Upplifir lífið eins og stofufangelsi Tómas Arnar Þorláksson skrifar 7. mars 2025 19:38 Björk Sigurðardóttir, móðir og baráttukona. Vísir/Lýður Nýbökuð móðir segist upplifa lífið eins og stofufangelsi þar sem hún fær ekki þá þjónustu sem hún á lögbundinn rétt á. Henni sé nóg boðið eftir tveggja ára bið og krefst þess að Reykjavíkurborg aðhafist eitthvað í málinu. Hin 36 ára Björk Sigurðardóttir hefur beðið eftir mikilvægri notendastýrði persónulegri aðstoð eða NPA þjónustu frá Reykjavíkurborg í um tvö ár. Samkvæmt lögum á hún rétt á þjónustunni og er viðurkennt að þörf hennar fyrir aðstoð séu 320 klukkustundir á mánuði. Eins og stendur hlýtur hún aðstoð fjórar klukkustundir í viku og er því föst heima með sjö mánaða dóttur sína nánast öllum stundum. Ástandið hafi áhrif á sambandið „Ég kemst ekki út með hana neitt út í göngutúra eða til vina og fjölskyldu eða bara á kaffihús eða hvað sem er, þá bara kemst ég ekki út nema með hjálp NPA. Ég er voða mikið að stóla á makan minn. Hefur það mikil áhrif á sambandið? „Já klárlega, þó hann sé allra vilja gerður, þá er þetta ekki boðlegt fyrir neinn maka.“ Björk ásamt maka sínum.Vísir/Aðsend Þær skýringar sem Björk fái fyrir töfum á þjónustunni sé skortur á fjármagni en annars sé fátt um svör. Hún segir það skjóta skökku við að lögfesta þjónustu sem eigi síðan ekki að veita. „Ég meina af hverju eru þeir að samþykkja allar þessar beiðnir ef þeir ætla svo ekki að setja fjármagn í þetta. Að setja fólk í þessa stöðu er bara galið. Það vill enginn vera í þessari stöðu, ég bara trúi því ekki.“ Hamlandi líkamlega og andlega Hún vonast til að eitthvað verði aðhafst sem allra fyrst. „Ég á mér ekkert líf í rauninni ef ég fæ ekki þessa þjónustu. Ég er mamma og stjúpmamma og rek heimili og hef brennandi áhuga á íþróttum og var í tveimur nefndum og alls konar en núna er ég ekki í neinu því ég get ekki mætt neins staðar.“ Ástandið hafi einnig skaðleg áhrif á andlega og líkamlega heilsu og einangrast Björk mjög við það. „Ég get bara rétt svo ímyndað mér það að þetta sé eins og að vera í stofufangelsi og komast ekkert út. Ég kemst ekki í sjúkraþjálfun eins og ég ætti að gera. Þá verð ég bara miklu stífari því ég fæddist með CP hreyfihömlun,“ segir hún en hún á að mæta tvisvar í viku í sjúkraþjálfun til að viðhalda styrk. Björk segir að með drætti á þessari nauðsynlegu þjónustu sé brotið gegn mannréttindum bæði hennar og dóttur hennar. NPA er lögfest á Íslandi en Björk fær ekki NPA eins og hún á rétt á skv. lögum 38/2018 um þjónustu við fatlað fólk með langavarandi stuðningsþarfir. Í 11. grein þeirra laga segir: „Einstaklingur á rétt á notendastýrðri persónulegri aðstoð hafi hann mikla og viðvarandi þörf fyrir aðstoð og þjónustu, svo sem við athafnir daglegs lífs, heimilishald og þátttöku í félagslífi, námi og atvinnulífi.“ Samvinnufélag fatlaðs fólks með notendastýrða persónulega aðstoð minnir á 9. lið stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur: „Með því að lögfesta samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og fjármagna þann fjölda samninga um notendastýrða persónulega aðstoð (NPA) sem gefin hafa verið fyrirheit um. Stofnaður verður aðgengis- og aðlögunarsjóður til að styrkja fatlað fólk til breytinga á húsnæði. Stutt verður við atvinnuþátttöku fatlaðs fólks og hugað sérstaklega að stöðu þess í menntakerfinu.“: Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Fleiri fréttir Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Sjá meira
