Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 27. febrúar 2025 09:28 Þórdís Helgadóttir og Eiríkur Örn Norðdahl. Rithöfundarnir Eiríkur Örn Norðdahl og Þórdís Helgadóttir eru í hópi þeirra fjórtán höfunda sem hafa verið tilnefndir til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2025. Eiríkur er tilnefndur fyrir Náttúrulögmálin og Þórdís fyrir Armeló. Verðlaunin verða afhent á þingi Norðurlandaráðs í Stokkhólmi þann 28. október. Í tilkynningu á vef Norðurlandaráðs segir að þau fjórtán verk sem eru tilnefnd í ár gefa hinum fjölbreyttustu röddum rými. „Sumar raddanna eru nafngreindar, sumar nafnlausar, sumar eru sögulegar, sumar skáldaðar, sumar síbreytilegar, sumar einmana, sumar hugfangnar og aðrar skipreika. Þau fjórtán verk sem í ár eru tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs fjalla með mismunandi hætti um það að vera manneskja, að vera komin upp á náð og miskunn heimsins og möguleika og takmarkanir mannlegs eðlis,“ segir í tilkynningunni. Hér eru verkin sem tilnefnd eru til bókmenntaverðlaunanna í ár: Danmörk Madame Nielsen: Dødebogsblade, dagbókarskáldsaga, Forlaget Wunderbuch, 2024.Thomas Boberg: Insula, skáldsaga, Gyldendal, 2024. Finnland Anu Kaaja: Rusetti, skáldsaga, Kustantamo S&S, 2023.Milja Sarkola: Min psykiater, skáldsaga, Förlaget, 2024. Færeyjar Vónbjørt Vang: Svørt orkidé, ljóðabók, Forlaget Eksil, 2023. Grænland Lisathe Møller: Qaamarngup taartullu akisugunneri, skáldsaga, Lisathe Møller Fo… Noregur Johan Harstad: Under brosteinen, stranden! Skáldsaga, Gyldendal, 2024.Arne Lygre: I vårt sted, leikrit, Aschehoug forlag, 2024. Samíska málsvæðið Jalvvi Niillas Holmberg: Goatnelle, skáldsaga, DAT, 2024. Svíþjóð Lotta Lotass: Rubicon / Issos / Troja, ljóðabók, Ekphrasis förlag, 2024.Andrzej Tichý: Händelseboken, skáldsaga, Albert Bonniers förlag, 2024. Álandseyjum Carina Karlsson: Marconirummet, ljóðabók, Schildts & Söderströms, 2024. Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs hafa verið veitt frá árinu 1962 fyrir fagurbókmenntaverk sem samið er á einu af norrænu tungumálunum. Dómnefnd skipuð fulltrúum frá löndunum tilnefndi verk til verðlaunanna. Menning Bókmenntir Mest lesið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum Menning „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Terry Reid látinn Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Í tilkynningu á vef Norðurlandaráðs segir að þau fjórtán verk sem eru tilnefnd í ár gefa hinum fjölbreyttustu röddum rými. „Sumar raddanna eru nafngreindar, sumar nafnlausar, sumar eru sögulegar, sumar skáldaðar, sumar síbreytilegar, sumar einmana, sumar hugfangnar og aðrar skipreika. Þau fjórtán verk sem í ár eru tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs fjalla með mismunandi hætti um það að vera manneskja, að vera komin upp á náð og miskunn heimsins og möguleika og takmarkanir mannlegs eðlis,“ segir í tilkynningunni. Hér eru verkin sem tilnefnd eru til bókmenntaverðlaunanna í ár: Danmörk Madame Nielsen: Dødebogsblade, dagbókarskáldsaga, Forlaget Wunderbuch, 2024.Thomas Boberg: Insula, skáldsaga, Gyldendal, 2024. Finnland Anu Kaaja: Rusetti, skáldsaga, Kustantamo S&S, 2023.Milja Sarkola: Min psykiater, skáldsaga, Förlaget, 2024. Færeyjar Vónbjørt Vang: Svørt orkidé, ljóðabók, Forlaget Eksil, 2023. Grænland Lisathe Møller: Qaamarngup taartullu akisugunneri, skáldsaga, Lisathe Møller Fo… Noregur Johan Harstad: Under brosteinen, stranden! Skáldsaga, Gyldendal, 2024.Arne Lygre: I vårt sted, leikrit, Aschehoug forlag, 2024. Samíska málsvæðið Jalvvi Niillas Holmberg: Goatnelle, skáldsaga, DAT, 2024. Svíþjóð Lotta Lotass: Rubicon / Issos / Troja, ljóðabók, Ekphrasis förlag, 2024.Andrzej Tichý: Händelseboken, skáldsaga, Albert Bonniers förlag, 2024. Álandseyjum Carina Karlsson: Marconirummet, ljóðabók, Schildts & Söderströms, 2024. Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs hafa verið veitt frá árinu 1962 fyrir fagurbókmenntaverk sem samið er á einu af norrænu tungumálunum. Dómnefnd skipuð fulltrúum frá löndunum tilnefndi verk til verðlaunanna.
Menning Bókmenntir Mest lesið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum Menning „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Terry Reid látinn Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira