„Ég held að í fluginu heim muni ég fara að hágráta“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. febrúar 2025 09:01 Danijel Dejan Djuric faðmar liðsfélaga sína á æfingu Víkinga í gær eftir að hafa sagt þeim að hann færi á förum. @vikingurfc Danijel Dejan Djuric var staddur út í Grikklandi með Víkingsliðinu þegar það var staðfest að félagið hafði selt hann til króatíska félagsins NK Istra. Danijel hefur þar með spilað sinn síðasta leik fyrir Víkinga og tekur ekki þátt í leiknum á móti Panathinaikos í Sambandsdeildinni á fimmtudaginn. Sverrir Geirdal tók viðtal við Danijel Dejan fyrir miðla Víkinga og þar var farið yfir hvernig þetta allt saman bar að. Hann var þá að fara upp í flug eftir nokkra klukkutíma. Tilfinningarík stund „Það var tilfinningarík stund í dag þegar það var tilkynnt að þú værir að fara frá okkur Víkingum,“ sagði Sverrir Geirdal þegar hann hóf viðtalið. „Ég vissi þetta fyrir æfinguna því Sölvi [Geir Ottesen, þjálfari] sagði mér þetta. Síðan þurfti ég að segja strákunum. Tárin voru að fara að falla en ég hélt þeim inni. Ég held að í fluginu heim muni ég fara að hágráta. Það er bara þannig,“ sagði Danijel. „Þetta var bara svona tilfinningarússíbani. Ég hef aldrei lent í þessu svona og þetta var einhvern veginn nýtt fyrir mér. Ég fer bara að gráta upp í fluginu,“ sagði Danijel hlæjandi. View this post on Instagram A post shared by Knattspyrnufélagið Víkingur (@vikingurfc) Leyndi því ekki fyrir neinum Sverrir bendir á það að þetta var alltaf markmiðið hjá Danijel að komast aftur út í atvinnumennsku. „Það var bara þannig. Frá fyrsta degi sagði ég að ég vildi komast út og ég leyndi því ekki fyrir neinum. Ég sagði í öllum viðtölum að ég vildi fara út. Ég segi bara við fólk: Segið þetta eins oft og þið getið því þá mun þetta gerast. Það gerðist og þetta er komið,“ sagði Danijel. Það er samt erfitt fyrir hann að kveðja Víking. „Mér finnst þetta vera svo góðir strákar sem eru hérna hjá mér og þetta eru bara eins og bræður mínir eins og ég sagði eftir æfinguna. Þetta var tilfinningastund,“ sagði Danijel. Sverrir spurði Danijel um þessi þrjú ár hans hjá Víkingi. Hvernig var þetta búið að vera? Búið að vera bíómynd „Þetta er búið að vera bíómynd. Það er það eina sem ég myndi segja. Þetta er búið að vera svo mikið upp eða niður, hægri, vinstri og bara alls staðar. Persónan sem ég er, bara skemmtikraftur og hef gaman af þessu,“ sagði Danijel í léttum tón. „Tíminn er búinn að vera geggjaður og ég er ógeðslega þakklátur Víkingsfólkinu. Ég á ekki orð til að lýsa fólkinu sem stendur á bak við þennan klúbb. Þau tóku mig inn ekki búinn að gera neitt. Gáfu mér stærsta sviðið til að dansa. Ég tók það og á þeim ógeðslega mikið að þakka. Ástin hún er ólýsanleg,“ sagði Danijel. Hefur mikla trú á Sölva Hvernig sér hann Víkinga á þessu ári? „Ég held að þessi leikur eftir nokkra daga muni verða mjög góður. Þeir munu komast lengra í Evrópukeppninni og svo hef ég engar áhyggjur af þessu. Sölvi er með það mikið ‚presence' og veit það mikið um fótbolta. Staða Víkinga mun bara fara fram á við,“ sagði Danijel. „Ég er spenntur að fylgjast með í símanum og sjónvarpinu. Víkingar verða upp á toppnum næstu árin,“ sagði Danijel. Það má finna allt viðtalið hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Knattspyrnufélagið Víkingur (@vikingurfc) Besta deild karla Víkingur Reykjavík Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Íslenski boltinn „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Fleiri fréttir Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Sjá meira
