Hópsýking á þorrablóti í Brúarási Lovísa Arnardóttir skrifar 17. febrúar 2025 13:38 Smitrakning stendur yfir. Vísir/Pjetur Lára Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Austurlands, segir um 25 staðfest smit vegna matarsýkingar sem kom upp á þorrablóti í Brúarási í Múlaþingi. Heilbrigðiseftirlitið, HAUST, og Heilbrigðisstofnun Austurlands, HSA, vinna að smitrakningu. Búið er að taka sýni úr afgöngum. Um 260 manns sóttu þorrablótið samkvæmt upplýsingum frá Þorrablótsnefndinni. Lára segist því eiga von á því að fjölga smitaðra muni fjölga. Veikindin hafi gengið hratt yfir hjá flestum sem hafi smitast. Fyrst var fjallað um sýkinguna á vef Austurfrétta. „Þetta eru snörp veikindi. Yfirleitt niðurgangur. En flestir sem veiktust voru búin að jafna sig um hádegi í gær,“ segir Lára í samtali við fréttastofu. Hún segir að heilbrigðiseftirlitið hafi í gær getað tekið talsvert af sýnum úr afgöngum en að enn sé verið að vinna að því að greina þau. Þá muni heilbrigðiseftirlitið ræða við veitingamanninn sem sá um veitingarnar síðdegis í dag. Safna sýnum frá fólki Í tilkynningu á vef HSA kemur fram að unnið sé að smitrakningu en þau sem finna fyrir meltingarfærum einkennum beðin að tilkynna um það til embættis landlæknis. Lára segir HSA vinna að því að safna sýnum frá fólki líka. Stutt er síðan hópsýking kom upp í kjölfar tveggja þorrablóta í Ölfusi og Grímsnesi. Þar var ástæða sýkingar bakterían Bacillus cerus en ekki er vitað hvernig bakterían komst í matinn. Í tilkynningu MAST um smitin kom fram að handþvottaaðstaða var ófullnægjandi og að kælikeðja matvælanna rofnaði. Fréttin hefur verið leiðrétt. Fyrst stóð að 400 hefðu sótt blótið en það rétta er að 260 sóttu það. Leyfi var fyrir 400 manns en aðeins seldir 260 miðar. Leiðrétt klukkan 14:19 þann 17.2.2025. Múlaþing Þorrablót Þorramatur Heilbrigðiseftirlit Tengdar fréttir „Við hörmum þetta atvik og erum miður okkar” Árni Bergþór Hafdal Bjarnason veitingamaður og eigandi Veisluþjónustu Suðurlands segir miður að fjöldi gesta hafi veikst á þorrablótum í Ölfusi og Borg í Grímsnesi þar sem hann sá um veitingar. 14. febrúar 2025 11:02 Mögulega hafi bakterían komist af óþvegnum höndum í þorramatinn Sigrún Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Suðurlands, segir líklegast að veikindi 140 gesta tveggja þorrablóta á Suðurlandi líklega mega rekja til Bacillus Cereus bakteríu sem fannst í mat. Enn sé verið að greina sýni. Mögulega hafi bakterían komist af óþvegnum höndum í matinn. 13. febrúar 2025 23:00 Svína- og sviðasultan menguð af Bacillus cereus og E. coli Niðurstöður rannsókna á sýnum frá fólki og matvælum benda til þess að orsakavaldur hópsýkingar í tengslum við þorrablót í Grímsnesi og Þorlákshöfn geti verið svokallaður enteropathogenic E. coli (EPEC) og/eða Bacillus cereus bakteríur. 11. febrúar 2025 18:34 Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Góður fundur en fátt fast í hendi Erlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Fleiri fréttir Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Sjá meira
