Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. febrúar 2025 09:00 Tony Wroten skoraði 11,1 stig að meðaltali í 145 leikjum í NBA. Hann vonast því eftir því að geta hjálpað Selfossi í botnbaráttu 1. deildarinnar. getty/Mitchell Leff Körfuboltamaðurinn Tony Wroten, sem lék 145 leiki í NBA-deildinni á sínum tíma, hefur ekki enn fengið leyfi til að spila með Selfossi í 1. deildinni. Ástæðan er dómur sem hann fékk fyrir að taka þátt í stóru svikamáli vestanhafs. Lögfræðingur Selfoss vonast til að Útlendingastofnun sjái að sér. Nokkra athygli vakti þegar hinn 31 árs Wroten samdi við Selfoss í lok síðasta árs enda liðið í botnbaráttu 1. deildarinnar og hann með ferilskrá sem sést sjaldan hér á landi. Eftir að hafa spilað eitt ár með Washington háskólanum valdi Memphis Grizzlies Wroten með 25. valrétti í nýliðavali NBA 2012. Hann kom við sögu í 35 leikjum með liðinu á nýliðatímabilinu sínu en spilaði aðallega í þróunardeild NBA. Komst í sögubækur NBA Eftir tímabilið 2012-13 var Wroten skipt til Philadelphia 76ers og hann var á mála hjá félaginu til ársloka 2015. Á sínu fyrsta tímabili með Sixers skoraði Wroten 13,0 stig, tók 3,2 fráköst og gaf 3,0 stoðsendingar að meðaltali í leik. Hann var meðal annars fyrstur í NBA-sögunni til að afreka það að ná þrefaldri tvennu í sínum fyrsta leik í byrjunarliði í deildinni. Tímabilið 2014-15 lék Wroten þrjátíu leiki fyrir Sixers og skoraði í þeim að meðaltali 16,9 stig, tók 2,9 fráköst, gaf 5,2 stoðsendingar og stal boltanum 1,6 sinnum. Alls urðu NBA-leikir Wrotens 145 auk sex leikja með Memphis í úrslitakeppninni 2013. Eftir að NBA-ferlinum lauk hefur Wroten farið víða og spilað í Eistlandi, Póllandi, á Spáni, í Egyptalandi, Grikklandi, Úrúgvæ og loks samdi hann við Selfoss rétt fyrir jól í fyrra. En sem fyrr sagði hefur hann ekki enn spilað leik fyrir félagið. Gamlar syndir koma í veg fyrir það. Svikamálið Í október 2021 var Wroten einn átján fyrrverandi NBA-leikmanna sem voru handteknir fyrir að reyna að svíkja fé út úr velferðarkerfi deildarinnar. Þeir fölsuðu reikninga fyrir læknisþjónustu sem var aldrei innt af hendi. Upphæðirnar í svikamálinu námu um fjórum milljónum Bandaríkjadala. Svikamálið vakti mikla athygli en meðal þeirra sem voru handteknir má nefna varnarjaxlinn Tony Allen og Glen „Big Baby“ Davis. Þeir voru báðir í meistaraliði Boston Celtics 2008. Höfuðpaurinn í málinu, Terrence Williams, fékk tíu ára fangelsisdóm. Glen „Big Baby“ Davis var dæmdur í fjörutíu mánaða fangelsi fyrir aðkomu sína að svikamálinu.getty/Nick Laham Wroten játaði sök og fékk þriggja mánaða skilorðsbundinn dóm. Hann var mildaður sökum þess að Wroten dró ekki aðra leikmenn inn í svindlið. Hann þurfti þó að greiða væna sekt. „Hann kemur til landsins til að spila fyrir Selfoss og í desember er sótt um leyfi fyrir hann á grundvelli þess að hann sé íþróttamaður. En því var hafnað á þeim forsendum að hann hefði brotið gegn lögum er varða allt að sextán ára fangelsi á Íslandi,“ sagði Sverrir Sigurjónsson, lögmaður Selfyssinga, í samtali við Vísi. Ógn við land og þjóð? „Það ákvæði sem Útlendingastofnun byggir ákvörðunina á er heimildarákvæði en ekki skylduákvæði. Þetta er matsatriði í hvert skipti. Ógnar þetta landi og þjóð?