Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Magnús Jochum Pálsson skrifar 18. febrúar 2025 09:40 Mordechai Brafman ók um Miami Beach og taldi sig hafa séð tvo Palestínubúa. Hann stoppaði bílinn, steig út og skaut sautján sinnum á bíl mannanna sem reyndust vera Ísraelar. Getty Maður frá Flórída hefur ákærður fyrir tvær tilraunir til manndráps eftir að hafa skotið á bíl með tveimur ísraelskum ferðamönnum um borð sem hann taldi vera Palestínubúa. Reuters fjalla um málið. Skotárásin áttir sér stað aðfaranótt sunnudags í borginni Miami Beach á hinum fjölfarna Alton-vegi sem er vinsæll meðal ferðamanna. Á vefsíðu lögregluyfirvalda í Miami-Dade-sýslu kemur fram að hinn grunaði heiti Mordechai Brafman og sé 27 ára hvítur karlmaður af gyðingaættum. Hann ku vera giftur og starfar sem pípulagningarmaður. Í lögregluskýrslu frá lögreglunni í Miami Beach kemur fram að Brafman hafi sagt við lögreglu að hann hafi verið að keyra trukkinn sinn þegar hann sá tvær manneskjur sem hann taldi vera Palestínubúa. Sagðist hann hafa stoppað, skotið á bílinn og drepið þá. Brafman skaut sautján sinnum á bíl mannanna áður en hann yfirgaf vettvang. Fórnarlömb skotárásarinnar lifðu hins vegar af. Annað þeirra fékk skot í öxlina og hitt var skotið í framhandlegginn. Mennirnir reyndust sömuleiðis ekki vera Palestínubúar heldur ísraelskir ferðamenn. „Drepum alla Araba“ Annar þeirra, Ari Rabey, ræddi við CBS News á mánudag og sagðist hafa verið á ferðalagi með föður sínum þegar skotið var á þá. „Búmm búmm búmm búmm. Ég var skotinn í öxlina. Ein kúlnanna fór rétt framhjá höfði föður míns,“ sagði Rabey við fjölmiðla gegnum frænda sinn sem túlkaði fyrir hann. Það sem flækir atvikið frekar er að eftir skotárásina skrifaði Rabey færslu á Facebook þar sem hann sagði þá feðga hafa lent í árás vegna andgyðinglegra viðhorfa. Þá klykkti hann út með orðunum „drepum alla Araba.“ Nihad Awad, framkvæmdastjóri Nefndar um amerísk-íslömsk samskipti (CAIR), hefur kallað eftir því Blafman verði ákærður fyrir hatursglæp í málinu. Þá hefur verið vakin athygli á því hve kaldhæðnislegt sé að bæði Blafman og Rabey, sem bæði hafa lýst sig fylgjandi málstað Ísraels, hefðu rasísk and-palestínsk viðhorf. Ironically, the victims were Israeli tourists. And right after being shot, they took to social media chanting 'Death to Arabs.' You can't make this up. This is the result of anti-Palestinian hate & indoctrination that sadly runs deep in Israel and pro-Israel communities in U.S. pic.twitter.com/y13D6aM96Y— Kashif Chaudhry (@KashifMD) February 17, 2025 Talsmenn mannréttindahópa segja hatur í gað múslima, Palestínubúa og gyðinga hafa aukist í Bandaríkjunum frá því að átök milli Ísraela og Palestínumanna stigmögnuðust eftir árás Hamas á Ísrael þann 7. október 2023. Skotárásir í Bandaríkjunum Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Sjá meira
Reuters fjalla um málið. Skotárásin áttir sér stað aðfaranótt sunnudags í borginni Miami Beach á hinum fjölfarna Alton-vegi sem er vinsæll meðal ferðamanna. Á vefsíðu lögregluyfirvalda í Miami-Dade-sýslu kemur fram að hinn grunaði heiti Mordechai Brafman og sé 27 ára hvítur karlmaður af gyðingaættum. Hann ku vera giftur og starfar sem pípulagningarmaður. Í lögregluskýrslu frá lögreglunni í Miami Beach kemur fram að Brafman hafi sagt við lögreglu að hann hafi verið að keyra trukkinn sinn þegar hann sá tvær manneskjur sem hann taldi vera Palestínubúa. Sagðist hann hafa stoppað, skotið á bílinn og drepið þá. Brafman skaut sautján sinnum á bíl mannanna áður en hann yfirgaf vettvang. Fórnarlömb skotárásarinnar lifðu hins vegar af. Annað þeirra fékk skot í öxlina og hitt var skotið í framhandlegginn. Mennirnir reyndust sömuleiðis ekki vera Palestínubúar heldur ísraelskir ferðamenn. „Drepum alla Araba“ Annar þeirra, Ari Rabey, ræddi við CBS News á mánudag og sagðist hafa verið á ferðalagi með föður sínum þegar skotið var á þá. „Búmm búmm búmm búmm. Ég var skotinn í öxlina. Ein kúlnanna fór rétt framhjá höfði föður míns,“ sagði Rabey við fjölmiðla gegnum frænda sinn sem túlkaði fyrir hann. Það sem flækir atvikið frekar er að eftir skotárásina skrifaði Rabey færslu á Facebook þar sem hann sagði þá feðga hafa lent í árás vegna andgyðinglegra viðhorfa. Þá klykkti hann út með orðunum „drepum alla Araba.“ Nihad Awad, framkvæmdastjóri Nefndar um amerísk-íslömsk samskipti (CAIR), hefur kallað eftir því Blafman verði ákærður fyrir hatursglæp í málinu. Þá hefur verið vakin athygli á því hve kaldhæðnislegt sé að bæði Blafman og Rabey, sem bæði hafa lýst sig fylgjandi málstað Ísraels, hefðu rasísk and-palestínsk viðhorf. Ironically, the victims were Israeli tourists. And right after being shot, they took to social media chanting 'Death to Arabs.' You can't make this up. This is the result of anti-Palestinian hate & indoctrination that sadly runs deep in Israel and pro-Israel communities in U.S. pic.twitter.com/y13D6aM96Y— Kashif Chaudhry (@KashifMD) February 17, 2025 Talsmenn mannréttindahópa segja hatur í gað múslima, Palestínubúa og gyðinga hafa aukist í Bandaríkjunum frá því að átök milli Ísraela og Palestínumanna stigmögnuðust eftir árás Hamas á Ísrael þann 7. október 2023.
Skotárásir í Bandaríkjunum Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Sjá meira