Lífið

Barna­barn Helgu Steffensen blæs lífi í Brúðubílinn

Bjarki Sigurðsson skrifar
Hörður Bent Steffensen ætlar að hefja sýningar með Brúðubílnum á ný.
Hörður Bent Steffensen ætlar að hefja sýningar með Brúðubílnum á ný. Vísir/Bjarki

Barnabarn Helgu Steffensen ætlar að endurvekja Brúðubílinn eftir fimm ára dvala leikhússins. Það er allt til reiðu hjá brúðuleikhússtjóranum, það vantar aðeins eitt, sjálfan bílinn.

Brúðubíllinn kom fyrst á sjónarsviðið 1976 og stjórnaði Helga Steffensen honum lengst af. Árið 2020 sagði Helga þetta gott og verk Brúðubílsins ekki verið sýnd síðan þá.

En eftir fimm ár í dvala er komið að kynslóðaskiptum. Hörður Bent Steffensen, barnabarn Helgu, ætlar að endurvekja leikhúsið.

„Mér finnst svo mikilvægt að börnin í dag, og þessi nýja kynslóð, fái að upplifa Brúðubílinn aftur. Þannig ég ætla að fara af fullum krafti í að koma þessu aftur af stað,“ segir Hörður.

Allar helstu persónur Brúðubílsins snúa að sjálfsögðu aftur, þar á meðal Svarti svalur, Blái refur og auðvitað Lilli api. Eitt snýr þó ekki aftur, og það er bíllinn sem notast var við en hann er orðinn of gamall. Hörður leitar nú nýs bíls.  

„Öll verkin eru til, allar brúður, leikmynd og allt til alls. Nema bíllinn sjálfur,“ segir Hörður. 

Hann segir ömmu sína afar stolta af þessu framtaki. Hún rak leikhúsið með aðstoð Reykjavíkurborgar en Hörður stefnir á að gera allt sjálfur.

„Við þurfum fyrst og fremst að fá bíl. Þannig um leið og hann er kominn getur boltinn heldur betur farið að rúlla,“ segir Hörður. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.