“ Selfyssingar þurftu einmitt að skila inn rökstuðningi um að Wroten væri ekki hættulegur samfélaginu og gerðu það í fyrradag. Og nú bíða þeir svars. Wroten verst Kyrie Irving í leik Philadelphia 76ers gegn Cleveland Cavaliers í desember 2015.getty/Jason Miller „Þeir eru að taka ákvörðun og við vonum að þeim snúist hugur og sjái að það er svolítið gróft að meina honum á þessum grundvelli, sérstaklega þar sem við bentum á að með dvalarleyfisumsókninni þyrfti að fylgja með að hann sé sjúkratryggður. Og VÍS var tilbúið að veita honum sjúkratryggingar. Ef tryggingafélagið teldi hann tryggingasvikara myndi það varla vilja tryggja hann. Hann er ekki hættulegur almenningi, ekki ógn við þjóðina á nokkurn hátt,“ sagði Sverrir og bætti við að fyrir utan svikamálið væri sakaskrá Wrotens hrein. „Hann gekkst við þessu og hefur sýnt mikla iðrun. Það er ekki eins og þetta sé stórglæpamaður. Ég vona að þeir sjái ljósið.“ Beðið í Washington Wroten kom hingað til lands í byrjun árs, æfði með Selfossi og beið eftir dvalarleyfinu. Hann þurfti svo að fara heim til Washington en bíður þar núna, klár að stökkva til landsins ef Útlendingastofnun gefur honum grænt ljós. Wroten lék með Joventut Badalona á Spáni fyrri hluta árs 2020.getty/Davide Di Lalla „Það hitti svo á að hann missti fjölskyldumeðlim og þurfti að fara heim. Við sögðum að það væri best að hann biði þar meðan hann fengi af eða á í þessu. Hann er bara heima og spyr daglega hvað sé að frétta,“ sagði Bjarmi Skarphéðinsson, yfirþjálfari á Selfossi, við Vísi. Hann ber Wroten vel söguna og segir að hann hafi verið duglegur að gefa af sér meðan hann dvaldi hér á landi. Eyrun opnuðust „Við erum með ungan og óreyndan hóp og erum að keyra liðið okkar áttatíu prósent á átján ára strákum. Við fengum forsmekkinn þennan mánuð sem hann var hérna, að fá svona mann inn í hópinn. Hann er með mikla reynslu, hefur upplifað körfubolta á stærsta sviðinu og það hafði rosaleg áhrif á þessa stráka. Þegar hann talar opnast eyru. Inni í svona hóp reiðum við okkur á leiðtoga og hann er frábær leiðtogi. Hversu margir leikmenn geta sagt sögu af því að þeir hafi átt samtal við Kobe Bryant? Hann gaf Tony ráð þegar hann var ungur,“ sagði Bjarmi. Meiðsli hafa sett strik í reikning Wrotens. Hann hefur meðal annars slitið krossband í hné í þrígang.getty/Maddie Meyer „Það var ómetanlegt að hafa hann þennan mánuð hérna og hann breytti taktinum á æfingum. Og hann vill ennþá koma og klára tímabilið. Ef hann fær að spila einn leik spilar hann einn leik. Hann bíður bara í startholunum.“ Selfoss sækir Fjölni heim í 18. umferð 1. deildarinnar í kvöld. Selfyssingar eru í ellefta og næstneðsta sæti með tíu stig en bara tveimur stigum frá 9. sætinu sem gefur þátttökurétt í úrslitakeppninni. NBA Körfubolti UMF Selfoss Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Leik lokið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Í beinni: Aston Villa - Chelsea | Áhugaverður slagur á Villa Park Enski boltinn Fleiri fréttir Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Körfuboltinn vaknaður á Akranesi: Níu sigrar í röð og stefna á Bónus-deildina „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Íslensku Þórsararnir þurfa að stíga upp: „Maður þarf að finna meira fyrir þeim“ Sjá meira
