Eftirminnilegast að hitta Loreen Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 13. mars 2025 09:03 Dimmey Rós er meðal keppenda í Ungfrú Ísland. „Að fræða sig betur um hvað fegurðasamkeppnir standa í raun fyrir, þetta er um að vaxa sem manneskja, hafa jákvæð áhrif og gott málefni sem þú stendur fyrir, fólk er mismunandi og við viljum fagna því,“ segir Dimmey Rós Lúðvíksdóttir, keppandi í Ungfrú Ísland, aðspurð hvað hún vilji segja við þá sem líta keppnina neikvæðum augum. Fegurðarsamkeppnin Ungfrú Ísland verður haldin í tíunda skipti þann 3. apríl næstkomandi og fer fram í Gamla bíói. Keppendur eru tuttugu talsins og eru á aldrinum 18 til 37 ára. Lífið á Vísi ræðir við stúlkurnar sem keppast um titilinn Ungfrú Ísland í ár og fær að kynnast þeim aðeins betur. Ungfrú Ísland verður í beinni útsendingu þann 3. apríl á Vísi og Stöð 2 Vísi. Fullt nafn? Dimmey Rós Lúðvíksdóttir. Aldur? 25 ára. Starf? Gæludýrabúðin Móri. Menntun? Undirbúningsnám fyrir Listaháskóla. Hvernig myndir þú lýsa sjálfri þér í þremur orðum? Jákvæð, viljasterk og traust. Arnór Trausti Hvað kæmi fólki mest á óvart að vita um þig? Ég hef unnið í fullu starfi frá 18 ára aldri til að ferðast heiminn eins mikið og ég get, og er nú að huga að náminu mínu þar sem ég veit loksins hvað ég vil gera við mína framtíð. Hver er fyrirmynd þín í lífinu? Amma mín, hún hefur sigrast á alveg ótrúlegum hlutum en tekist á með hvern dag með jákvæðni og stóru brosi. Hvað hefur mótað þig mest? Að vera sjálfstæð frá ungum aldri gerði mig að manneskjunni sem ég er í dag. Hver er mesta áskorunin sem þú hefur þurft að takast á við, og hvernig komstu þér í gegnum hana? Að missa ömmu mína og afa skyndilega árið 2024 með stuttu millibili, og verið kistuberi fyrir þau bæði. Mun alltaf taka það með mér og vera þakklát fyrir hvað ég var heppin að vera til staðar fyrir þau og fjölskylduna og einnig þakklát fyrir að eiga gott fólk í kringum mig, mikinn stuðning og jákvætt hugarfar. Hverju ertu stoltust af? Viljastyrknum mínum og þrjósku til að fara fyrir út fyrir þægindarammann og fara á eftir öllum áskorum sem eru mér kærar. Hver er þín mesta gæfa í lífinu? Að dreifa hamingju, sköpun og takast á við hvern dag eins og hann verður betri en sá liðni. Hvernig tekstu á við stress og álag? Með hugsunarhætti mínum, ég er á réttri leið, allt gerist vegna ástæðu og stundum ”its not that deep”. Besta heilræði sem þú hefur fengið? Þú getur allt sem þú hugar að. Neyðarlegasta atvik sem þú hefur lent í? Ég fékk einu sinni ”kast” sem átti við heilablóðfall þar sem ég missti mál, kunnáttu, skilning og alla vitund um fólkið í kringum mig. Kom í ljós frá læknum að þetta er aukaverkun frá mígreni. Býrðu yfir einhverjum leyndum hæfileika? Ég er óvenju fljót í að læra nýja hæfileika. Hvað finnst þér heillandi í fari fólks? Að vera opinn, bera sig vel og jákvæðni. En óheillandi? Neikvæðni, fordómar og græðgi. Hver er þinn helsti ótti? Að fólk átti sig ekki á því að allt sem þau gera hafa afleiðingar, hvort sem þær eru góðar eða vondar, og að við hættum að bera virðingu fyrir hvort örðu. Hvar sérðu þig eftir tíu ár? Búin með nám, að hjálpa til við endurnýtingu á fatnaði þar sem sóunin er gríðarleg og það þarf að finna fleiri lausnir. Hvaða tungumál talarðu? Ensku, íslensu, stundum pínu spænsku. Hvað er uppáhalds maturinn þinn? Gyros. Hvaða lag tekur