Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Hólmfríður Gísladóttir skrifar 28. febrúar 2025 10:46 Ólafur er langt í frá sáttur við skrif Viðskiptablaðsins og Morgunblaðsins. Vísir Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði, vandar Viðskiptablaðinu og Morgunblaðinu ekki kveðjurnar í pistli á Facebook. Sakar hann blöðin um lygar og kallar þau „falsfréttamiðla“. Ástæðan er nýleg „fjölmiðlarýni“ í Viðskiptablaðinu, þar sem Ólafur er sagður í nánasta ráðgjafaliði Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra og formanns Samfylkingarinnar, auk nafna hans Ragnars Grímssonar, fyrrverandi forseta, og Össurs Skarphéðinssonar, fyrrverandi utanríkisráðherra. Þremennirngarnir séu í daglegu tali kallaðir „öldungaráðið“ meðal „landgönguliða“ Samfylkingarinnar. „Sannleikurinn er sá að ég hef aldrei gefið henni ráð, enda hefur hún aldrei falast eftir mínum ráðum,“ segir Ólafur Þ. á Facebook og segir sér ekki lengur stætt að sitja þegjandi hjá. „Við höfum reyndar skipst á fáeinum kurteisisorðum - í eitt eða tvö skipti. Stjórnaði svo einu sinni fundi í Hörpu þar sem Kristrún, Þórdís Kolbrún, Lilja Alfreðsdóttir og Katrín Jakobsdóttir voru í pallborði.“ Hann segir hið meinta öldungaráð hreinan uppspuna, „lygi“, eins og hann segir beinum orðum; auðvitað hafi hann rætt við Ólaf og Össur en yfirleitt í sitthvoru lagi og aldrei um mál Kristrúnar. Ekki verið flokksbundinn í áratugi „Undanfarin ár hefur Morgunblaðið iðulega fullyrt að ég sé Samfylkingarmaður. Það er lygi. Ég er ekki flokksbundinn í Samfylkingunni og hef aldrei verið. Hef reyndar ekki verið flokksbundinn í neinum flokki í áratugi. Og ekki látið í ljós stuðning við neinn flokk,“ segir stjórnmálafræðingurinn. Hann hafi oft átt fróðalegar og skemmtilegar samræður við stjórnmálaleiðtoga en aðeins veitt þeim ráðgjöf um eitt; réttlátt kosningakerfi. „Ég hef verið beðinn um að tala um íslensk stjórnmál og stjórnmálafræði á fjölmörgum fundum í áratugi. Alltaf tekið því vel. Talað hjá flestum flokkum, m.a Sjálfstæðisflokki, Framsóknarflokki, Alþýðuflokki, Samfylkingu, Þjóðvaka, Vinstri grænum og Viðreisn. Oft talað undanfarið við Sósíalista á Samstöðinni. Flutti síðast erindi á flokksráðsfundi Vinstri grænna um síðustu helgi. - Auk þess talað oft á fundum í Rótarý og álíka klúbbum,“ segir Ólafur meðal annars. Hann hyggist halda áfram að sinna þessu hlutverki á eftirlaunaárunum. „Halda áfram að reyna að greina stjórnmálin á hlutlægan hátt. Segja frá vísindalegum niðurstöðum - og spekúlera. Tala á fundum þegar ég er beðinn. Tala við stjórnmálaforingja allra flokka í einkasamtölum þegar þeir vilja. Jafnvel gefa þeim ráð - ef einhverjir þeirra óska þess,“ segir hann og lætur nokkra broskarla fylgja. Fjölmiðlar Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fleiri fréttir „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Sjá meira
Ástæðan er nýleg „fjölmiðlarýni“ í Viðskiptablaðinu, þar sem Ólafur er sagður í nánasta ráðgjafaliði Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra og formanns Samfylkingarinnar, auk nafna hans Ragnars Grímssonar, fyrrverandi forseta, og Össurs Skarphéðinssonar, fyrrverandi utanríkisráðherra. Þremennirngarnir séu í daglegu tali kallaðir „öldungaráðið“ meðal „landgönguliða“ Samfylkingarinnar. „Sannleikurinn er sá að ég hef aldrei gefið henni ráð, enda hefur hún aldrei falast eftir mínum ráðum,“ segir Ólafur Þ. á Facebook og segir sér ekki lengur stætt að sitja þegjandi hjá. „Við höfum reyndar skipst á fáeinum kurteisisorðum - í eitt eða tvö skipti. Stjórnaði svo einu sinni fundi í Hörpu þar sem Kristrún, Þórdís Kolbrún, Lilja Alfreðsdóttir og Katrín Jakobsdóttir voru í pallborði.“ Hann segir hið meinta öldungaráð hreinan uppspuna, „lygi“, eins og hann segir beinum orðum; auðvitað hafi hann rætt við Ólaf og Össur en yfirleitt í sitthvoru lagi og aldrei um mál Kristrúnar. Ekki verið flokksbundinn í áratugi „Undanfarin ár hefur Morgunblaðið iðulega fullyrt að ég sé Samfylkingarmaður. Það er lygi. Ég er ekki flokksbundinn í Samfylkingunni og hef aldrei verið. Hef reyndar ekki verið flokksbundinn í neinum flokki í áratugi. Og ekki látið í ljós stuðning við neinn flokk,“ segir stjórnmálafræðingurinn. Hann hafi oft átt fróðalegar og skemmtilegar samræður við stjórnmálaleiðtoga en aðeins veitt þeim ráðgjöf um eitt; réttlátt kosningakerfi. „Ég hef verið beðinn um að tala um íslensk stjórnmál og stjórnmálafræði á fjölmörgum fundum í áratugi. Alltaf tekið því vel. Talað hjá flestum flokkum, m.a Sjálfstæðisflokki, Framsóknarflokki, Alþýðuflokki, Samfylkingu, Þjóðvaka, Vinstri grænum og Viðreisn. Oft talað undanfarið við Sósíalista á Samstöðinni. Flutti síðast erindi á flokksráðsfundi Vinstri grænna um síðustu helgi. - Auk þess talað oft á fundum í Rótarý og álíka klúbbum,“ segir Ólafur meðal annars. Hann hyggist halda áfram að sinna þessu hlutverki á eftirlaunaárunum. „Halda áfram að reyna að greina stjórnmálin á hlutlægan hátt. Segja frá vísindalegum niðurstöðum - og spekúlera. Tala á fundum þegar ég er beðinn. Tala við stjórnmálaforingja allra flokka í einkasamtölum þegar þeir vilja. Jafnvel gefa þeim ráð - ef einhverjir þeirra óska þess,“ segir hann og lætur nokkra broskarla fylgja.
Fjölmiðlar Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fleiri fréttir „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Sjá meira