Nokkra athygli vakti þegar hinn 31 árs Wroten samdi við Selfoss í lok síðasta árs enda liðið í botnbaráttu 1. deildarinnar og hann með ferilskrá sem sést sjaldan hér á landi. Eftir að hafa spilað eitt ár með Washington háskólanum valdi Memphis Grizzlies Wroten með 25. valrétti í nýliðavali NBA 2012. Hann kom við sögu í 35 leikjum með liðinu á nýliðatímabilinu sínu en spilaði aðallega í þróunardeild NBA. Komst í sögubækur NBA Eftir tímabilið 2012-13 var Wroten skipt til Philadelphia 76ers og hann var á mála hjá félaginu til ársloka 2015. Á sínu fyrsta tímabili með Sixers skoraði Wroten 13,0 stig, tók 3,2 fráköst og gaf 3,0 stoðsendingar að meðaltali í leik. Hann var meðal annars fyrstur í NBA-sögunni til að afreka það að ná þrefaldri tvennu í sínum fyrsta leik í byrjunarliði í deildinni. Tímabilið 2014-15 lék Wroten þrjátíu leiki fyrir Sixers og skoraði í þeim að meðaltali 16,9 stig, tók 2,9 fráköst, gaf 5,2 stoðsendingar og stal boltanum 1,6 sinnum. Alls urðu NBA-leikir Wrotens 145 auk sex leikja með Memphis í úrslitakeppninni 2013. Eftir að NBA-ferlinum lauk hefur Wroten farið víða og spilað í Eistlandi, Póllandi, á Spáni, í Egyptalandi, Grikklandi, Úrúgvæ og loks samdi hann við Selfoss rétt fyrir jól í fyrra. En sem fyrr sagði hefur hann ekki enn spilað leik fyrir félagið. Gamlar syndir koma í veg fyrir það. Svikamálið Í október 2021 var Wroten einn átján fyrrverandi NBA-leikmanna sem voru handteknir fyrir að reyna að svíkja fé út úr velferðarkerfi deildarinnar. Þeir fölsuðu reikninga fyrir læknisþjónustu sem var aldrei innt af hendi. Upphæðirnar í svikamálinu námu um fjórum milljónum Bandaríkjadala. Svikamálið vakti mikla athygli en meðal þeirra sem voru handteknir má nefna varnarjaxlinn Tony Allen og Glen „Big Baby“ Davis. Þeir voru báðir í meistaraliði Boston Celtics 2008. Höfuðpaurinn í málinu, Terrence Williams, fékk tíu ára fangelsisdóm. Glen „Big Baby“ Davis var dæmdur í fjörutíu mánaða fangelsi fyrir aðkomu sína að svikamálinu.getty/Nick Laham Wroten játaði sök og fékk þriggja mánaða skilorðsbundinn dóm. Hann var mildaður sökum þess að Wroten dró ekki aðra leikmenn inn í svindlið. Hann þurfti þó að greiða væna sekt. „Hann kemur til landsins til að spila fyrir Selfoss og í desember er sótt um leyfi fyrir hann á grundvelli þess að hann sé íþróttamaður. En því var hafnað á þeim forsendum að hann hefði brotið gegn lögum er varða allt að sextán ára fangelsi á Íslandi,“ sagði Sverrir Sigurjónsson, lögmaður Selfyssinga, í samtali við Vísi. Ógn við land og þjóð? „Það ákvæði sem Útlendingastofnun byggir ákvörðunina á er heimildarákvæði en ekki skylduákvæði. Þetta er matsatriði í hvert skipti. Ógnar þetta landi og þjóð?