Fótbolti

Orri byrjaði, skoraði ekki en fagnaði sigri

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Orri Steinn Óskarsson fékk tækifæri í byrjunarliði Real Sociedad í kvöld.
Orri Steinn Óskarsson fékk tækifæri í byrjunarliði Real Sociedad í kvöld. Getty/Ricardo Larreina

Orri Steinn Óskarsson og félagar í Real Sociedad eru í fínum málum eftir fyrri leik sinn í umspili um sæti í sextán liða úrslitum Evrópudeildarinnar.

Real Sociedad mætti til Danmerkur í kvöld og vann 2-1 útisigur á Midtjylland. Seinni leikurinn er síðan spilaður á Spáni í næstu viku.

Orri Steinn var í byrjunarliði Real Sociedad í kvöld en fór af velli á 73. mínútu.

Brais Méndez kom Sociedad í 1-0 á 11. mínútu með marki úr vítaspyrnu og Takefusa Kubo bætti við öðru makri á 31. mínútu eftir stoðsendingu frá Brais Méndez.

Adam Buksa minnkaði muninn sjö mínútum fyrir hálfleik og hvorugu liðinu tókst síðan að bæta við mörkum það sem eftir lifði leiks.

Orri fór af velli fyrir spænska landsliðsmanninn Mikel Oyarzabal. Orri náði einu skoti í leiknum og snerti boltann 26 sinnum þar af þrisvar í vítateig mótherjanna. Skottilraun hans fékk 0,06 í xG.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×