Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar 25. febrúar 2025 10:01 Íslenski fasteignamarkaðurinn hefur lengi verið áskorun fyrir þá sem dreymir um að eignast sín fyrstu íbúð. Miklar fjárhagslegar hindranir, háar kröfur um eigið fé og miklar lánaskuldbindingar hafa oftar en ekki komið í veg fyrir að fólk geti látið drauminn rætast. Háir vextir og verðbólga gera það að verkum að ungt fólk og þeir sem hafa ekki átt íbúð áður þurfa að sæta afar kjörum á óstöðugum leigumarkaði. Það þarf nýjar lausnir sem taka mið af íslenskum aðstæðum og skapa fólki raunhæfa möguleika að eignast íbúð. Innan verkalýðshreyfingarinnar hef ég talað fyrir lausn sem vert er að skoða nánar. Húsnæðismálin hafa verið eitt helsta baráttumálið mitt í framboði til formanns VR. Ég vil tryggja öllu félagsfólki VR, sérstaklega ungu fólki og þeim sem eru að stíga sín fyrstu skref á fasteignamarkaðnum, raunverulega leið til að eignast eigið heimili. Ég mun berjast fyrir að byggðar verði eignaíbúðir á hagkvæmu verði. Þetta byggir á hugmyndum norrænna húsnæðissamvinnufélaga þar sem hefð er fyrir að bjóða upp á nýjar og sveigjanlegar leiðir til að auðvelda fleirum að eignast eigin húsnæði. Húsnæðiskerfi sem gjörbreytir möguleikum fyrir fyrstu kaupendur Hugmyndin er einföld, þú kaupir frá 50% af íbúðinni. Seinna, ef það hentar þér og fjárhag þínum, geturðu aukið eignarhlut þinn – þar til þú átt alla eignina, en greiðir leigu fyrir þann hluta sem þú átt ekki í íbúðinni. Þetta þýðir að krafan um eigið fé er aðeins 10-15% af kaupverði þíns hluta – helmingi minni upphæð en í hefðbundnum fasteignakaupum. Þannig er hægt að byrja með minni fjárhagslegar skuldbindingar og smám saman auka eignarhlut eftir því sem fjárhagsstaða leyfir. Í stað þess að safna háum upphæðum og standast strangt og oft ósanngjarnt greiðslumat verður það auðveldara að eignast íbúð. Með þessar nýju lausn verður fasteignamarkaðurinn aðgengilegur fyrir fleiri og býður upp á tækifæri til að breyta draumi um að eignast húsnæði í veruleika. Innan verkalýðshreyfingarinnar er mikil þekking á að byggja hagkvæmar leiguíbúðir. Bjarg íbúðafélag tók nýlega að sér að byggja 36 leiguíbúðir. Þetta eru hagkvæmar íbúðir fyrir VR félaga. Byggingarkostnaður var töluvert lægri miðað við sambærilegar íbúðir. Þetta býður upp á þann möguleika að kaupa íbúð á 10-15% lægra verði en gengur og gerist á almennum markaði. Af hverju að velja þetta húsnæðiskerfi? Það þarf ekki að finna upp hjólið aftur heldur að nýta áratuga reynslu og nýta hugmyndir sem hafa reynst árangursríkar á Norðurlöndum hér á landi. Lægra eigið fé – Aðeins 10-15% af kaupverði þíns hluta. Sveigjanleg greiðsluáætlun – Greiðsla leigu fyrir þann hluta sem þú átt ekki. Getur eignast íbúðina smám saman – Þú getur aukið eignarhlut þegar þér hentar. Lægri byggingarkostnaður - lægra kaupverð – 10-15% lægra íbúðaverð en gengur á markaði. Leiðin að fyrsta heimilinu – Fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur Þetta nýja húsnæðiskerfi opnar dyrnar fyrir alla fyrstu kaupendur – bæði ungt fólk og þá sem hafa verið lengi á leigumarkaði eða ekki átt íbúð áður. Það býður upp á raunverulegar lausnir fyrir þá sem hafa átt erfitt með að safna nægu eigin fé og hafa fundið fyrir allt of hárri leigu og óstöðugleika á leigumarkaði. Ég hef ekki aðeins talað um lausnir í húsnæðismálum – ég hef komið þeim í framkvæmd. Með reynslu úr húsnæðisnefnd VR og ASÍ, í stjórn Bjargs íbúðafélags og störfum mínum að húsnæðismálum, veit ég hvað þarf til að koma raunverulegum lausnum í framkvæmd. Ég býð mig fram sem formann VR til að tryggja öllum félagsmönnum betri og raunhæfari möguleika á að eignast eigið heimili. Veljum framtíð með raunhæfum lausnum í húsnæðismálum – Veljum frambjóðanda með reynslu til að koma þeim í framkvæmd. Höfundur er frambjóðandi til formanns VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Formannskjör