Græn borg Auður Elva Kjartansdóttir skrifar 13. febrúar 2025 19:03 Þrjú stór tré við heimilið eða dvalarstað, þrjátíu prósent laufþekja í hverju hverfi og aldrei meira en þrjú hundruð metrar í næsta græna svæði. 3-30-300 þumalputtareglan gæti verið uppskrift að betra borgarumhverfi. Það var bæði gleðilegt og eilítið sorglegt að lesa nýja skýrslu Norrænu ráðherranefndarinnar um trjágróður og grænar lausnir í þéttbýli. Mikilvægi trjágróðurs í þéttbýli og gagnsemi hans er vel þekkt og rannsakað. Tré veita verðmæta vistkerfisþjónustu, styðja lífríkið og hafa afar jákvæð áhrif á lýðheilsu. Rannsóknir hafa sýnt að tré draga úr loftmengun, bæta andlega líðan, draga úr streitu og geta jafnvel tengst lægri tíðni hjarta- og æðasjúkdóma. Á sama tíma er dapurlegt að sjá hve langt við Íslendingar erum á eftir frændþjóðum okkar. Þrátt fyrir að aðstæður til trjáræktar hér á landi séu ágætar, stöndum við langt að baki Færeyingum, hvað þá öðrum Norðurlandaþjóðum, ef Grænlendingar eru undanskildir. Á Íslandi eru mun færri tré og aðgangur að grænum svæðum lakari en annars staðar á Norðurlöndum. Aðeins 40% íslenskra bygginga uppfylla viðmiðið um að hægt sé að sjá þrjú stór tré frá þeim, á meðan hlutfallið er á bilinu 70–97% í hinum Norðurlöndunum. Laufþekjan í íslensku þéttbýli er líka hverfandi lítil: aðeins 4% íslenskra bygginga eru í hverfum þar sem laufþekjan nær 30%, samanborið við 92% í Finnlandi, 80% í Svíþjóð og 19% í Færeyjum. Að sama skapi þurfa Íslendingar að jafnaði að fara 328 metra til að komast á vandað grænt útivistarsvæði, á meðan vegalengdin er einungis 23 metrar í Finnlandi, 27 metrar í Svíþjóð og 61 metri í Danmörku. Hér er tækifæri til að gera mikilvægar úrbætur. Skýrslan setur fram fjölmargar gagnlegar tillögur. Til dæmis þarf að tryggja að trjágróður og græn svæði víki ekki fyrir þéttingu byggðar. Í nýbyggingum ætti að vera fullnægjandi laufþekja og gott aðgengi að grænum svæðum. Einnig er brýnt að varðveita og hlúa að þeim trjám sem fyrir eru í borgarlandslaginu, sérstaklega eldri trjám, enda veita þau mun meiri vistkerfisþjónustu en smærri tré. Kannski eru þó mikilvægustu tilmælin þau sem snúa að skipulagi og framtíðarsýn – að „flétta trjáræktarstefnu inn í almenna skipulags- og þróunarstefnu í þéttbýli.“ Þetta er markmið sem allt áhugafólk um skógrækt, umhverfismál, lýðheilsu og gott borgarlíf ætti að geta sameinast um. Trjáræktarstefna ætti að vera lykilþáttur í skipulagi og uppbyggingu þéttbýlissvæða – svo að daglegt umhverfi okkar snúist ekki einungis um steypu heldur einnig gróður og gleði. Það líður öllum betur í grónu umhverfi. Höfundur er framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skógrækt og landgræðsla Umhverfismál Mest lesið Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Þrjú stór tré við heimilið eða dvalarstað, þrjátíu prósent laufþekja í hverju hverfi og aldrei meira en þrjú hundruð metrar í næsta græna svæði. 3-30-300 þumalputtareglan gæti verið uppskrift að betra borgarumhverfi. Það var bæði gleðilegt og eilítið sorglegt að lesa nýja skýrslu Norrænu ráðherranefndarinnar um trjágróður og grænar lausnir í þéttbýli. Mikilvægi trjágróðurs í þéttbýli og gagnsemi hans er vel þekkt og rannsakað. Tré veita verðmæta vistkerfisþjónustu, styðja lífríkið og hafa afar jákvæð áhrif á lýðheilsu. Rannsóknir hafa sýnt að tré draga úr loftmengun, bæta andlega líðan, draga úr streitu og geta jafnvel tengst lægri tíðni hjarta- og æðasjúkdóma. Á sama tíma er dapurlegt að sjá hve langt við Íslendingar erum á eftir frændþjóðum okkar. Þrátt fyrir að aðstæður til trjáræktar hér á landi séu ágætar, stöndum við langt að baki Færeyingum, hvað þá öðrum Norðurlandaþjóðum, ef Grænlendingar eru undanskildir. Á Íslandi eru mun færri tré og aðgangur að grænum svæðum lakari en annars staðar á Norðurlöndum. Aðeins 40% íslenskra bygginga uppfylla viðmiðið um að hægt sé að sjá þrjú stór tré frá þeim, á meðan hlutfallið er á bilinu 70–97% í hinum Norðurlöndunum. Laufþekjan í íslensku þéttbýli er líka hverfandi lítil: aðeins 4% íslenskra bygginga eru í hverfum þar sem laufþekjan nær 30%, samanborið við 92% í Finnlandi, 80% í Svíþjóð og 19% í Færeyjum. Að sama skapi þurfa Íslendingar að jafnaði að fara 328 metra til að komast á vandað grænt útivistarsvæði, á meðan vegalengdin er einungis 23 metrar í Finnlandi, 27 metrar í Svíþjóð og 61 metri í Danmörku. Hér er tækifæri til að gera mikilvægar úrbætur. Skýrslan setur fram fjölmargar gagnlegar tillögur. Til dæmis þarf að tryggja að trjágróður og græn svæði víki ekki fyrir þéttingu byggðar. Í nýbyggingum ætti að vera fullnægjandi laufþekja og gott aðgengi að grænum svæðum. Einnig er brýnt að varðveita og hlúa að þeim trjám sem fyrir eru í borgarlandslaginu, sérstaklega eldri trjám, enda veita þau mun meiri vistkerfisþjónustu en smærri tré. Kannski eru þó mikilvægustu tilmælin þau sem snúa að skipulagi og framtíðarsýn – að „flétta trjáræktarstefnu inn í almenna skipulags- og þróunarstefnu í þéttbýli.“ Þetta er markmið sem allt áhugafólk um skógrækt, umhverfismál, lýðheilsu og gott borgarlíf ætti að geta sameinast um. Trjáræktarstefna ætti að vera lykilþáttur í skipulagi og uppbyggingu þéttbýlissvæða – svo að daglegt umhverfi okkar snúist ekki einungis um steypu heldur einnig gróður og gleði. Það líður öllum betur í grónu umhverfi. Höfundur er framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur.
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar