Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. febrúar 2025 09:32 Jack Grealish, leikmaður Manchester City, er einn af því sem hefur komið því í tísku að spila með litlar legghlífar. Getty/Visionhaus Það er skylda í fótbolta að spila með legghlífar en nýjasta æðið er að nota pínulitlar legghlífar til að fylgja þessari reglu. Norska knattspyrnusambandið ætlar að skera upp herör gegn slíku. Það leynir sér ekki að þessar litlu barnalegghlífar eru ekki mikil vörn gegn hörðum tæklingum andstæðinganna og því fylgir því aukin meiðslahætta að spila með slíkar skeljar. Það er hins vegar á ábyrgð leikmanna að mæta til leiks í réttum keppnisbúningi og svo gæti farið að dómarar neiti leikmönnum að fara inn á völlinn nema að þeir spili með legghlífar í fullri stærð. Norska ríkisútvarpið fjallar um þessa nýju herferð norska sambandsins. Fyrirsögnin á greininni hjá NRK:Skjámynd/NRK „Þessar eru mjög þægilegar og þessa vegna nota ég þær,“ sagði Joakim Nundal, leikmaður Sogndal, við NRK en hann er einn af þessum sem nota þessar barnalegghlífar. Hann er langt frá því að vera sá eini enda er þetta í tísku þökk sé leikmönnum eins og Jack Grealish hjá Manchester City og Trent Alexander-Arnold hjá Liverpool. Nundal er ekki í vafa að leikmenn horfa þangað. „Stóru stjörnurnar í boltanum eru að nota svona hlífar,“ sagði Nundal. „Þetta er ekki nægileg vörn. Sumir dómarar hafa sagt frá því að þeir hafi séð leikmenn með samanbrotin dagblöð inn á sokkunum í stað legghlífa. Þetta er vaxandi vandamál,“ sagði Jan Olav Knutsen hjá norska knattspyrnusambandinu. Leikmenn þrettán til sextán ára mega nota minnstu stærð af legghlífum, leikmenn sextán til nítján ára mega nota legghlífar sem eru frá miðstæð til fullorðinstærðar en leikmenn eldri en nítján ára eiga síðan að nota legghlífar í fullri stærð. Norska sambandið telur aukna meiðslahættu fylgja þessu og þá sé hætt við því að leikmenn verði af tryggingargreiðslum verði uppvísir að nota ekki fulla vörn. „Við reiknum með því að þeir leikmenn sem taka ekki legghlífar sínar alvarlega séu í meiri hættu á að meiðast heldur en þeir sem nota fulla vörn,“ sagði Knutsen. „Ég er ekki að plana það að skipta yfir í stærri legghlífar. Þeir hafa ekki verið svo harðir á þessun hingað til þannig að svo framarlega sem ég kemst upp með þetta þá er í fínu lagi að nota þessar litlu legghlífar,“ sagði Nundal. Fótbolti Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Sport Fleiri fréttir Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ Sjá meira
Það leynir sér ekki að þessar litlu barnalegghlífar eru ekki mikil vörn gegn hörðum tæklingum andstæðinganna og því fylgir því aukin meiðslahætta að spila með slíkar skeljar. Það er hins vegar á ábyrgð leikmanna að mæta til leiks í réttum keppnisbúningi og svo gæti farið að dómarar neiti leikmönnum að fara inn á völlinn nema að þeir spili með legghlífar í fullri stærð. Norska ríkisútvarpið fjallar um þessa nýju herferð norska sambandsins. Fyrirsögnin á greininni hjá NRK:Skjámynd/NRK „Þessar eru mjög þægilegar og þessa vegna nota ég þær,“ sagði Joakim Nundal, leikmaður Sogndal, við NRK en hann er einn af þessum sem nota þessar barnalegghlífar. Hann er langt frá því að vera sá eini enda er þetta í tísku þökk sé leikmönnum eins og Jack Grealish hjá Manchester City og Trent Alexander-Arnold hjá Liverpool. Nundal er ekki í vafa að leikmenn horfa þangað. „Stóru stjörnurnar í boltanum eru að nota svona hlífar,“ sagði Nundal. „Þetta er ekki nægileg vörn. Sumir dómarar hafa sagt frá því að þeir hafi séð leikmenn með samanbrotin dagblöð inn á sokkunum í stað legghlífa. Þetta er vaxandi vandamál,“ sagði Jan Olav Knutsen hjá norska knattspyrnusambandinu. Leikmenn þrettán til sextán ára mega nota minnstu stærð af legghlífum, leikmenn sextán til nítján ára mega nota legghlífar sem eru frá miðstæð til fullorðinstærðar en leikmenn eldri en nítján ára eiga síðan að nota legghlífar í fullri stærð. Norska sambandið telur aukna meiðslahættu fylgja þessu og þá sé hætt við því að leikmenn verði af tryggingargreiðslum verði uppvísir að nota ekki fulla vörn. „Við reiknum með því að þeir leikmenn sem taka ekki legghlífar sínar alvarlega séu í meiri hættu á að meiðast heldur en þeir sem nota fulla vörn,“ sagði Knutsen. „Ég er ekki að plana það að skipta yfir í stærri legghlífar. Þeir hafa ekki verið svo harðir á þessun hingað til þannig að svo framarlega sem ég kemst upp með þetta þá er í fínu lagi að nota þessar litlu legghlífar,“ sagði Nundal.
Fótbolti Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Sport Fleiri fréttir Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ Sjá meira