í VR 2025 Stéttarfélög Húsnæðismál Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Íslenski fasteignamarkaðurinn hefur lengi verið áskorun fyrir þá sem dreymir um að eignast sín fyrstu íbúð. Miklar fjárhagslegar hindranir, háar kröfur um eigið fé og miklar lánaskuldbindingar hafa oftar en ekki komið í veg fyrir að fólk geti látið drauminn rætast. Háir vextir og verðbólga gera það að verkum að ungt fólk og þeir sem hafa ekki átt íbúð áður þurfa að sæta afar kjörum á óstöðugum leigumarkaði. Það þarf nýjar lausnir sem taka mið af íslenskum aðstæðum og skapa fólki raunhæfa möguleika að eignast íbúð. Innan verkalýðshreyfingarinnar hef ég talað fyrir lausn sem vert er að skoða nánar. Húsnæðismálin hafa verið eitt helsta baráttumálið mitt í framboði til formanns VR. Ég vil tryggja öllu félagsfólki VR, sérstaklega ungu fólki og þeim sem eru að stíga sín fyrstu skref á fasteignamarkaðnum, raunverulega leið til að eignast eigið heimili. Ég mun berjast fyrir að byggðar verði eignaíbúðir á hagkvæmu verði. Þetta byggir á hugmyndum norrænna húsnæðissamvinnufélaga þar sem hefð er fyrir að bjóða upp á nýjar og sveigjanlegar leiðir til að auðvelda fleirum að eignast eigin húsnæði. Húsnæðiskerfi sem gjörbreytir möguleikum fyrir fyrstu kaupendur Hugmyndin er einföld, þú kaupir frá 50% af íbúðinni. Seinna, ef það hentar þér og fjárhag þínum, geturðu aukið eignarhlut þinn – þar til þú átt alla eignina, en greiðir leigu fyrir þann hluta sem þú átt ekki í íbúðinni. Þetta þýðir að krafan um eigið fé er aðeins 10-15% af kaupverði þíns hluta – helmingi minni upphæð en í hefðbundnum fasteignakaupum. Þannig er hægt að byrja með minni fjárhagslegar skuldbindingar og smám saman auka eignarhlut eftir því sem fjárhagsstaða leyfir. Í stað þess að safna háum upphæðum og standast strangt og oft ósanngjarnt greiðslumat verður það auðveldara að eignast íbúð. Með þessar nýju lausn verður fasteignamarkaðurinn aðgengilegur fyrir fleiri og býður upp á tækifæri til að breyta draumi um að eignast húsnæði í veruleika. Innan verkalýðshreyfingarinnar er mikil þekking á að byggja hagkvæmar leiguíbúðir. Bjarg íbúðafélag tók nýlega að sér að byggja 36 leiguíbúðir. Þetta eru hagkvæmar íbúðir fyrir VR félaga. Byggingarkostnaður var töluvert lægri miðað við sambærilegar íbúðir. Þetta býður upp á þann möguleika að kaupa íbúð á 10-15% lægra verði en gengur og gerist á almennum markaði. Af hverju að velja þetta húsnæðiskerfi? Það þarf ekki að finna upp hjólið aftur heldur að nýta áratuga reynslu og nýta hugmyndir sem hafa reynst árangursríkar á Norðurlöndum hér á landi. Lægra eigið fé – Aðeins 10-15% af kaupverði þíns hluta. Sveigjanleg greiðsluáætlun – Greiðsla leigu fyrir þann hluta sem þú átt ekki. Getur eignast íbúðina smám saman – Þú getur aukið eignarhlut þegar þér hentar. Lægri byggingarkostnaður - lægra kaupverð – 10-15% lægra íbúðaverð en gengur á markaði. Leiðin að fyrsta heimilinu – Fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur Þetta nýja húsnæðiskerfi opnar dyrnar fyrir alla fyrstu kaupendur – bæði ungt fólk og þá sem hafa verið lengi á leigumarkaði eða ekki átt íbúð áður. Það býður upp á raunverulegar lausnir fyrir þá sem hafa átt erfitt með að safna nægu eigin fé og hafa fundið fyrir allt of hárri leigu og óstöðugleika á leigumarkaði. Ég hef ekki aðeins talað um lausnir í húsnæðismálum – ég hef komið þeim í framkvæmd. Með reynslu úr húsnæðisnefnd VR og ASÍ, í stjórn Bjargs íbúðafélags og störfum mínum að húsnæðismálum, veit ég hvað þarf til að koma raunverulegum lausnum í framkvæmd. Ég býð mig fram sem formann VR til að tryggja öllum félagsmönnum betri og raunhæfari möguleika á að eignast eigið heimili. Veljum framtíð með raunhæfum lausnum í húsnæðismálum – Veljum frambjóðanda með reynslu til að koma þeim í framkvæmd. Höfundur er frambjóðandi til formanns VR.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar