„Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 8. mars 2025 17:08 Það hefur lengi loðað við Gísla Martein að hann sé unglegur og fólk jafnvel reynt að nýta þann eiginleika til að gera lítið úr fjölmiðlamanninum. Vísir/Vilhelm Á vefsíðunni „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ er hægt að fylgjast með aldri fjölmiðlamannsins í rauntíma. Eigandi og forritari síðunnar segir hana hafa komið til vegna þjóðarþráhyggju Íslendinga að býsnast yfir unglegu útliti Gísla. Þorri Líndal Guðnason, Skagamaður og altmuligtmand, hafði lengi velt því fyrir sér hvað unglegi fjölmiðlamaðurinn Gísli Marteinn Baldursson væri í raun og veru gamall. Þrátt fyrir tímans tönn virtist Gísli ósnortinn af árunum og vegna þessa hljómaði ein spurning í stofum landsmanna hvern föstudag: „Hversu gamall er Gísli Marteinn Baldursson?“ Fjölmiðlamaðurinn virtist ekki hafa breyst neitt í fimmtán ár nema hvað varðaði litinn á gleraugunum. Til að seðja þessa sameiginlegu forvitni landsmann bjó Þorri til rauntímaskrá yfir aldur Gísla Marteins sem uppfærist niður í millisekúndur. Fólk sem stillir sig inn á Vikuna getur nú farið inn á hegmg.org og haft aldur þáttastjórnandans við höndina meðan það horfir. Fréttastofa bjallaði í Þorra til að forvitnast um tilkomu síðunnar. Skjáskot af síðunni frá því fyrr í dag. Hafði samband við Gísla sjálfan „Hugmyndin var búin að vera í kollinum í smá tíma bara af því ég var alltaf að velta þessu fyrir mér sjálfur,“ segir Þorri um aðdragandann að gerð síðunna. Hann hafi ætlað að rifja upp forritun og vefsíðugerð og ákveðið að gera það með því að ráðast í að gera vefsíðu um aldur Gísla Marteins. Lénið hafi verið ódýrt og auðvelt að búa síðan til. Þorri Líndal hafði lengi velt fyrir sér aldri Gísla Marteins. „Þetta tekur ekki langan tíma, brýtur upp hversdagsleikann hjá fólki og gleður fólk. Það er aðalmálið,“ segir hann. Hvernig fannstu nákvæma tímasetningu fæðingarinnar? „Ég sendi honum skilaboð og bað hann auðmjúkur um að gefa nákvæmar upplýsingar um klukkan hvað hann fæddist, ekki fyrir mig heldur fyrir fólkið í landinu, undir yfirskriftinni að það væri til að halda upp á afmælið hans almennilega,“ segir Þorri. Gísli hafi ekki séð skilaboðin svo Þorri setti vefsíðuna í loftið og greindi frá fréttunum á Facebook-síðu sinni. „Gísli endaði á að kommenta á póstinn á Facebook og sagði þar nákvæma tímasetningu,“ segir Þorri. Hann hafi í kjölfarið uppfært vefsíðuna með nákvæmri tímasetningunni. Aldur í Stuðmannamyndum og Rottweiler-lögum Á síðunni getur fólk fylgst með aldri Gísla Marteins í rauntíma alveg niður í millísekúndu. En það getur líka fylgst með aldri hans með annars konar mælitækjum. „Þetta var uppfært með öðrum mælieiningum, hversu oft þú getur horft á Með allt á hreinu eða hlustað á ,XXX Rottweilerhunda'. Svo koma örugglega einhverjar fleiri mælieiningar í framtíðinni,“ segir Þorri. Samanburður á mælieiningunum þremur. Hvers vegna Með allt á hreinu og Rottweilerhundar? „Ég man það ekki alveg. Mig minnir að hann hafi einhvern tímann sagt það vera uppáhalds myndina hans,“ segir hann. Og var Gísli sáttur með þetta? „Ég vonaði innilega að hann myndi ekki taka þessu sem einhverju hæðnisverki og hann virðist ekki hafa gert það,“ segir Þorri. Grín og gaman Tækni Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Fleiri fréttir Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Sjá meira
