Lífið

Margt breyst í leiðsögu­ferðum á Breiða­merkur­jökli eftir bana­slysið

Stefán Árni Pálsson skrifar
Magnús hefur starfað sem leiðsögumaður á jökli í mörg ár.
Magnús hefur starfað sem leiðsögumaður á jökli í mörg ár.

Garpur Ingason Elísabetarson fór fyrir Ísland í dag og kannaði aðstæður í íshellunum í Breiðamerkurjökli, sem eru óumdeilanlega fallegir, en hvernig er öryggi ferðamanna tryggt á jöklunum eftir atburði síðasta sumars þegar ísbrú hrundi yfir ferðamenn á jöklinum?

En starfshópur sem var skipaður eftir banaslys á Breiðamerkurjökli síðasta sumar lagði til að auknar kröfur yrði gerðar um menntun og reynslu leiðsögumanna. Mörg fyrirtæki sem bjóða upp á jöklaferðir hafi ekki leiðsögumenn með nauðsynlega menntun.

Bandarískur karlmaður lést og ófrísk kona hans slasaðist þegar ís hrundi ofan á þau í svelg í Breiðamerkurjökli í ágúst á síðasta ári. Þau voru í ferð á vegum ferðaþjónustufyrirtækis sem markaðssetti svelginn sem íshelli.

Hann hitti leiðsögumann Local Guide, Magnús Bjarka Snæbjörnsson sem fór yfir hvernig ferlið við jökulinn er í dag. Hann segir að fyrirtækið sem hann starfar hjá hafi aldrei farið í jöklaferðir nema frá október til apríl á hverjum vetri.

„Eftir atburðina sem gerðust hér í haust hefur mikið breyst og núna eru komin upp fagráð og matshópar og við erum bara að reyna að bæta og bæta og gera hlutina eins örugga og við getum,“ segir Magnús og heldur áfram.

„Ef aðstæður eru ekki góðar, þá hættum við bara við ferðir og tökum ekki sénsinn,“ segir Magnús en hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni og hvernig staðan er á jöklinum í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.