Úrvalsdeild karla hefur verið með óbreyttu fyrirkomulagi í næstum því þrjátíu ár eða frá haustinu 1996. Tólf lið spila tvöfalda umferð, samtals 22 leiki.
Nú er lagt til að fjölga leikjum í deildinni en tvær mismunandi tillögur um slíkt liggja fyrir þinginu. Þetta má sjá í tillögum sem birtust á heimsíðu KKÍ.
Körfuknattleiksdeild Hattar er með tillögu um að setja það í hendur stjórnar KKÍ að fjölga leikjum í úrvalsdeild karla. Stjórnin myndi þá horfa til þess að hafa þrefalda umferð í úrvalsdeild karla sem þýðir 33 leikir fyrir úrslitakeppni.
Við þessa tillögu mun helmingur liða í úrvalsdeild spila sextán heimaleiki en hinn helmingurinn sautján. Þetta er því fjölgun um fjóra til fimm heimaleiki á lið.
Önnur tillaga kemur frá Körfuknattleiksdeild Stjörnunnar. Hún mælir með því að fjölga leikjum með því að skipta deildinni um eftir tvöfalda umferða alveg eins og er gert hjá konunum í dag.
Leikin skal tvöföld umferð þar sem allir mæta öllum. Þegar leikin hefur verið tvöföld umferð skal skipta deildinni upp í A deild, sem er skipuð sex efstu liðunum, og B deild sem er skipuð sex neðstu liðunum. Innan hvorrar deildar skal leikin tvöföld umferð.
Þetta myndi þýða að öll lið deildarinnar myndu spila 33 leiki í stað 22 í dag. Í tillögu Stjörnunnar myndu öll liðin spila 32 leiki og þar sem sextán heimaleiki.
Miðað við að það séu tvær tillögur um fjölgun leikja þá verður að teljast líklegt að önnur þeirra verði samþykkt.
Það mun aftur á móti reyna á mótastjóra KKÍ og yfirmenn íþróttahúsa landsins að koma öllum þessum nýju leikjum fyrir í húsunum.