Fótbolti

Sjáðu mark Emilíu og lætin í kjöl­farið

Sindri Sverrisson skrifar
Emilía Kiær Ásgeirsdóttir skorar hér markið sitt gegn Turbine Potsdam í gær.
Emilía Kiær Ásgeirsdóttir skorar hér markið sitt gegn Turbine Potsdam í gær. rbleipzig.com

Íslenska landsliðskonan Emilía Kiær Ásgeirsdóttir hefur átt draumabyrjun með RB Leipzig í efstu deild Þýskalands í fótbolta, eftir komuna frá Nordsjælland um áramótin. Markið sem hún skoraði í gær má nú sjá á Vísi.

Leipzig var óvænt 1-0 undir í hálfleik gegn botnliði Potsdam í gær en Emilía jafnaði metin á 56. mínútu þegar boltinn féll til hennar í teignum og var hún fljót að átta sig og sparkaði í netið. Nokkur læti urðu eftir markið.

Leipzig-konur vildu nefnilega flýta sér að ná í boltann og taka miðju, til að geta komist yfir í leiknum, en markvörður Potsdam reyndi að koma í veg fyrir það með því að halda boltanum. Var markverðinum meðal annars hrint og tók dómarinn sér góðan tíma í að ákveða hvað gera skyldi.

Klippa: Mark Emilíu og lætin í kjölfarið

Að lokum dæmdi dómarinn þó bara mark, enda var ekki að sjá neitt brot í aðdraganda þess að Emilía fékk boltann, en athygli vakti að enginn skyldi fá að líta gula spjaldið vegna þeirra ryskinga sem urðu í kjölfar marksins.

Markið og lætin má sjá í spilaranum hér að ofan en leikurinn var í beinni útsendingu á Viaplay.

Eins og fyrr segir hefur Emilía nú skorað í fyrstu tveimur byrjunarliðsleikjum sínum, geng Potsdam og Werder Bremen. Svo merkilega vill til að bæði mörkin skoraði Emilía á sömu mínútu, eða 56. mínútu, og báðir leikirnir fóru 4-1 fyrir Leipzig.

Eins og fyrr segir hefur Emilía nú skorað í Leipzig er nú með 25 stig í 5. sæti deildarinnar en nær ekki alveg að blanda sér í fjögurra liða titilbaráttuna þar fyrir ofan. Leverkusen er í 4. sæti með 30 stig, Wolfsburg með 32 og Frankfurt og Bayern með 35 stig, og eiga þessi fjögur lið leik til góða núna um helgina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×