“ Selfyssingar þurftu einmitt að skila inn rökstuðningi um að Wroten væri ekki hættulegur samfélaginu og gerðu það í fyrradag. Og nú bíða þeir svars. Wroten verst Kyrie Irving í leik Philadelphia 76ers gegn Cleveland Cavaliers í desember 2015.getty/Jason Miller „Þeir eru að taka ákvörðun og við vonum að þeim snúist hugur og sjái að það er svolítið gróft að meina honum á þessum grundvelli, sérstaklega þar sem við bentum á að með dvalarleyfisumsókninni þyrfti að fylgja með að hann sé sjúkratryggður. Og VÍS var tilbúið að veita honum sjúkratryggingar. Ef tryggingafélagið teldi hann tryggingasvikara myndi það varla vilja tryggja hann. Hann er ekki hættulegur almenningi, ekki ógn við þjóðina á nokkurn hátt,“ sagði Sverrir og bætti við að fyrir utan svikamálið væri sakaskrá Wrotens hrein. „Hann gekkst við þessu og hefur sýnt mikla iðrun. Það er ekki eins og þetta sé stórglæpamaður. Ég vona að þeir sjái ljósið.“ Beðið í Washington Wroten kom hingað til lands í byrjun árs, æfði með Selfossi og beið eftir dvalarleyfinu. Hann þurfti svo að fara heim til Washington en bíður þar núna, klár að stökkva til landsins ef Útlendingastofnun gefur honum grænt ljós. Wroten lék með Joventut Badalona á Spáni fyrri hluta árs 2020.getty/Davide Di Lalla „Það hitti svo á að hann missti fjölskyldumeðlim og þurfti að fara heim. Við sögðum að það væri best að hann biði þar meðan hann fengi af eða á í þessu. Hann er bara heima og spyr daglega hvað sé að frétta,“ sagði Bjarmi Skarphéðinsson, yfirþjálfari á Selfossi, við Vísi. Hann ber Wroten vel söguna og segir að hann hafi verið duglegur að gefa af sér meðan hann dvaldi hér á landi. Eyrun opnuðust „Við erum með ungan og óreyndan hóp og erum að keyra liðið okkar áttatíu prósent á átján ára strákum. Við fengum forsmekkinn þennan mánuð sem hann var hérna, að fá svona mann inn í hópinn. Hann er með mikla reynslu, hefur upplifað körfubolta á stærsta sviðinu og það hafði rosaleg áhrif á þessa stráka. Þegar hann talar opnast eyru. Inni í svona hóp reiðum við okkur á leiðtoga og hann er frábær leiðtogi. Hversu margir leikmenn geta sagt sögu af því að þeir hafi átt samtal við Kobe Bryant? Hann gaf Tony ráð þegar hann var ungur,“ sagði Bjarmi. Meiðsli hafa sett strik í reikning Wrotens. Hann hefur meðal annars slitið krossband í hné í þrígang.getty/Maddie Meyer „Það var ómetanlegt að hafa hann þennan mánuð hérna og hann breytti taktinum á æfingum. Og hann vill ennþá koma og klára tímabilið. Ef hann fær að spila einn leik spilar hann einn leik. Hann bíður bara í startholunum.“ Selfoss sækir Fjölni heim í 18. umferð 1. deildarinnar í kvöld. Selfyssingar eru í ellefta og næstneðsta sæti með tíu stig en bara tveimur stigum frá 9. sætinu sem gefur þátttökurétt í úrslitakeppninni.
NBA Körfubolti UMF Selfoss Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Leik lokið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Í beinni: Aston Villa - Chelsea | Áhugaverður slagur á Villa Park Enski boltinn Fleiri fréttir Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Körfuboltinn vaknaður á Akranesi: Níu sigrar í röð og stefna á Bónus-deildina „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Íslensku Þórsararnir þurfa að stíga upp: „Maður þarf að finna meira fyrir þeim“ Sjá meira
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti