David Moyes finnur til með Arne Slot Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. febrúar 2025 18:00 David Moyes og Arne Slot á hliðarlínunni í leik Everton og Liverpool á Goodison Park í vikunni. Getty/Robbie Jay Barratt David Moyes, knattspyrnustjóri Everton, vorkennir kollega sínum Arne Slot hjá Liverpool eftir að sá hollenski fékk að líta rauða spjaldið í lok borgarslags Everton og Liverpool á miðvikudagskvöldið. Michael Oliver dómari sýndi Slot enga miskunn eftir að Slot sagði eitthvað við hann þegar hann tók í hönd hans og þakkaði fyrir leikinn. Bæði Slot og aðstoðarmaður hans fengu rauða spjaldið. Liverpool fékk á sig jöfnunarmark á áttundu mínútu í uppbótatíma og svekkelsið var mikið. Það voru líka mikil læti eftir leik og tveir leikmenn fóru að slást. Abdoulaye Doucouré var fórnarlamb kynþáttaníðs sem bæði félögin fordæmdu eftir leikinn. Liverpool maðurinn Curtis Jones var mjög ósáttur með það að Doucouré fagnaði sigri fyrir framan stuðningsmenn Liverpool. Þeir slógust og fengu síðan báðir rautt spjald. „Það er í fínu lagi með Doucouré. Ég var vonsvikinn með að hann var rekinn af velli. Félagið mun skoða það betur. Þetta var tilfinningaríkt kvöld og allir tóku þátt í því,“ sagði David Moyes. ESPN segir frá. „Við vorum að spila á móti virkilega góðu Liverpool liði, líklega besta liði Evrópu, og við urðum því að skila okkar bestu frammistöðu,“ sagði Moyes. „Ég finn samt til með Arne Slot því ég þekki svona frá því að ég var ungur stjóri. Ég lenti oft í svona þegar ég var yngri. Það segir mér að þetta skipti hann miklu máli og að hann vilji berjast fyrir leikmenn sína og félagið,“ sagði Moyes. Hann hefur vit á því að æða ekki í átt að dómaranum eftir svekkjandi úrslit. „Ég var svekktur með Doucouré af því að hann spilaði svo vel í leiknum og stóð sig svo vel fyrir liðið. Hann myndi ekki gera þetta ef hann gæti valið um það núna. Það breytir ekki því að fólk hefur ekki leyfi til að svívirða þig. Ef það er raunin þá er það kolrangt,“ sagði Moyes. Slot ræddi rauða spjaldið á blaðamannafundi sínum og baðst afsökunar á hegðun sinni. Hann sagði að tilfinningarnar hefðu hlaupið með hann í gönur. David Moyes has sympathised with Arne Slot after the #LFC boss was sent off in a chaotic end to the Merseyside derby.#BBCFootball pic.twitter.com/tr21JalfvA— Match of the Day (@BBCMOTD) February 14, 2025 Enski boltinn Mest lesið Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Körfubolti Fleiri fréttir Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Hörð keppni um Delap í sumar Onana ekki með gegn Newcastle „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Sjá meira
Michael Oliver dómari sýndi Slot enga miskunn eftir að Slot sagði eitthvað við hann þegar hann tók í hönd hans og þakkaði fyrir leikinn. Bæði Slot og aðstoðarmaður hans fengu rauða spjaldið. Liverpool fékk á sig jöfnunarmark á áttundu mínútu í uppbótatíma og svekkelsið var mikið. Það voru líka mikil læti eftir leik og tveir leikmenn fóru að slást. Abdoulaye Doucouré var fórnarlamb kynþáttaníðs sem bæði félögin fordæmdu eftir leikinn. Liverpool maðurinn Curtis Jones var mjög ósáttur með það að Doucouré fagnaði sigri fyrir framan stuðningsmenn Liverpool. Þeir slógust og fengu síðan báðir rautt spjald. „Það er í fínu lagi með Doucouré. Ég var vonsvikinn með að hann var rekinn af velli. Félagið mun skoða það betur. Þetta var tilfinningaríkt kvöld og allir tóku þátt í því,“ sagði David Moyes. ESPN segir frá. „Við vorum að spila á móti virkilega góðu Liverpool liði, líklega besta liði Evrópu, og við urðum því að skila okkar bestu frammistöðu,“ sagði Moyes. „Ég finn samt til með Arne Slot því ég þekki svona frá því að ég var ungur stjóri. Ég lenti oft í svona þegar ég var yngri. Það segir mér að þetta skipti hann miklu máli og að hann vilji berjast fyrir leikmenn sína og félagið,“ sagði Moyes. Hann hefur vit á því að æða ekki í átt að dómaranum eftir svekkjandi úrslit. „Ég var svekktur með Doucouré af því að hann spilaði svo vel í leiknum og stóð sig svo vel fyrir liðið. Hann myndi ekki gera þetta ef hann gæti valið um það núna. Það breytir ekki því að fólk hefur ekki leyfi til að svívirða þig. Ef það er raunin þá er það kolrangt,“ sagði Moyes. Slot ræddi rauða spjaldið á blaðamannafundi sínum og baðst afsökunar á hegðun sinni. Hann sagði að tilfinningarnar hefðu hlaupið með hann í gönur. David Moyes has sympathised with Arne Slot after the #LFC boss was sent off in a chaotic end to the Merseyside derby.#BBCFootball pic.twitter.com/tr21JalfvA— Match of the Day (@BBCMOTD) February 14, 2025
Enski boltinn Mest lesið Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Körfubolti Fleiri fréttir Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Hörð keppni um Delap í sumar Onana ekki með gegn Newcastle „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Sjá meira