þú í karókí? I need a hero. Hver er frægasti einstaklingur sem þú hefur hitt? Loreen. Hvort kýstu að skrifa skilaboð eða eiga samskipti við fólk í eigin persónu? Í eigin persónu það er allt áhrifaríkara í persónu. Ef þú fengir tíu milljónir til umráða, hvað myndirðu gera við peningana? Setja það í sparnað, leyfa því að vaxa yfir tíma og reyna nýta það til góðs. Hvað var það sem vakti áhuga þinn á keppninni? Það fá ekki allir annað tækifæri til að betrum bæta sig og ég vildi nýta mitt. Hvað ert þú búin að læra í ferlinu? Göngulag, betri sjálfsmynd og áhrifin sem gott teymi hefur. Hvaða samfélagslega málefni brennur þú fyrir? Ég vil vekja athygli á fordómum á Íslandi gagnvart samkynhneigðu fólki. Hvaða kosti þarf Ungfrú Ísland að búa yfir? Sjálfstraust, öryggi, heiðarleika, vera góð fyrirmynd fyrir alla með hlía nærveru. Af hverju sækist þú eftir því að vera næsta Ungfrú Ísland? Til að vera fyrirmynd fyrir yngri kynslóðina og bæta fjölbreytileikann í fegurðasamkeppnum. Hvað greinir þig frá öðrum keppendum? Ég hef vitað lengi að ég sé tvíkynhneigð og er svo heppin að eiga stuðningsríka og uppbyggjandi kærustu. Hvert er stærsta vandamálið sem þín kynslóð stendur frammi fyrir? Og hvernig mætti leysa það? Hlýnun jarðar og að sagan gegn minnimáttarhópum mun endurtaka sig. Með samvinnu, aukni fræðslu og hafa betra umhald gagnvart falsfréttum á netinu getum við bætt okkur talsvert Hvað viltu segja við þá sem hafa neikvæða skoðun á fegurðarsamkeppnum? Að fræða sig betur um hvað fegurðasamkeppnir standa í raun fyrir, þetta er um að vaxa sem manneskja, hafa jákvæð áhrif og gott málefni sem þú stendur fyrir, fólk er mismunandi og við viljum fagna því. Ungfrú Ísland Mest lesið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Michael Madsen er látinn Lífið Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf Fleiri fréttir Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sjá meira
Fegurðarsamkeppnin Ungfrú Ísland verður haldin í tíunda skipti þann 3. apríl næstkomandi og fer fram í Gamla bíói. Keppendur eru tuttugu talsins og eru á aldrinum 18 til 37 ára. Lífið á Vísi ræðir við stúlkurnar sem keppast um titilinn Ungfrú Ísland í ár og fær að kynnast þeim aðeins betur. Ungfrú Ísland verður í beinni útsendingu þann 3. apríl á Vísi og Stöð 2 Vísi. Fullt nafn? Dimmey Rós Lúðvíksdóttir. Aldur? 25 ára. Starf? Gæludýrabúðin Móri. Menntun? Undirbúningsnám fyrir Listaháskóla. Hvernig myndir þú lýsa sjálfri þér í þremur orðum? Jákvæð, viljasterk og traust. Arnór Trausti Hvað kæmi fólki mest á óvart að vita um þig? Ég hef unnið í fullu starfi frá 18 ára aldri til að ferðast heiminn eins mikið og ég get, og er nú að huga að náminu mínu þar sem ég veit loksins hvað ég vil gera við mína framtíð. Hver er fyrirmynd þín í lífinu? Amma mín, hún hefur sigrast á alveg ótrúlegum hlutum en tekist á með hvern dag með jákvæðni og stóru brosi. Hvað hefur mótað þig mest? Að vera sjálfstæð frá ungum aldri gerði mig að manneskjunni sem ég er í dag. Hver er mesta áskorunin sem þú hefur þurft að takast á við, og hvernig komstu þér í gegnum hana? Að missa ömmu mína og afa skyndilega árið 2024 með stuttu millibili, og verið kistuberi fyrir þau bæði. Mun alltaf taka það með mér og vera þakklát fyrir hvað ég var heppin að vera til staðar fyrir þau og fjölskylduna og einnig þakklát fyrir að eiga gott fólk í