Fótbolti

FIFA dæmir þjálfara í lífstíðarbann fyrir kyn­ferðis­of­beldi gegn börnum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Kynferðisafbrotamaðurinn Patrick Assoumou Eyi.
Kynferðisafbrotamaðurinn Patrick Assoumou Eyi.

Gabonski fótboltaþjálfarinn Patrick Assoumou Eyi, sem er jafnan kallaður Capello, hefur verið dæmdur í lífstíðarbann af Alþjóða knattspyrnusambandinu, FIFA, fyrir að beita leikmenn sína kynferðisofbeldi.

Eyi játaði að hafa beitt leikmenn sína ofbeldi og nauðgað þeim eftir að the Guardian greindi frá brotum hans 2021.

FIFA setti Eyi í kjölfarið í bann og óháð siðanefnd hóf rannsókn á brotum hans. Í gær var svo staðfest að hann hefði verið dæmdur í lífstíðarbann. Hann þurfti einnig að greiða 878 þúsund punda sekt, sem samsvarar 155 milljónum íslenskra króna.

„Rannsóknin á herra Eyi hafði með kvartanir að minnsta kosti fjögurra leikmanna sem ásökuðu hann um kynferðislega misnotkun á milli 2006 og 2021. Mest af atvikunum voru þegar leikmennirnir voru börn,“ sagði í yfirlýsingu FIFA.

Rannsókn á forseta gabonska knattspyrnusambandsins, Pierre-Alain Mounguengui, stendur enn yfir en hann er sakaður um að hafa ekki greint frá brotum Eyis og annarra þjálfara.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×