Rektorskjör: Ég treysti Silju Báru Ómarsdóttur best Guðný Björk Eydal skrifar 11. mars 2025 07:33 Háskóli Íslands gengur til kosninga 18. og 19. mars og kýs sér nýjan rektor. Allt starfsfólk og stúdentar eiga atkvæðisrétt. Fjölmörg hafa lýst yfir framboði. Það er afbragðsfólk í framboði, en af ágætum frambjóðendum treysti ég Silju Báru best allra til að leiða Háskóla Íslands til framfara, landi og þjóð til heilla. Ég tel að nú þurfi Háskóli Íslands öflugan leiðtoga svo hægt sé að skapa nýja þjóðarsátt um mikilvægi fjárfestinga í námi og rannsóknum á háskólastigi. Án víðtæks samtals og samráðs við stjórnvöld, en einnig aðilla vinnumarkaðar og íslenskt samfélag verður slíkri sátt ekki ekki náð. Ég treysti Silju Báru best allra til að valdefla háskólasamfélagið til víðtækrar þátttöku í slíkri vegferð því framboð hennar grundvallast á þeirri aðferð, að öll taki þátt. Ég treysti Silju Báru einnig best til að takast á við þann margþætta vanda sem hefur skapast vegna áralangrar vanfjármögnunar skólans, því hún leggur áherslu á að efla gæði kennslu, öflugan stuðning við rannsóknir, að vinna að því að efla starfsanda og bæta hag og líðan starfsfólks og nemenda auk áherslu á að Háskóli Íslands verði inngildandi háskóli. Silja Bára hefur setið í háskólaráði um nokkur skeið og verið þar öflugur talsmaður kennara og stúdenta og öðlast mikilvæga innsýn í stjórnun skólans. Silja Bára er í hópi 50 kvenna víða að úr heiminum sem hefur verið boðið að taka þátt í Global Community for Women's Leadership, alþjóðlegri áætlun sem miðar að því að þjálfa og styðja nýja kynslóð kvenleiðtoga í heiminum. Hún er einnig formaður Rauða krossins á Íslandi sem er ein stærsta fjöldahreyfing landsins auk þess sem hann er viðbragðsaðili og mikilvægur þáttur í almannavörnum landsins. Þess vegna treysti ég Silju Báru best til að verða okkar leiðtogi. Á þeim óróatímum sem nú eru uppi er mikilvægt að rektor Háskóla Íslands hafi til að bera bæði seiglu og snerpu til að takast á við óvæntar aðstæður. Silja Bára hefur hvort tveggja til að bera og þess vegna treysti ég henni best til að takast á við öll þau óvæntu verkefni sem felast í starfi rektors. Ég hvet öll til að kynna sér vel framboð Silju Báru og kjósa leiðtoga sem mun leiða Háskóla Íslands af öryggi til farsældar og framtíðar. Höfundur er prófessor við Félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Mest lesið Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Sjá meira
Háskóli Íslands gengur til kosninga 18. og 19. mars og kýs sér nýjan rektor. Allt starfsfólk og stúdentar eiga atkvæðisrétt. Fjölmörg hafa lýst yfir framboði. Það er afbragðsfólk í framboði, en af ágætum frambjóðendum treysti ég Silju Báru best allra til að leiða Háskóla Íslands til framfara, landi og þjóð til heilla. Ég tel að nú þurfi Háskóli Íslands öflugan leiðtoga svo hægt sé að skapa nýja þjóðarsátt um mikilvægi fjárfestinga í námi og rannsóknum á háskólastigi. Án víðtæks samtals og samráðs við stjórnvöld, en einnig aðilla vinnumarkaðar og íslenskt samfélag verður slíkri sátt ekki ekki náð. Ég treysti Silju Báru best allra til að valdefla háskólasamfélagið til víðtækrar þátttöku í slíkri vegferð því framboð hennar grundvallast á þeirri aðferð, að öll taki þátt. Ég treysti Silju Báru einnig best til að takast á við þann margþætta vanda sem hefur skapast vegna áralangrar vanfjármögnunar skólans, því hún leggur áherslu á að efla gæði kennslu, öflugan stuðning við rannsóknir, að vinna að því að efla starfsanda og bæta hag og líðan starfsfólks og nemenda auk áherslu á að Háskóli Íslands verði inngildandi háskóli. Silja Bára hefur setið í háskólaráði um nokkur skeið og verið þar öflugur talsmaður kennara og stúdenta og öðlast mikilvæga innsýn í stjórnun skólans. Silja Bára er í hópi 50 kvenna víða að úr heiminum sem hefur verið boðið að taka þátt í Global Community for Women's Leadership, alþjóðlegri áætlun sem miðar að því að þjálfa og styðja nýja kynslóð kvenleiðtoga í heiminum. Hún er einnig formaður Rauða krossins á Íslandi sem er ein stærsta fjöldahreyfing landsins auk þess sem hann er viðbragðsaðili og mikilvægur þáttur í almannavörnum landsins. Þess vegna treysti ég Silju Báru best til að verða okkar leiðtogi. Á þeim óróatímum sem nú eru uppi er mikilvægt að rektor Háskóla Íslands hafi til að bera bæði seiglu og snerpu til að takast á við óvæntar aðstæður. Silja Bára hefur hvort tveggja til að bera og þess vegna treysti ég henni best til að takast á við öll þau óvæntu verkefni sem felast í starfi rektors. Ég hvet öll til að kynna sér vel framboð Silju Báru og kjósa leiðtoga sem mun leiða Háskóla Íslands af öryggi til farsældar og framtíðar. Höfundur er prófessor við Félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands.
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun