„Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 8. mars 2025 17:08 Það hefur lengi loðað við Gísla Martein að hann sé unglegur og fólk jafnvel reynt að nýta þann eiginleika til að gera lítið úr fjölmiðlamanninum. Vísir/Vilhelm Á vefsíðunni „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ er hægt að fylgjast með aldri fjölmiðlamannsins í rauntíma. Eigandi og forritari síðunnar segir hana hafa komið til vegna þjóðarþráhyggju Íslendinga að býsnast yfir unglegu útliti Gísla. Þorri Líndal Guðnason, Skagamaður og altmuligtmand, hafði lengi velt því fyrir sér hvað unglegi fjölmiðlamaðurinn Gísli Marteinn Baldursson væri í raun og veru gamall. Þrátt fyrir tímans tönn virtist Gísli ósnortinn af árunum og vegna þessa hljómaði ein spurning í stofum landsmanna hvern föstudag: „Hversu gamall er Gísli Marteinn Baldursson?“ Fjölmiðlamaðurinn virtist ekki hafa breyst neitt í fimmtán ár nema hvað varðaði litinn á gleraugunum. Til að seðja þessa sameiginlegu forvitni landsmann bjó Þorri til rauntímaskrá yfir aldur Gísla Marteins sem uppfærist niður í millisekúndur. Fólk sem stillir sig inn á Vikuna getur nú farið inn á hegmg.org og haft aldur þáttastjórnandans við höndina meðan það horfir. Fréttastofa bjallaði í Þorra til að forvitnast um tilkomu síðunnar. Skjáskot af síðunni frá því fyrr í dag. Hafði samband við Gísla sjálfan „Hugmyndin var búin að vera í kollinum í smá tíma bara af því ég var alltaf að velta þessu fyrir mér sjálfur,“ segir Þorri um aðdragandann að gerð síðunna. Hann hafi ætlað að rifja upp forritun og vefsíðugerð og ákveðið að gera það með því að ráðast í að gera vefsíðu um aldur Gísla Marteins. Lénið hafi verið ódýrt og auðvelt að búa síðan til. Þorri Líndal hafði lengi velt fyrir sér aldri Gísla Marteins. „Þetta tekur ekki langan tíma, brýtur upp hversdagsleikann hjá fólki og gleður fólk. Það er aðalmálið,“ segir hann. Hvernig fannstu nákvæma tímasetningu fæðingarinnar? „Ég sendi honum skilaboð og bað hann auðmjúkur um að gefa nákvæmar upplýsingar um klukkan hvað hann fæddist, ekki fyrir mig heldur fyrir fólkið í landinu, undir yfirskriftinni að það væri til að halda upp á afmælið hans almennilega,“ segir Þorri. Gísli hafi ekki séð skilaboðin svo Þorri setti vefsíðuna í loftið og greindi frá fréttunum á Facebook-síðu sinni. „Gísli endaði á að kommenta á póstinn á Facebook og sagði þar nákvæma tímasetningu,“ segir Þorri. Hann hafi í kjölfarið uppfært vefsíðuna með nákvæmri tímasetningunni. Aldur í Stuðmannamyndum og Rottweiler-lögum Á síðunni getur fólk fylgst með aldri Gísla Marteins í rauntíma alveg niður í millísekúndu. En það getur líka fylgst með aldri hans með annars konar mælitækjum. „Þetta var uppfært með öðrum mælieiningum, hversu oft þú getur horft á Með allt á hreinu eða hlustað á ,XXX Rottweilerhunda'. Svo koma örugglega einhverjar fleiri mælieiningar í framtíðinni,“ segir Þorri. Samanburður á mælieiningunum þremur. Hvers vegna Með allt á hreinu og Rottweilerhundar? „Ég man það ekki alveg. Mig minnir að hann hafi einhvern tímann sagt það vera uppáhalds myndina hans,“ segir hann. Og var Gísli sáttur með þetta? „Ég vonaði innilega að hann myndi ekki taka þessu sem einhverju hæðnisverki og hann virðist ekki hafa gert það,“ segir Þorri. Grín og gaman Tækni Mest lesið Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Segir sögur með timbri Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Sjá meira
