„Við vorum mikið betri en Liverpool“ Sindri Sverrisson skrifar 6. mars 2025 08:02 Bradley Barcola með lýsandi tilburði fyrir ítrekuð vonbrigði PSG-manna í gærkvöld. Getty/Rico Brouwer Luis Enrique, stjóri PSG, sagði ekki flókið að greina leik liðsins gegn Liverpool í Meistaradeildinni í gærkvöld. Lið sitt hefði verið mikið betra, þó að leikurinn hefði endað 1-0 fyrir Liverpool. Ljóst er að PSG þarf núna að sækja sigur á Anfield næsta þriðjudag til að komast í 8-liða úrslit keppninnar. Í París í gær var algjör einstefna að marki Liverpool í 85 mínútur en Alisson var maður leiksins og varði alls níu skot. Sagðist hann líklega aldrei hafa átt betri leik. Ginaluigi Donnarumma varði ekki skot í marki PSG en eina skot Liverpool kom frá Harvey Elliott þegar hann skoraði sigurmarkið rétt fyrir leikslok. Þar með lauk 22 leikja hrinu PSG án taps en liðið hafði unnið síðustu tíu leiki í röð. Alls átti PSG 27 skot í leiknum og aðeins einu sinni, frá því að mælingar hófust 2003, hefur lið átt svo mörg skot í útsláttarkeppni án þess að skora og tapað. Hitt skiptið var þegar PSG tapaði gegn Dortmund í fyrra. Ekki í vafa um að geta enn komist áfram Enrique segir alveg ljóst að PSG geti enn slegið út Liverpool. „Ég held að það sé ekki erfitt að greina þennan leik. Við vorum mikið betri en Liverpool. Við sköpuðum fleiri færi og áttum heilsteyptan leik gegn einu besta liði Evrópu. Stundum er fótboltinn ósanngjarn,“ sagði Enrique á blaðamannafundi eftir leik í gær. „Það er ekki nokkur vafi um að við getum enn komist áfram. Við erum bara búnir að spila fyrri leikinn. Núna höfum við engu að tapa. Ef við getum spilað svona aftur þá getum við komist áfram. Við áttum meira skilið. Besti maðurinn þeirra var markvörðurinn – hann var stórfenglegur í dag. Þessi leikur var ekki í takti við tölfræðina. Við vorum mikið betri. Við leyfðum Liverpool ekki að spila. Þeir voru betri en við fyrstu fimm mínúturnar en eftir það þá höfðum við yfirhöndina,“ sagði Enrique. Luis Enrique hefur búið til stórkostlegt lið í París, að mati Arne Slot.Getty/Antonio Borga Slot segir Enrique hafa skapað ótrúlegt lið Arne Slot, stjóri Liverpool, var í raun sammála kollega sínum. „Ef við hefðum náð jafntefli þá hefði það samt verið heppni. Þeir voru mikið betra liðið í dag. Þetta eru góð úrslit fyrir okkur en við fundum fyrir gæðunum hjá Parísarliðinu. Öll tölfræði sýnir að þeir voru besta liðið í Meistaradeildinni. Ég var ekki hissa á því hversu góðir þeir voru. Við vorum ekki að spila illa, þetta snerist bara um gæðin hjá mótherjum okkar. Þeir sýndu þau í dag. Luis Enrique hefur skapað ótrúlegt lið hérna,“ sagði Slot. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Fleiri fréttir Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Stuðningsmenn Palace mótmæltu UEFA: „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Liverpool reynir líka við Ekitike Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Steven Gerrard orðinn afi Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjá meira
Ljóst er að PSG þarf núna að sækja sigur á Anfield næsta þriðjudag til að komast í 8-liða úrslit keppninnar. Í París í gær var algjör einstefna að marki Liverpool í 85 mínútur en Alisson var maður leiksins og varði alls níu skot. Sagðist hann líklega aldrei hafa átt betri leik. Ginaluigi Donnarumma varði ekki skot í marki PSG en eina skot Liverpool kom frá Harvey Elliott þegar hann skoraði sigurmarkið rétt fyrir leikslok. Þar með lauk 22 leikja hrinu PSG án taps en liðið hafði unnið síðustu tíu leiki í röð. Alls átti PSG 27 skot í leiknum og aðeins einu sinni, frá því að mælingar hófust 2003, hefur lið átt svo mörg skot í útsláttarkeppni án þess að skora og tapað. Hitt skiptið var þegar PSG tapaði gegn Dortmund í fyrra. Ekki í vafa um að geta enn komist áfram Enrique segir alveg ljóst að PSG geti enn slegið út Liverpool. „Ég held að það sé ekki erfitt að greina þennan leik. Við vorum mikið betri en Liverpool. Við sköpuðum fleiri færi og áttum heilsteyptan leik gegn einu besta liði Evrópu. Stundum er fótboltinn ósanngjarn,“ sagði Enrique á blaðamannafundi eftir leik í gær. „Það er ekki nokkur vafi um að við getum enn komist áfram. Við erum bara búnir að spila fyrri leikinn. Núna höfum við engu að tapa. Ef við getum spilað svona aftur þá getum við komist áfram. Við áttum meira skilið. Besti maðurinn þeirra var markvörðurinn – hann var stórfenglegur í dag. Þessi leikur var ekki í takti við tölfræðina. Við vorum mikið betri. Við leyfðum Liverpool ekki að spila. Þeir voru betri en við fyrstu fimm mínúturnar en eftir það þá höfðum við yfirhöndina,“ sagði Enrique. Luis Enrique hefur búið til stórkostlegt lið í París, að mati Arne Slot.Getty/Antonio Borga Slot segir Enrique hafa skapað ótrúlegt lið Arne Slot, stjóri Liverpool, var í raun sammála kollega sínum. „Ef við hefðum náð jafntefli þá hefði það samt verið heppni. Þeir voru mikið betra liðið í dag. Þetta eru góð úrslit fyrir okkur en við fundum fyrir gæðunum hjá Parísarliðinu. Öll tölfræði sýnir að þeir voru besta liðið í Meistaradeildinni. Ég var ekki hissa á því hversu góðir þeir voru. Við vorum ekki að spila illa, þetta snerist bara um gæðin hjá mótherjum okkar. Þeir sýndu þau í dag. Luis Enrique hefur skapað ótrúlegt lið hérna,“ sagði Slot.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Fleiri fréttir Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Stuðningsmenn Palace mótmæltu UEFA: „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Liverpool reynir líka við Ekitike Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Steven Gerrard orðinn afi Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjá meira