„Sýndum þvílíkan karakter að vinna þennan leik“ Andri Már Eggertsson skrifar 12. febrúar 2025 22:21 Dúi Þór Jónsson, leikmaður Álftaness, gerði sigurkörfuna gegn Grindavík í kvöld Vísir/Hulda Margrét Dúi Þór Jónsson, leikmaður Álftaness, var hetja kvöldsins þegar hann setti ofan í dramatíska körfu sem reyndist sigurkarfan í tveggja stiga sigri Álftnesinga 92-94. „Þetta var rosalegt. Ég hélt að við værum að fara að missa þetta frá okkur í lokin en við sýndum þvílíkan karakter að vinna þennan leik,“ sagði Dúi Þór hetja Álftnesinga eftir fjórða sigur liðsins í röð. Í stöðunni 92-92 voru tæplega tuttugu og átta sekúndur eftir. Kjartan Atli Kjartansson, þjálfari Álftnesinga, tók leikhlé og sóknin endaði með skoti frá Dúa sem kláraði leikinn. „Við áttum að vinna David Okeke niðri en þeir féllu langt inn í teiginn og ég var með opinn tvist og mér leið vel þegar ég skaut.“ Aðspurður út í hvernig honum leið þegar Jeremy Pargo, leikmaður Grindavíkur, tók síðasta skot leiksins en hann hafði gert 39 stig í leiknum. Dúi viðurkenndi að hann hafi verið stressaður. „Ég hugsaði með mér að það hefði verið týpískt að hann hefði hitt þessu skoti þar sem hann var búinn að hitta svona allan leikinn en sem betur fer datt þetta okkar megin.“ Álftanes var yfir nánast allan leikinn og heimamenn náðu fyrst forskotinu þegar tæplega þrjár mínútur voru eftir en að mati Dúa var Grindavík alltaf að hóta því að koma til baka. „Grindavík er sveiflukent lið og þú mátt ekki slaka á þegar þú kemst yfir á móti þeim því þeir eru fljótir að koma til baka en það var vel gert hjá okkur að klára þennan leik.“ Dúi tók undir það að það hafi verið meiri ábyrgð á honum sjálfum ásamt öðrum leikmönnum Álftaness í ljósi þess að Justin James, Bandaríkjamaður Álftnesinga, var frá vegna meiðsla. „Já klárlega við söknuðum hans en sem betur fer verður hann ekki lengi frá og tilbúinn í næsta leik,“ sagði Dúi Þór að lokum. UMF Álftanes Bónus-deild karla Mest lesið Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Sport Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Meistaradeildin hefst, Lokasóknin og VARsjáin Sport Bellingham batnaði hraðar en búist var við Fótbolti Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Íslenski boltinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Dagskráin í dag: Meistaradeildin hefst, Lokasóknin og VARsjáin Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Hundfúll út í Refina Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Sló heimsmetið í fjórtánda sinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Krísa í Kansas Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Vann maraþonið með 0,003 sekúndna mun Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Beit andstæðing á HM „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjá meira
„Þetta var rosalegt. Ég hélt að við værum að fara að missa þetta frá okkur í lokin en við sýndum þvílíkan karakter að vinna þennan leik,“ sagði Dúi Þór hetja Álftnesinga eftir fjórða sigur liðsins í röð. Í stöðunni 92-92 voru tæplega tuttugu og átta sekúndur eftir. Kjartan Atli Kjartansson, þjálfari Álftnesinga, tók leikhlé og sóknin endaði með skoti frá Dúa sem kláraði leikinn. „Við áttum að vinna David Okeke niðri en þeir féllu langt inn í teiginn og ég var með opinn tvist og mér leið vel þegar ég skaut.“ Aðspurður út í hvernig honum leið þegar Jeremy Pargo, leikmaður Grindavíkur, tók síðasta skot leiksins en hann hafði gert 39 stig í leiknum. Dúi viðurkenndi að hann hafi verið stressaður. „Ég hugsaði með mér að það hefði verið týpískt að hann hefði hitt þessu skoti þar sem hann var búinn að hitta svona allan leikinn en sem betur fer datt þetta okkar megin.“ Álftanes var yfir nánast allan leikinn og heimamenn náðu fyrst forskotinu þegar tæplega þrjár mínútur voru eftir en að mati Dúa var Grindavík alltaf að hóta því að koma til baka. „Grindavík er sveiflukent lið og þú mátt ekki slaka á þegar þú kemst yfir á móti þeim því þeir eru fljótir að koma til baka en það var vel gert hjá okkur að klára þennan leik.“ Dúi tók undir það að það hafi verið meiri ábyrgð á honum sjálfum ásamt öðrum leikmönnum Álftaness í ljósi þess að Justin James, Bandaríkjamaður Álftnesinga, var frá vegna meiðsla. „Já klárlega við söknuðum hans en sem betur fer verður hann ekki lengi frá og tilbúinn í næsta leik,“ sagði Dúi Þór að lokum.
UMF Álftanes Bónus-deild karla Mest lesið Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Sport Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Meistaradeildin hefst, Lokasóknin og VARsjáin Sport Bellingham batnaði hraðar en búist var við Fótbolti Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Íslenski boltinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Dagskráin í dag: Meistaradeildin hefst, Lokasóknin og VARsjáin Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Hundfúll út í Refina Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Sló heimsmetið í fjórtánda sinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Krísa í Kansas Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Vann maraþonið með 0,003 sekúndna mun Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Beit andstæðing á HM „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjá meira