Þorri Líndal Guðnason, Skagamaður og altmuligtmand, hafði lengi velt því fyrir sér hvað unglegi fjölmiðlamaðurinn Gísli Marteinn Baldursson væri í raun og veru gamall. Þrátt fyrir tímans tönn virtist Gísli ósnortinn af árunum og vegna þessa hljómaði ein spurning í stofum landsmanna hvern föstudag: „Hversu gamall er Gísli Marteinn Baldursson?“ Fjölmiðlamaðurinn virtist ekki hafa breyst neitt í fimmtán ár nema hvað varðaði litinn á gleraugunum. Til að seðja þessa sameiginlegu forvitni landsmann bjó Þorri til rauntímaskrá yfir aldur Gísla Marteins sem uppfærist niður í millisekúndur. Fólk sem stillir sig inn á Vikuna getur nú farið inn á hegmg.org og haft aldur þáttastjórnandans við höndina meðan það horfir. Fréttastofa bjallaði í Þorra til að forvitnast um tilkomu síðunnar. Skjáskot af síðunni frá því fyrr í dag. Hafði samband við Gísla sjálfan „Hugmyndin var búin að vera í kollinum í smá tíma bara af því ég var alltaf að velta þessu fyrir mér sjálfur,“ segir Þorri um aðdragandann að gerð síðunna. Hann hafi ætlað að rifja upp forritun og vefsíðugerð og ákveðið að gera það með því að ráðast í að gera vefsíðu um aldur Gísla Marteins. Lénið hafi verið ódýrt og auðvelt að búa síðan til. Þorri Líndal hafði lengi velt fyrir sér aldri Gísla Marteins. „Þetta tekur ekki langan tíma, brýtur upp hversdagsleikann hjá fólki og gleður fólk. Það er aðalmálið,“ segir hann. Hvernig fannstu nákvæma tímasetningu fæðingarinnar? „Ég sendi honum skilaboð og bað hann auðmjúkur um að gefa nákvæmar upplýsingar um klukkan hvað hann fæddist, ekki fyrir mig heldur fyrir fólkið í landinu, undir yfirskriftinni að það væri til að halda upp á afmælið hans almennilega,“ segir Þorri. Gísli hafi ekki séð skilaboðin svo Þorri setti vefsíðuna í loftið og greindi frá fréttunum á Facebook-síðu sinni. „Gísli endaði á að kommenta á póstinn á Facebook og sagði þar nákvæma tímasetningu,“ segir Þorri. Hann hafi í kjölfarið uppfært vefsíðuna með nákvæmri tímasetningunni. Aldur í Stuðmannamyndum og Rottweiler-lögum Á síðunni getur fólk fylgst með aldri Gísla Marteins í rauntíma alveg niður í millísekúndu. En það getur líka fylgst með aldri hans með annars konar mælitækjum. „Þetta var uppfært með öðrum mælieiningum, hversu oft þú getur horft á Með allt á hreinu eða hlustað á ,XXX Rottweilerhunda'. Svo koma örugglega einhverjar fleiri mælieiningar í framtíðinni,“ segir Þorri. Samanburður á mælieiningunum þremur. Hvers vegna Með allt á hreinu og Rottweilerhundar? „Ég man það ekki alveg. Mig minnir að hann hafi einhvern tímann sagt það vera uppáhalds myndina hans,“ segir hann. Og var Gísli sáttur með þetta? „Ég vonaði innilega að hann myndi ekki taka þessu sem einhverju hæðnisverki og hann virðist ekki hafa gert það,“ segir Þorri.
Grín og gaman Tækni Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Fleiri fréttir Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Sjá meira