Danijel hefur þar með spilað sinn síðasta leik fyrir Víkinga og tekur ekki þátt í leiknum á móti Panathinaikos í Sambandsdeildinni á fimmtudaginn. Sverrir Geirdal tók viðtal við Danijel Dejan fyrir miðla Víkinga og þar var farið yfir hvernig þetta allt saman bar að. Hann var þá að fara upp í flug eftir nokkra klukkutíma. Tilfinningarík stund „Það var tilfinningarík stund í dag þegar það var tilkynnt að þú værir að fara frá okkur Víkingum,“ sagði Sverrir Geirdal þegar hann hóf viðtalið. „Ég vissi þetta fyrir æfinguna því Sölvi [Geir Ottesen, þjálfari] sagði mér þetta. Síðan þurfti ég að segja strákunum. Tárin voru að fara að falla en ég hélt þeim inni. Ég held að í fluginu heim muni ég fara að hágráta. Það er bara þannig,“ sagði Danijel. „Þetta var bara svona tilfinningarússíbani. Ég hef aldrei lent í þessu svona og þetta var einhvern veginn nýtt fyrir mér. Ég fer bara að gráta upp í fluginu,“ sagði Danijel hlæjandi. View this post on Instagram A post shared by Knattspyrnufélagið Víkingur (@vikingurfc) Leyndi því ekki fyrir neinum Sverrir bendir á það að þetta var alltaf markmiðið hjá Danijel að komast aftur út í atvinnumennsku. „Það var bara þannig. Frá fyrsta degi sagði ég að ég vildi komast út og ég leyndi því ekki fyrir neinum. Ég sagði í öllum viðtölum að ég vildi fara út. Ég segi bara við fólk: Segið þetta eins oft og þið getið því þá mun þetta gerast. Það gerðist og þetta er komið,“ sagði Danijel. Það er samt erfitt fyrir hann að kveðja Víking. „Mér finnst þetta vera svo góðir strákar sem eru hérna hjá mér og þetta eru bara eins og bræður mínir eins og ég sagði eftir æfinguna. Þetta var tilfinningastund,“ sagði Danijel. Sverrir spurði Danijel um þessi þrjú ár hans hjá Víkingi. Hvernig var þetta búið að vera? Búið að vera bíómynd „Þetta er búið að vera bíómynd. Það er það eina sem ég myndi segja. Þetta er búið að vera svo mikið upp eða niður, hægri, vinstri og bara alls staðar. Persónan sem ég er, bara skemmtikraftur og hef gaman af þessu,“ sagði Danijel í léttum tón. „Tíminn er búinn að vera geggjaður og ég er ógeðslega þakklátur Víkingsfólkinu. Ég á ekki orð til að lýsa fólkinu sem stendur á bak við þennan klúbb. Þau tóku mig inn ekki búinn að gera neitt. Gáfu mér stærsta sviðið til að dansa. Ég tók það og á þeim ógeðslega mikið að þakka. Ástin hún er ólýsanleg,“ sagði Danijel. Hefur mikla trú á Sölva Hvernig sér hann Víkinga á þessu ári? „Ég held að þessi leikur eftir nokkra daga muni verða mjög góður. Þeir munu komast lengra í Evrópukeppninni og svo hef ég engar áhyggjur af þessu. Sölvi er með það mikið ‚presence' og veit það mikið um fótbolta. Staða Víkinga mun bara fara fram á við,“ sagði Danijel. „Ég er spenntur að fylgjast með í símanum og sjónvarpinu. Víkingar verða upp á toppnum næstu árin,“ sagði Danijel. Það má finna allt viðtalið hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Knattspyrnufélagið Víkingur (@vikingurfc)
Besta deild karla Víkingur Reykjavík Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Íslenski boltinn „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Fleiri fréttir Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Sjá meira