Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. febrúar 2025 10:30 Tony Wroten ásamt öðrum fyrrverandi leikmanni Philadelphia 76ers, sjálfum Dr. J, Julius Erving. getty/Ethan Miller Bandaríski körfuboltamaðurinn Tony Wroten hefur ekki enn gefið upp vonina að spila með Selfossi í 1. deildinni á þessu tímabili. Hann segist hafa myndað sterk tengsl við liðið og bæinn mánuðinn sem hann var hér á landi. Hann vonast til að mál hans leysist sem fyrst svo hann komist aftur til Íslands. Eins og Vísir fjallaði um fyrir helgi var Wroten meinað um dvalarleyfi hér á landi frá Útlendingastofnun vegna dóms sem hann fékk fyrir að taka þátt í svíkja fé út úr velferðarkerfi NBA fyrir nokkrum árum. Wroten var einn átján fyrrverandi leikmanna deildarinnar sem fékk dóm í svikamálinu. Hann játaði sök, fékk þriggja mánaða skilorðsbundinn dóm og þurfti að greiða sekt. Þrátt fyrir að dómurinn yfir Wroten hafi fallið 2022 kemur hann enn í veg fyrir að hann fái dvalarleyfi á Íslandi. Lögfræðingur Selfoss skilaði í síðustu viku inn rökstuðningi um að Wroten væri ekki hættulegur samfélaginu og Selfyssingar bíða enn svars við því útspili. „Mér finnst allt þetta mál skrítið. Ég hef spilað úti um allt í Evrópu og Suður-Ameríku og aldrei átt í vandræðum með að fá dvalarleyfi til að spila körfubolta. Ég meiddi engan og er góður gaur. Ég sé fyrir fjölskyldu minni með því að spila körfubolta og þar líður mér best,“ sagði Wroten í samtali við Vísi. Hann bíður í Washington, tilbúinn að stökkva til Íslands og klára tímabilið með Selfossi ef hann fær tækifæri til. Þótt leikmenn með ansi veglegar ferilskrár séu æ oftar farnir að reka á íslenskar körfuboltafjörur er Wroten líklega með þá flottustu sem hefur sést hér á landi. Hann lék 145 leiki í NBA en þeir hefðu eflaust orðið talsvert fleiri ef hann hefði ekki slitið krossband í hné í byrjun árs 2015. Hann var þá leikmaður Philadelphia 76ers og hafði skorað 16,9 stig að meðaltali í leik tímabilið 2014-15. Wroten í frákastabaráttu við Kevin Garnett.getty/Al Bello Þrátt fyrir tilkomumikla ferilskrá setur Wroten það ekki fyrir sig að spila í 1. deildinni á Íslandi, hvað þá með liði í botnbaráttu hennar. Selfyssingar höfðu fyrstir samband „Mér er í sannleika sagt alveg sama í hvaða deild ég er. Ég elska bara körfubolta og sagði umboðsmanninum mínum bara fyrstur kemur, fyrstur fær. Og Selfoss var fyrsta liðið sem hafði samband. Ég veit hvað ég get og ég elska íslenskan körfubolta, sérstaklega efstu deildina,“ sagði Wroten. „Þetta var sérstök staða og ég var klár í þessa áskorun. Ég vildi sýna liðum í efstu deild hvers ég er megnugur fyrir þau í framtíðinni.“ Enn einn af þeim bestu Wroten segir að hann sé enn í fullu fjöri þrátt fyrir að hafa slitið krossband í hné í þrígang á ferlinum. Wroten kastar sér upp í stúku til að bjarga bolta.getty/Mitchell Leff „Ég var í Suður-Ameríku fyrir þetta og í Grikklandi þar á undan. Ég er að koma til baka eftir meiðsli svo mér var sama hvar ég spilaði. Ég elska bara körfubolta. Ég mun sýna öllum í sterkustu deildunum að ég er enn einn af þeim bestu. Þeir munu sjá það,“ sagði Wroten sem viðurkennir að dómurinn sem hann fékk hafi sett stórt strik í reikning hans. Var eyðilagður „Þetta hafði mikil áhrif því ég ætlaði aftur í NBA en eftir að þetta gerðist var sá möguleiki úr sögunni og ég var eyðilagður. En þannig er lífið. Það snýst ekki um hvað gerist heldur hvernig þú tekst á við erfiðleika.