Fótbolti

Annað bikarævintýri hjá Júlíusi?

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Elfsborg keypti Júlíus Magnússon frá Fredrikstad í byrjun árs. Hann gerði fimm ára samning við sænska félagið.
Elfsborg keypti Júlíus Magnússon frá Fredrikstad í byrjun árs. Hann gerði fimm ára samning við sænska félagið. elfsborg

Júlíus Magnússon lék allan leikinn fyrir Elfsborg sem gerði 1-1 jafntefli við Brommapojkarna í lokaleik sínum í riðli 7 í sænsku bikarkeppninni í dag.

Elfsborg fékk sjö stig af níu mögulegum í riðlinum og vann hann. Liðið er því komið áfram í átta liða úrslit bikarkeppninnar.

Júlíus var fyrirliði Fredrikstad sem varð norskur bikarmeistari á síðasta tímabili og varð einnig tvisvar sinnum bikarmeistari með Víkingi hér heima. Hver veit nema hann verði bikarmeistari í þriðja landinu?

Hlynur Freyr Karlsson lék allan leikinn í miðri vörn Brommapojkarna sem fékk fimm stig og endaði í 2. sæti riðilsins.

Gottfried Rapp kom Elfsborg yfir á 9. mínútu en Love Arrhov jafnaði metin fyrir Brommapojkarna á 71. mínútu og þar við sat.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×