Innlent

Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengi­sandi

Samúel Karl Ólason skrifar
Sprengisandur hefst klukkan 10. Kristján Kristjánsson stýrir þættinum að venju.
Sprengisandur hefst klukkan 10. Kristján Kristjánsson stýrir þættinum að venju.

Sprengisandur er á sínum stað klukkan 10 þar sem Kristján Kristjánsson þáttastjórnandi ræðir samfélagsmálin við góða gesti.

Vilhjálmur Egilsson, fyrrverandi alþingismaður, er fyrsti gestur Kristjáns í dag. Hann ætlar að ræða nýja bók sína sem heitir Vegferð til farsældar og gera greina fyrir hugmyndum sínum, hugmyndafræði og stefnum og straumum í stjórnmálunum.

Þá ræðir Kristján við Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor við Háskólann á Akureyri um alþjóðamálin, öryggismál Evrópu og uppnám sem ný ríkisstjórn í Bandaríkjunum hefur valdið í evrópskum stjórnmálum undanfarna daga og vikur.

Hildur Björnsdóttir, leiðtogi Sjálfstæðismanna í Reykjavík, mun því næst mæta til Kristjáns og ræða stöðuna í borginni. Hún mun einnig ræða ástæðurnar fyrir því að hennar flokki er ítrekað haldið frá þátttöku í meirihlutaviðræðum.

Síðasti gestur Kristjáns verður Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, sem ætlar að ræða sívaxandi innviðaskuld Íslands. Hún var talin rúmir fjögur hundruð milljarðar króna fyrir fjórum árum og er nú að nálgast sjö hundruð milljarða.

Hægt er að fylgjast með þættinum í spilaranum hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×