Þorri Líndal Guðnason, Skagamaður og altmuligtmand, hafði lengi velt því fyrir sér hvað unglegi fjölmiðlamaðurinn Gísli Marteinn Baldursson væri í raun og veru gamall. Þrátt fyrir tímans tönn virtist Gísli ósnortinn af árunum og vegna þessa hljómaði ein spurning í stofum landsmanna hvern föstudag: „Hversu gamall er Gísli Marteinn Baldursson?“ Fjölmiðlamaðurinn virtist ekki hafa breyst neitt í fimmtán ár nema hvað varðaði litinn á gleraugunum. Til að seðja þessa sameiginlegu forvitni landsmann bjó Þorri til rauntímaskrá yfir aldur Gísla Marteins sem uppfærist niður í millisekúndur. Fólk sem stillir sig inn á Vikuna getur nú farið inn á hegmg.org og haft aldur þáttastjórnandans við höndina meðan það horfir. Fréttastofa bjallaði í Þorra til að forvitnast um tilkomu síðunnar. Skjáskot af síðunni frá því fyrr í dag. Hafði samband við Gísla sjálfan „Hugmyndin var búin að vera í kollinum í smá tíma bara af því ég var alltaf að velta þessu fyrir mér sjálfur,“ segir Þorri um aðdragandann að gerð síðunna. Hann hafi ætlað að rifja upp forritun og vefsíðugerð og ákveðið að gera það með því að ráðast í að gera vefsíðu um aldur Gísla Marteins. Lénið hafi verið ódýrt og auðvelt að búa síðan til. Þorri Líndal hafði lengi velt fyrir sér aldri Gísla Marteins. „Þetta tekur ekki langan tíma, brýtur upp hversdagsleikann hjá fólki og gleður fólk. Það er aðalmálið,“ segir hann. Hvernig fannstu nákvæma tímasetningu fæðingarinnar? „Ég sendi honum skilaboð og bað hann auðmjúkur um að gefa nákvæmar upplýsingar um klukkan hvað hann fæddist, ekki fyrir mig heldur fyrir fólkið í landinu, undir yfirskriftinni að það væri til að halda upp á afmælið hans almennilega,“ segir Þorri. Gísli hafi ekki séð skilaboðin svo Þorri setti vefsíðuna í loftið og greindi frá fréttunum á Facebook-síðu sinni. „Gísli endaði á að kommenta á póstinn á Facebook og sagði þar nákvæma tímasetningu,“ segir Þorri. Hann hafi í kjölfarið uppfært vefsíðuna með nákvæmri tímasetningunni. Aldur í Stuðmannamyndum og Rottweiler-lögum Á síðunni getur fólk fylgst með aldri Gísla Marteins í rauntíma alveg niður í millísekúndu. En það getur líka fylgst með aldri hans með annars konar mælitækjum. „Þetta var uppfært með öðrum mælieiningum, hversu oft þú getur horft á Með allt á hreinu eða hlustað á ,XXX Rottweilerhunda'. Svo koma örugglega einhverjar fleiri mælieiningar í framtíðinni,“ segir Þorri. Samanburður á mælieiningunum þremur. Hvers vegna Með allt á hreinu og Rottweilerhundar? „Ég man það ekki alveg. Mig minnir að hann hafi einhvern tímann sagt það vera uppáhalds myndina hans,“ segir hann. Og var Gísli sáttur með þetta? „Ég vonaði innilega að hann myndi ekki taka þessu sem einhverju hæðnisverki og hann virðist ekki hafa gert það,“ segir Þorri.
Grín og gaman Tækni Mest lesið Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Segir sögur með timbri Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Sjá meira