Hin 36 ára Björk Sigurðardóttir hefur beðið eftir mikilvægri notendastýrði persónulegri aðstoð eða NPA þjónustu frá Reykjavíkurborg í um tvö ár. Samkvæmt lögum á hún rétt á þjónustunni og er viðurkennt að þörf hennar fyrir aðstoð séu 320 klukkustundir á mánuði. Eins og stendur hlýtur hún aðstoð fjórar klukkustundir í viku og er því föst heima með sjö mánaða dóttur sína nánast öllum stundum. Ástandið hafi áhrif á sambandið „Ég kemst ekki út með hana neitt út í göngutúra eða til vina og fjölskyldu eða bara á kaffihús eða hvað sem er, þá bara kemst ég ekki út nema með hjálp NPA. Ég er voða mikið að stóla á makan minn. Hefur það mikil áhrif á sambandið? „Já klárlega, þó hann sé allra vilja gerður, þá er þetta ekki boðlegt fyrir neinn maka.“ Björk ásamt maka sínum.Vísir/Aðsend Þær skýringar sem Björk fái fyrir töfum á þjónustunni sé skortur á fjármagni en annars sé fátt um svör. Hún segir það skjóta skökku við að lögfesta þjónustu sem eigi síðan ekki að veita. „Ég meina af hverju eru þeir að samþykkja allar þessar beiðnir ef þeir ætla svo ekki að setja fjármagn í þetta. Að setja fólk í þessa stöðu er bara galið. Það vill enginn vera í þessari stöðu, ég bara trúi því ekki.“ Hamlandi líkamlega og andlega Hún vonast til að eitthvað verði aðhafst sem allra fyrst. „Ég á mér ekkert líf í rauninni ef ég fæ ekki þessa þjónustu. Ég er mamma og stjúpmamma og rek heimili og hef brennandi áhuga á íþróttum og var í tveimur nefndum og alls konar en núna er ég ekki í neinu því ég get ekki mætt neins staðar.“ Ástandið hafi einnig skaðleg áhrif á andlega og líkamlega heilsu og einangrast Björk mjög við það. „Ég get bara rétt svo ímyndað mér það að þetta sé eins og að vera í stofufangelsi og komast ekkert út. Ég kemst ekki í sjúkraþjálfun eins og ég ætti að gera. Þá verð ég bara miklu stífari því ég fæddist með CP hreyfihömlun,“ segir hún en hún á að mæta tvisvar í viku í sjúkraþjálfun til að viðhalda styrk. Björk segir að með drætti á þessari nauðsynlegu þjónustu sé brotið gegn mannréttindum bæði hennar og dóttur hennar. NPA er lögfest á Íslandi en Björk fær ekki NPA eins og hún á rétt á skv. lögum 38/2018 um þjónustu við fatlað fólk með langavarandi stuðningsþarfir. Í 11. grein þeirra laga segir: „Einstaklingur á rétt á notendastýrðri persónulegri aðstoð hafi hann mikla og viðvarandi þörf fyrir aðstoð og þjónustu, svo sem við athafnir daglegs lífs, heimilishald og þátttöku í félagslífi, námi og atvinnulífi.“ Samvinnufélag fatlaðs fólks með notendastýrða persónulega aðstoð minnir á 9. lið stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur: „Með því að lögfesta samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og fjármagna þann fjölda samninga um notendastýrða persónulega aðstoð (NPA) sem gefin hafa verið fyrirheit um. Stofnaður verður aðgengis- og aðlögunarsjóður til að styrkja fatlað fólk til breytinga á húsnæði. Stutt verður við atvinnuþátttöku fatlaðs fólks og hugað sérstaklega að stöðu þess í menntakerfinu.“:
Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Fleiri fréttir Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Sjá meira