Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. mars 2025 23:30 Lizbeth Ovalle fagnar marki með félögum sínum í Tigres. Getty/Azael Rodrigue Knattspyrnukonan Jacqueline Ovalle skoraði stórglæsilegt en um leið afar óvenjulegt mark á dögunum. Mark hennar var svo flott mark að fólk fór strax að ræða um það sem mögulega flottasta fótboltamark ársins. Það gerði fótboltaáhugafólk þótt við séum enn bara í byrjun marsmánaðar en hún Ovalle ætti að vera nokkuð örugg með tilnefningu til Puskas verðlaunanna. Ovalle er 25 ára gömul og landsliðskona Mexíkó.Hún hefur spilað allan feril sinn með Tigres UANL liðinu en það nánast hægt að fullyrða það að hún hefur ekki skorað fallegra mark en það sem hún skoraði um helgina. Ovalle skoraði þá í 2-0 sigri Tigres á Chivas í mexíkönsku deildinni. Stoðsendinguna átti hin spænska Jenni Hermoso sem er þekkt fyrir að vera fórnarlamb kossins fræga í verðlaunaafhendingu HM. View this post on Instagram A post shared by SHE’S A BALLER! (@shesaballer) Það var eins og Ovalle hafi þarna sameinað alla erfiðustu aðferðirnar til að skora fótboltamark. Hefði þetta verið fimleikaæfing þá hefði erfiðleikastuðullinn líklegast sprengt alla skala. Ovalle skoraði nefnilega með því að taka boltann viðstöðulaust á lofti, með því að skjóta aftur fyrir sig og því að skora með hælnum. Þetta væri vanalega kallað sporðdrekaspark en hún snéri samt öfugt og tókst einhvern veginn að fleyta boltanum í fjærhornið með einhverskonar karatesparki. Það er ekkert skrýtið að mönnum skorti lýsingarorðin en hún sjálf talaði um að kalla þetta La gamba eða rækjuna. Þetta ótrúlega fótboltamark má sjá hér fyrir ofan og neðan frá tveimur sjónarhornum. Í báðum tilfellum þarf að fletta til að sjá markið. View this post on Instagram A post shared by SPORTbible (@sportbible) Fótbolti Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Sport Fleiri fréttir Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Sjá meira
Það gerði fótboltaáhugafólk þótt við séum enn bara í byrjun marsmánaðar en hún Ovalle ætti að vera nokkuð örugg með tilnefningu til Puskas verðlaunanna. Ovalle er 25 ára gömul og landsliðskona Mexíkó.Hún hefur spilað allan feril sinn með Tigres UANL liðinu en það nánast hægt að fullyrða það að hún hefur ekki skorað fallegra mark en það sem hún skoraði um helgina. Ovalle skoraði þá í 2-0 sigri Tigres á Chivas í mexíkönsku deildinni. Stoðsendinguna átti hin spænska Jenni Hermoso sem er þekkt fyrir að vera fórnarlamb kossins fræga í verðlaunaafhendingu HM. View this post on Instagram A post shared by SHE’S A BALLER! (@shesaballer) Það var eins og Ovalle hafi þarna sameinað alla erfiðustu aðferðirnar til að skora fótboltamark. Hefði þetta verið fimleikaæfing þá hefði erfiðleikastuðullinn líklegast sprengt alla skala. Ovalle skoraði nefnilega með því að taka boltann viðstöðulaust á lofti, með því að skjóta aftur fyrir sig og því að skora með hælnum. Þetta væri vanalega kallað sporðdrekaspark en hún snéri samt öfugt og tókst einhvern veginn að fleyta boltanum í fjærhornið með einhverskonar karatesparki. Það er ekkert skrýtið að mönnum skorti lýsingarorðin en hún sjálf talaði um að kalla þetta La gamba eða rækjuna. Þetta ótrúlega fótboltamark má sjá hér fyrir ofan og neðan frá tveimur sjónarhornum. Í báðum tilfellum þarf að fletta til að sjá markið. View this post on Instagram A post shared by SPORTbible (@sportbible)
Fótbolti Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Sport Fleiri fréttir Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Sjá meira