Um 260 manns sóttu þorrablótið samkvæmt upplýsingum frá Þorrablótsnefndinni. Lára segist því eiga von á því að fjölga smitaðra muni fjölga. Veikindin hafi gengið hratt yfir hjá flestum sem hafi smitast. Fyrst var fjallað um sýkinguna á vef Austurfrétta. „Þetta eru snörp veikindi. Yfirleitt niðurgangur. En flestir sem veiktust voru búin að jafna sig um hádegi í gær,“ segir Lára í samtali við fréttastofu. Hún segir að heilbrigðiseftirlitið hafi í gær getað tekið talsvert af sýnum úr afgöngum en að enn sé verið að vinna að því að greina þau. Þá muni heilbrigðiseftirlitið ræða við veitingamanninn sem sá um veitingarnar síðdegis í dag. Safna sýnum frá fólki Í tilkynningu á vef HSA kemur fram að unnið sé að smitrakningu en þau sem finna fyrir meltingarfærum einkennum beðin að tilkynna um það til embættis landlæknis. Lára segir HSA vinna að því að safna sýnum frá fólki líka. Stutt er síðan hópsýking kom upp í kjölfar tveggja þorrablóta í Ölfusi og Grímsnesi. Þar var ástæða sýkingar bakterían Bacillus cerus en ekki er vitað hvernig bakterían komst í matinn. Í tilkynningu MAST um smitin kom fram að handþvottaaðstaða var ófullnægjandi og að kælikeðja matvælanna rofnaði. Fréttin hefur verið leiðrétt. Fyrst stóð að 400 hefðu sótt blótið en það rétta er að 260 sóttu það. Leyfi var fyrir 400 manns en aðeins seldir 260 miðar. Leiðrétt klukkan 14:19 þann 17.2.2025.
Múlaþing Þorrablót Þorramatur Heilbrigðiseftirlit Tengdar fréttir „Við hörmum þetta atvik og erum miður okkar” Árni Bergþór Hafdal Bjarnason veitingamaður og eigandi Veisluþjónustu Suðurlands segir miður að fjöldi gesta hafi veikst á þorrablótum í Ölfusi og Borg í Grímsnesi þar sem hann sá um veitingar. 14. febrúar 2025 11:02 Mögulega hafi bakterían komist af óþvegnum höndum í þorramatinn Sigrún Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Suðurlands, segir líklegast að veikindi 140 gesta tveggja þorrablóta á Suðurlandi líklega mega rekja til Bacillus Cereus bakteríu sem fannst í mat. Enn sé verið að greina sýni. Mögulega hafi bakterían komist af óþvegnum höndum í matinn. 13. febrúar 2025 23:00 Svína- og sviðasultan menguð af Bacillus cereus og E. coli Niðurstöður rannsókna á sýnum frá fólki og matvælum benda til þess að orsakavaldur hópsýkingar í tengslum við þorrablót í Grímsnesi og Þorlákshöfn geti verið svokallaður enteropathogenic E. coli (EPEC) og/eða Bacillus cereus bakteríur. 11. febrúar 2025 18:34 Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Góður fundur en fátt fast í hendi Erlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Fleiri fréttir Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Sjá meira
„Við hörmum þetta atvik og erum miður okkar” Árni Bergþór Hafdal Bjarnason veitingamaður og eigandi Veisluþjónustu Suðurlands segir miður að fjöldi gesta hafi veikst á þorrablótum í Ölfusi og Borg í Grímsnesi þar sem hann sá um veitingar. 14. febrúar 2025 11:02
Mögulega hafi bakterían komist af óþvegnum höndum í þorramatinn Sigrún Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Suðurlands, segir líklegast að veikindi 140 gesta tveggja þorrablóta á Suðurlandi líklega mega rekja til Bacillus Cereus bakteríu sem fannst í mat. Enn sé verið að greina sýni. Mögulega hafi bakterían komist af óþvegnum höndum í matinn. 13. febrúar 2025 23:00
Svína- og sviðasultan menguð af Bacillus cereus og E. coli Niðurstöður rannsókna á sýnum frá fólki og matvælum benda til þess að orsakavaldur hópsýkingar í tengslum við þorrablót í Grímsnesi og Þorlákshöfn geti verið svokallaður enteropathogenic E. coli (EPEC) og/eða Bacillus cereus bakteríur. 11. febrúar 2025 18:34