Häcken vann þá 7-1 sigur á Vittsjö í fyrsta leik liðanna í riðlakeppni sænska bikarsins. Hver riðill er með fjögur lið þar sem efsta liðið tryggir sér sæti í undanúrslitunum.
Fanney Inga spilaði allan leikinn með Häcken en fékk á sig mark á 71. mínútu. Þá var staðan orðin 4-0 fyrir Häcken.
Staðan var 2-0 í hálfleik eftir mark frá Monicu Jusu Bah og sjálfsmark.
Matilda Nildén og Felicia Schröder komu Häcken í 4-0 og Nildén skoraði síðan sitt annað mark í leiknum og kom Häcken í 5-1.
Novalie Jensen og Alexandra Larsson skoruðu tvö síðustu mörkin í uppbótatíma.
Fanney Inga er á sínu fyrsta tímabili með Häcken en hún kom til liðsins frá Val.
Första tävlingsmatchen i år – nu kör vi 🐝
— BK Häcken (@bkhackenofcl) March 3, 2025
🎟️ Du köper dina biljetter på plats eller här: https://t.co/JTaf0Pl5v0#bkhäcken pic.twitter.com/ytsJax6lcJ