“ Wroten kom hingað til lands í byrjun janúar og æfði með Selfossi í mánuð. Hann segist hafa notið sín vel þar. Hafði áhrif á Selfossi „Þessi mánuður var frábær. Ég elska Ísland og Selfoss. Og ég trúi því að þennan stutta tíma sem ég var þarna hafi ég breytt öllu liðinu, frá leikmönnum og þjálfara. Sýnt þeim hvað þarf til að vinna. Hvernig á að undirbúa sig og ekki vera sáttur með einn sigur heldur vilja meira. Þess vegna hlakka ég til og vonast til að komast aftur þangað svo við getum gert atlögu að úrslitakeppninni,“ sagði Wroten. Selfyssingar bera Wroten vel söguna.selfoss Hann kveðst bjartsýnn á að mál hans leysist og hann geti snúið aftur á Selfoss og klárað tímabilið með liðinu. Klæjar í fingurna að spila „Ég held að þetta verði leyst mjög fljótlega og ég fari aftur til Íslands og liðsfélaga minna og þá geti boltinn farið að rúlla. Samherjar, þjálfarar og stjórnarmenn hafa gert allt sem í þeirra valdi stendur til að hjálpa mér að komast aftur,“ sagði Wroten. „Ég held að Selfoss og allt Ísland sé tilbúið að sjá mig spila. Ég get ekki farið neitt án þess að vera beðinn um mynd og spurður hvenær ég geti spilað svo þeir geti komið á leik,“ bætti leikmaðurinn við. Wroten reynir að stöðva Ray Allen.getty/Mitchell Leff Selfoss er í ellefta og næstneðsta sæti 1. deildar með tíu stig. Aðeins tvö stig eru þó upp í 9. sætið sem gefur þátttökurétt í úrslitakeppninni. Fjórum umferðum er ólokið í 1. deildinni. Næsti leikur Selfoss er gegn Ármanni á heimavelli á föstudaginn. NBA Körfubolti UMF Selfoss Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Fleiri fréttir Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sjá meira
Eins og Vísir fjallaði um fyrir helgi var Wroten meinað um dvalarleyfi hér á landi frá Útlendingastofnun vegna dóms sem hann fékk fyrir að taka þátt í svíkja fé út úr velferðarkerfi NBA fyrir nokkrum árum. Wroten var einn átján fyrrverandi leikmanna deildarinnar sem fékk dóm í svikamálinu. Hann játaði sök, fékk þriggja mánaða skilorðsbundinn dóm og þurfti að greiða sekt. Þrátt fyrir að dómurinn yfir Wroten hafi fallið 2022 kemur hann enn í veg fyrir að hann fái dvalarleyfi á Íslandi. Lögfræðingur Selfoss skilaði í síðustu viku inn rökstuðningi um að Wroten væri ekki hættulegur samfélaginu og Selfyssingar bíða enn svars við því útspili. „Mér finnst allt þetta mál skrítið. Ég hef spilað úti um allt í Evrópu og Suður-Ameríku og aldrei átt í vandræðum með að fá dvalarleyfi til að spila körfubolta. Ég meiddi engan og er góður gaur. Ég sé fyrir fjölskyldu minni með því að spila körfubolta og þar líður mér best,“ sagði Wroten í samtali við Vísi. Hann bíður í Washington, tilbúinn að stökkva til Íslands og klára tímabilið með Selfossi ef hann fær tækifæri til. Þótt leikmenn með ansi veglegar ferilskrár séu æ oftar farnir að reka á íslenskar körfuboltafjörur er Wroten líklega með þá flottustu sem hefur sést hér á landi. Hann lék 145 leiki í NBA en þeir hefðu eflaust orðið talsvert fleiri ef hann hefði ekki slitið krossband í hné í byrjun árs 