján deildarleikjum Inter og fengið mikið hrós fyrir frammistöðu sína. Cecilía kom til Inter fyrir tímabilið á láni frá Bayern München.
Ítalski boltinn Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Körfubolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Körfubolti Fleiri fréttir Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Sjá meira