„Við vorum mikið betri en Liverpool“ Sindri Sverrisson skrifar 6. mars 2025 08:02 Bradley Barcola með lýsandi tilburði fyrir ítrekuð vonbrigði PSG-manna í gærkvöld. Getty/Rico Brouwer Luis Enrique, stjóri PSG, sagði ekki flókið að greina leik liðsins gegn Liverpool í Meistaradeildinni í gærkvöld. Lið sitt hefði verið mikið betra, þó að leikurinn hefði endað 1-0 fyrir Liverpool. Ljóst er að PSG þarf núna að sækja sigur á Anfield næsta þriðjudag til að komast í 8-liða úrslit keppninnar. Í París í gær var algjör einstefna að marki Liverpool í 85 mínútur en Alisson var maður leiksins og varði alls níu skot. Sagðist hann líklega aldrei hafa átt betri leik. Ginaluigi Donnarumma varði ekki skot í marki PSG en eina skot Liverpool kom frá Harvey Elliott þegar hann skoraði sigurmarkið rétt fyrir leikslok. Þar með lauk 22 leikja hrinu PSG án taps en liðið hafði unnið síðustu tíu leiki í röð. Alls átti PSG 27 skot í leiknum og aðeins einu sinni, frá því að mælingar hófust 2003, hefur lið átt svo mörg skot í útsláttarkeppni án þess að skora og tapað. Hitt skiptið var þegar PSG tapaði gegn Dortmund í fyrra. Ekki í vafa um að geta enn komist áfram Enrique segir alveg ljóst að PSG geti enn slegið út Liverpool. „Ég held að það sé ekki erfitt að greina þennan leik. Við vorum mikið betri en Liverpool. Við sköpuðum fleiri færi og áttum heilsteyptan leik gegn einu besta liði Evrópu. Stundum er fótboltinn ósanngjarn,“ sagði Enrique á blaðamannafundi eftir leik í gær. „Það er ekki nokkur vafi um að við getum enn komist áfram. Við erum bara búnir að spila fyrri leikinn. Núna höfum við engu að tapa. Ef við getum spilað svona aftur þá getum við komist áfram. Við áttum meira skilið. Besti maðurinn þeirra var markvörðurinn – hann var stórfenglegur í dag. Þessi leikur var ekki í takti við tölfræðina. Við vorum mikið betri. Við leyfðum Liverpool ekki að spila. Þeir voru betri en við fyrstu fimm mínúturnar en eftir það þá höfðum við yfirhöndina,“ sagði Enrique. Luis Enrique hefur búið til stórkostlegt lið í París, að mati Arne Slot.Getty/Antonio Borga Slot segir Enrique hafa skapað ótrúlegt lið Arne Slot, stjóri Liverpool, var í raun sammála kollega sínum. „Ef við hefðum náð jafntefli þá hefði það samt verið heppni. Þeir voru mikið betra liðið í dag. Þetta eru góð úrslit fyrir okkur en við fundum fyrir gæðunum hjá Parísarliðinu. Öll tölfræði sýnir að þeir voru besta liðið í Meistaradeildinni. Ég var ekki hissa á því hversu góðir þeir voru. Við vorum ekki að spila illa, þetta snerist bara um gæðin hjá mótherjum okkar. Þeir sýndu þau í dag. Luis Enrique hefur skapað ótrúlegt lið hérna,“ sagði Slot. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Fótbolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Daníel stekkur á EM í kvöld: „Legg allt í sölurnar á brautinni“ Sport Fleiri fréttir Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Inter bætti ofan á hörmungar hollensku liðanna Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Amorim: Man. Utd að hugsa um „stærri hluti“ en titil í vor Hálfleikssýning í anda Super Bowl í úrslitaleik HM Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði FIFA dæmir þjálfara í lífstíðarbann fyrir kynferðisofbeldi gegn börnum Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið Slot þakkar hrósið en segir Real Madrid enn best Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Sjáðu sjö marka sýningu Arsenal og glæsimörk í Madrid Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Hákon fyrsti Íslendingurinn í næstum því átján ár Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Sjá meira
Ljóst er að PSG þarf núna að sækja sigur á Anfield næsta þriðjudag til að komast í 8-liða úrslit keppninnar. Í París í gær var algjör einstefna að marki Liverpool í 85 mínútur en Alisson var maður leiksins og varði alls níu skot. Sagðist hann líklega aldrei hafa átt betri leik. Ginaluigi Donnarumma varði ekki skot í marki PSG en eina skot Liverpool kom frá Harvey Elliott þegar hann skoraði sigurmarkið rétt fyrir leikslok. Þar með lauk 22 leikja hrinu PSG án taps en liðið hafði unnið síðustu tíu leiki í röð. Alls átti PSG 27 skot í leiknum og aðeins einu sinni, frá því að mælingar hófust 2003, hefur lið átt svo mörg skot í útsláttarkeppni án þess að skora og tapað. Hitt skiptið var þegar PSG tapaði gegn Dortmund í fyrra. Ekki í vafa um að geta enn komist áfram Enrique segir alveg ljóst að PSG geti enn slegið út Liverpool. „Ég held að það sé ekki erfitt að greina þennan leik. Við vorum mikið betri en Liverpool. Við sköpuðum fleiri færi og áttum heilsteyptan leik gegn einu besta liði Evrópu. Stundum er fótboltinn ósanngjarn,“ sagði Enrique á blaðamannafundi eftir leik í gær. „Það er ekki nokkur vafi um að við getum enn komist áfram. Við erum bara búnir að spila fyrri leikinn. Núna höfum við engu að tapa. Ef við getum spilað svona aftur þá getum við komist áfram. Við áttum meira skilið. Besti maðurinn þeirra var markvörðurinn – hann var stórfenglegur í dag. Þessi leikur var ekki í takti við tölfræðina. Við vorum mikið betri. Við leyfðum Liverpool ekki að spila. Þeir voru betri en við fyrstu fimm mínúturnar en eftir það þá höfðum við yfirhöndina,“ sagði Enrique. Luis Enrique hefur búið til stórkostlegt lið í París, að mati Arne Slot.Getty/Antonio Borga Slot segir Enrique hafa skapað ótrúlegt lið Arne Slot, stjóri Liverpool, var í raun sammála kollega sínum. „Ef við hefðum náð jafntefli þá hefði það samt verið heppni. Þeir voru mikið betra liðið í dag. Þetta eru góð úrslit fyrir okkur en við fundum fyrir gæðunum hjá Parísarliðinu. Öll tölfræði sýnir að þeir voru besta liðið í Meistaradeildinni. Ég var ekki hissa á því hversu góðir þeir voru. Við vorum ekki að spila illa, þetta snerist bara um gæðin hjá mótherjum okkar. Þeir sýndu þau í dag. Luis Enrique hefur skapað ótrúlegt lið hérna,“ sagði Slot.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Fótbolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Daníel stekkur á EM í kvöld: „Legg allt í sölurnar á brautinni“ Sport Fleiri fréttir Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Inter bætti ofan á hörmungar hollensku liðanna Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Amorim: Man. Utd að hugsa um „stærri hluti“ en titil í vor Hálfleikssýning í anda Super Bowl í úrslitaleik HM Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði FIFA dæmir þjálfara í lífstíðarbann fyrir kynferðisofbeldi gegn börnum Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið Slot þakkar hrósið en segir Real Madrid enn best Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Sjáðu sjö marka sýningu Arsenal og glæsimörk í Madrid Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Hákon fyrsti Íslendingurinn í næstum því átján ár Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Sjá meira