2015. Hann var þá leikmaður Philadelphia 76ers og hafði skorað 16,9 stig að meðaltali í leik tímabilið 2014-15. Wroten í frákastabaráttu við Kevin Garnett.getty/Al Bello Þrátt fyrir tilkomumikla ferilskrá setur Wroten það ekki fyrir sig að spila í 1. deildinni á Íslandi, hvað þá með liði í botnbaráttu hennar. Selfyssingar höfðu fyrstir samband „Mér er í sannleika sagt alveg sama í hvaða deild ég er. Ég elska bara körfubolta og sagði umboðsmanninum mínum bara fyrstur kemur, fyrstur fær. Og Selfoss var fyrsta liðið sem hafði samband. Ég veit hvað ég get og ég elska íslenskan körfubolta, sérstaklega efstu deildina,“ sagði Wroten. „Þetta var sérstök staða og ég var klár í þessa áskorun. Ég vildi sýna liðum í efstu deild hvers ég er megnugur fyrir þau í framtíðinni.“ Enn einn af þeim bestu Wroten segir að hann sé enn í fullu fjöri þrátt fyrir að hafa slitið krossband í hné í þrígang á ferlinum. Wroten kastar sér upp í stúku til að bjarga bolta.getty/Mitchell Leff „Ég var í Suður-Ameríku fyrir þetta og í Grikklandi þar á undan. Ég er að koma til baka eftir meiðsli svo mér var sama hvar ég spilaði. Ég elska bara körfubolta. Ég mun sýna öllum í sterkustu deildunum að ég er enn einn af þeim bestu. Þeir munu sjá það,“ sagði Wroten sem viðurkennir að dómurinn sem hann fékk hafi sett stórt strik í reikning hans. Var eyðilagður „Þetta hafði mikil áhrif því ég ætlaði aftur í NBA en eftir að þetta gerðist var sá möguleiki úr sögunni og ég var eyðilagður. En þannig er lífið. Það snýst ekki um hvað gerist heldur hvernig þú tekst á við erfiðleika.“ Wroten kom hingað til lands í byrjun janúar og æfði með Selfossi í mánuð. Hann segist hafa notið sín vel þar. Hafði áhrif á Selfossi „Þessi mánuður var frábær. Ég elska Ísland og Selfoss. Og ég trúi því að þennan stutta tíma sem ég var þarna hafi ég breytt öllu liðinu, frá leikmönnum og þjálfara. Sýnt þeim hvað þarf til að vinna. Hvernig á að undirbúa sig og ekki vera sáttur með einn sigur heldur vilja meira. Þess vegna hlakka ég til og vonast til að komast aftur þangað svo við getum gert atlögu að úrslitakeppninni,“ sagði Wroten. Selfyssingar bera Wroten vel söguna.selfoss Hann kveðst bjartsýnn á að mál hans leysist og hann geti snúið aftur á Selfoss og klárað tímabilið með liðinu. Klæjar í fingurna að spila „Ég held að þetta verði leyst mjög fljótlega og ég fari aftur til Íslands og liðsfélaga minna og þá geti boltinn farið að rúlla. Samherjar, þjálfarar og stjórnarmenn hafa gert allt sem í þeirra valdi stendur til að hjálpa mér að komast aftur,“ sagði Wroten. „Ég held að Selfoss og allt Ísland sé tilbúið að sjá mig spila. Ég get ekki farið neitt án þess að vera beðinn um mynd og spurður hvenær ég geti spilað svo þeir geti komið á leik,“ bætti leikmaðurinn við. Wroten reynir að stöðva Ray Allen.getty/Mitchell Leff Selfoss er í ellefta og næstneðsta sæti 1. deildar með tíu stig. Aðeins tvö stig eru þó upp í 9. sætið sem gefur þátttökurétt í úrslitakeppninni. Fjórum umferðum er ólokið í 1. deildinni. Næsti leikur Selfoss er gegn Ármanni á heimavelli á föstudaginn.
NBA Körfubolti UMF Selfoss Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Fleiri fréttir Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sjá meira