Sport

Fékk egg í and­litið á blaða­manna­fundi: „Skítuga eggjakakan þín“

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Chris Eubank Jr hendir eggi í Conor Benn á blaðamannafundi þeirra í gær.
Chris Eubank Jr hendir eggi í Conor Benn á blaðamannafundi þeirra í gær. AP/Richard Sellers

Chris Eubank og Conor Benn eru að fara berjast í hnefaleikahringnum eftir rúman mánuð og það má segja að þeir hafi farið nýjar leiðir til að vekja athygli á bardaganum.

Hnefaleikabardagi þeirra verður haldinn á Tottenham Hotspur leikvanginum í apríl næstkomandi. Það verður öllu til tjaldað enda bardaginn haldinn á einum glæsilegasta leikvangi Englands.

Þeir félagar hittust á blaðamannafundi í gær til að kynna bardagann og Daily Mail segir frá því að þeir hafi staðið þar andstæðis hvorum öðrum.

Conor Benn sagði þá eitthvað við Chris Eubank sem brást illa við. Hann fór í vasann á jakkanum sínum og var þar með egg sem hann henti beint í andlitið á Benn.

„Conor, hvað borðaðir þú mörg egg til að falla á lyfjaprófinu? Skítuga eggjakakan þin,“ sagði Eubank.

Forsagan er að Benn féll á lyfjaprófi árið 2022. Hann hélt því þá fram að hann væri saklaus en hefði bara borðað of mikið af eggjum. Hann neitaði því reyndar seinna að það hafi verið ástæðan.

Þeir Eubank og Benn áttu að berjast fyrir tveimur árum en bardaganum var aflýst eftir að Benn féll á umræddu lyfjaprófi.

Eubank hélt áfram að stríða Benn á samfélagsmiðlum eftir blaðamannafundinn. Hann birti meðal annars mynd af Benn með egg á andlitinu og skrifaði undir „Eggcellent“.

Box



Fleiri fréttir

Sjá meira


×