kringum mig, mikinn stuðning og jákvætt hugarfar. Hverju ertu stoltust af? Viljastyrknum mínum og þrjósku til að fara fyrir út fyrir þægindarammann og fara á eftir öllum áskorum sem eru mér kærar. Hver er þín mesta gæfa í lífinu? Að dreifa hamingju, sköpun og takast á við hvern dag eins og hann verður betri en sá liðni. Hvernig tekstu á við stress og álag? Með hugsunarhætti mínum, ég er á réttri leið, allt gerist vegna ástæðu og stundum ”its not that deep”. Besta heilræði sem þú hefur fengið? Þú getur allt sem þú hugar að. Neyðarlegasta atvik sem þú hefur lent í? Ég fékk einu sinni ”kast” sem átti við heilablóðfall þar sem ég missti mál, kunnáttu, skilning og alla vitund um fólkið í kringum mig. Kom í ljós frá læknum að þetta er aukaverkun frá mígreni. Býrðu yfir einhverjum leyndum hæfileika? Ég er óvenju fljót í að læra nýja hæfileika. Hvað finnst þér heillandi í fari fólks? Að vera opinn, bera sig vel og jákvæðni. En óheillandi? Neikvæðni, fordómar og græðgi. Hver er þinn helsti ótti? Að fólk átti sig ekki á því að allt sem þau gera hafa afleiðingar, hvort sem þær eru góðar eða vondar, og að við hættum að bera virðingu fyrir hvort örðu. Hvar sérðu þig eftir tíu ár? Búin með nám, að hjálpa til við endurnýtingu á fatnaði þar sem sóunin er gríðarleg og það þarf að finna fleiri lausnir. Hvaða tungumál talarðu? Ensku, íslensu, stundum pínu spænsku. Hvað er uppáhalds maturinn þinn? Gyros. Hvaða lag tekur þú í karókí? I need a hero. Hver er frægasti einstaklingur sem þú hefur hitt? Loreen. Hvort kýstu að skrifa skilaboð eða eiga samskipti við fólk í eigin persónu? Í eigin persónu það er allt áhrifaríkara í persónu. Ef þú fengir tíu milljónir til umráða, hvað myndirðu gera við peningana? Setja það í sparnað, leyfa því að vaxa yfir tíma og reyna nýta það til góðs. Hvað var það sem vakti áhuga þinn á keppninni? Það fá ekki allir annað tækifæri til að betrum bæta sig og ég vildi nýta mitt. Hvað ert þú búin að læra í ferlinu? Göngulag, betri sjálfsmynd og áhrifin sem gott teymi hefur. Hvaða samfélagslega málefni brennur þú fyrir? Ég vil vekja athygli á fordómum á Íslandi gagnvart samkynhneigðu fólki. Hvaða kosti þarf Ungfrú Ísland að búa yfir? Sjálfstraust, öryggi, heiðarleika, vera góð fyrirmynd fyrir alla með hlía nærveru. Af hverju sækist þú eftir því að vera næsta Ungfrú Ísland? Til að vera fyrirmynd fyrir yngri kynslóðina og bæta fjölbreytileikann í fegurðasamkeppnum. Hvað greinir þig frá öðrum keppendum? Ég hef vitað lengi að ég sé tvíkynhneigð og er svo heppin að eiga stuðningsríka og uppbyggjandi kærustu. Hvert er stærsta vandamálið sem þín kynslóð stendur frammi fyrir? Og hvernig mætti leysa það? Hlýnun jarðar og að sagan gegn minnimáttarhópum mun endurtaka sig. Með samvinnu, aukni fræðslu og hafa betra umhald gagnvart falsfréttum á netinu getum við bætt okkur talsvert Hvað viltu segja við þá sem hafa neikvæða skoðun á fegurðarsamkeppnum? Að fræða sig betur um hvað fegurðasamkeppnir standa í raun fyrir, þetta er um að vaxa sem manneskja, hafa jákvæð áhrif og gott málefni sem þú stendur fyrir, fólk er mismunandi og við viljum fagna því.
Ungfrú Ísland Mest lesið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Michael Madsen er látinn Lífið Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf Fleiri fréttir Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sjá meira