„Erum ekkert að fara slaka á“ Stefán Marteinn skrifar 16. febrúar 2025 21:55 Emil Barja fer yfir málin með sínum konum. Vísir/Diego Haukar gerðu sér góða ferð suður með sjó þar sem þær mættu Keflavík í Blue höllinni í kvöld þegar Bónus deild kvenna fór aftur af stað. Haukar voru fyrir leikinn á toppi deildarinnar og gátu með sigri styrkt stöðu sína þar. Eftir mikinn baráttu leik sem varð mun meiri spenna í lokin stóðu Haukar uppi sem sigurvegarar með einu stigi 96-97. „Við gerðum þetta helvíti spennandi þarna í endan. Við vorum að tapa boltanum og þær voru auðvitað ekkert að gefast upp, þetta er eitt besta lið landsins og þær settu mikla pressu á okkur. Við fórum svolítið til baka en ég er ótrúlega ánægður með að við unnum þetta,“ sagði Emil Barja þjálfari Hauka eftir sigurinn í kvöld. Haukar voru heilt yfir betri aðilinn í kvöld og leiddu leikinn nokkuð þægilega fyrstu þrjá leikhluta en hleyptu leiknum svo upp í fjórða. „Þessi pressa sem þær settu á okkur. Þær fóru nær og þær fóru að slá yfir okkur og við urðum ótrúlega pirraðar að fá ekki villu, urðum eldrauðar úr reiði hérna og pirringur sem myndast. Þá fer smá „panic“ í gang en ég er samt ótrúlega ánægður með að við áttum fullt af stórum skotum og við kláruðum þetta og Lore virkilega góð þarna í endan á fjórða sem svona kannski klárar þetta fyrir okkur,“ sagði Emil. Haukar voru með frábæra skotnýtingu í kvöld sem lagði grunninn af góðum sigri í kvöld. Þær voru að skjóta 48% fyrir aftan þriggja stiga línuna. „Við erum með frábæra skotnýtingu. Við erum að láta boltann ganga mjög vel og erum að finna opin skot. Við erum að hlaupa kerfin vel og búa til fullt af opnum skotum og ef við erum að skora úr þessum opnu skotum þá er mjög erfitt að stoppa okkur,“ sagði Emil. Haukar bjó sér til fínt andrými á toppi deildarinnar en þær eru tveim sigrum frá næsta liði eftir úrslit kvöldins. „Ótrúlega mikilvægt. Við erum ekkert að fara slaka á og erum ekkert að horfa á töfluna akkúrat núna. Það eru nokkrir leikir eftir og markmiðið er að verða deildarmeistarar, það er okkar fyrsta markmið. Það er bara einn leikur í einu og við eigum Tindastól í næsta leik heima og við þurfum bara að fara undirbúa okkur strax fyrir þann leik,“ Frábær sigur hjá Haukum í kvöld og þær geta tekið ýmislegt gott með sér úr þessum leik inn í næstu verkefni. „Breiddin sem við höfum plús Diamond Battles sem var ekki með okkur líka. Ég var ótrúlega ánægður með stelpurnar sem komu af bekknum og hvernig þær eru að koma inn. Þær eru að styrkja okkur. Það sem ég tek úr úr þessu er að við erum með hörku lið og fullt af góðum leikmönnum, bætum við einum öðrum leikmanni [Diamond Battles sem var ekki með í kvöld] og þá held ég að það verði erfitt að stoppa okkur,“ sagði Emil Barja. Körfubolti Bónus-deild kvenna Haukar Mest lesið „Helmingurinn af liðinu voru veikir“ Körfubolti „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Enski boltinn Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Körfubolti Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Körfubolti Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Fótbolti Nýi páfinn er mikill íþróttaáhugamaður Sport „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Enski boltinn Lést á leiðinni á æfingu Sport Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Fótbolti Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Körfubolti Fleiri fréttir „Helmingurinn af liðinu voru veikir“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn Sjá meira
„Við gerðum þetta helvíti spennandi þarna í endan. Við vorum að tapa boltanum og þær voru auðvitað ekkert að gefast upp, þetta er eitt besta lið landsins og þær settu mikla pressu á okkur. Við fórum svolítið til baka en ég er ótrúlega ánægður með að við unnum þetta,“ sagði Emil Barja þjálfari Hauka eftir sigurinn í kvöld. Haukar voru heilt yfir betri aðilinn í kvöld og leiddu leikinn nokkuð þægilega fyrstu þrjá leikhluta en hleyptu leiknum svo upp í fjórða. „Þessi pressa sem þær settu á okkur. Þær fóru nær og þær fóru að slá yfir okkur og við urðum ótrúlega pirraðar að fá ekki villu, urðum eldrauðar úr reiði hérna og pirringur sem myndast. Þá fer smá „panic“ í gang en ég er samt ótrúlega ánægður með að við áttum fullt af stórum skotum og við kláruðum þetta og Lore virkilega góð þarna í endan á fjórða sem svona kannski klárar þetta fyrir okkur,“ sagði Emil. Haukar voru með frábæra skotnýtingu í kvöld sem lagði grunninn af góðum sigri í kvöld. Þær voru að skjóta 48% fyrir aftan þriggja stiga línuna. „Við erum með frábæra skotnýtingu. Við erum að láta boltann ganga mjög vel og erum að finna opin skot. Við erum að hlaupa kerfin vel og búa til fullt af opnum skotum og ef við erum að skora úr þessum opnu skotum þá er mjög erfitt að stoppa okkur,“ sagði Emil. Haukar bjó sér til fínt andrými á toppi deildarinnar en þær eru tveim sigrum frá næsta liði eftir úrslit kvöldins. „Ótrúlega mikilvægt. Við erum ekkert að fara slaka á og erum ekkert að horfa á töfluna akkúrat núna. Það eru nokkrir leikir eftir og markmiðið er að verða deildarmeistarar, það er okkar fyrsta markmið. Það er bara einn leikur í einu og við eigum Tindastól í næsta leik heima og við þurfum bara að fara undirbúa okkur strax fyrir þann leik,“ Frábær sigur hjá Haukum í kvöld og þær geta tekið ýmislegt gott með sér úr þessum leik inn í næstu verkefni. „Breiddin sem við höfum plús Diamond Battles sem var ekki með okkur líka. Ég var ótrúlega ánægður með stelpurnar sem komu af bekknum og hvernig þær eru að koma inn. Þær eru að styrkja okkur. Það sem ég tek úr úr þessu er að við erum með hörku lið og fullt af góðum leikmönnum, bætum við einum öðrum leikmanni [Diamond Battles sem var ekki með í kvöld] og þá held ég að það verði erfitt að stoppa okkur,“ sagði Emil Barja.
Körfubolti Bónus-deild kvenna Haukar Mest lesið „Helmingurinn af liðinu voru veikir“ Körfubolti „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Enski boltinn Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Körfubolti Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Körfubolti Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Fótbolti Nýi páfinn er mikill íþróttaáhugamaður Sport „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Enski boltinn Lést á leiðinni á æfingu Sport Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Fótbolti Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Körfubolti Fleiri fréttir „Helmingurinn af liðinu voru veikir“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn Sjá meira