Valsliðið hefur unnið þrjá fyrstu leiki sína í keppninni og skorað fjögur mörk eða fleiri í þeim öllum. Markatalan er 15-1 en liðið vann 6-0 sigur á Fram og 4-1 sigri á Fylki.
Fanndís Friðriksdóttir skoraði fyrsta markið í kvöld á 17. mínútu og Berglind Rós Ágústsdóttir bætti svo við tveimur mörkum yfir hálfleik en þau komu á 30. og 35. mínútu.
Staðan því 3-0 í hálfleik en Jasmín Erla Ingadóttir skoraði fjórða markið á 51. mínútu og Ísabella Sara Tryggvadóttir innsiglaði sigurinn úr vítaspyrnu á 82. mínútu.