Þjálfari í bann fyrir illa meðferð á einni bestu tenniskonu heims en hún er ósátt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. febrúar 2025 07:02 Elena Rybakina ætlaði að ráða þjálfarann aftur inn í teymið sitt og segist vera ósátt með dóm um brot á henni sjálfri. Getty/Francois Nel Yfirmenn atvinnumótaraðar kvenna í tennis hafa tekið á slæmri framkomu tennisþjálfara við skjólstæðing sinn sem er tenniskona í fremstu röð. Hún sjálf segist þó vera vonsvikin með niðurstöðuna. Tennisþjálfarinn Stefano Vukov hefur verið settur í bann hjá WTA fyrir brot á agareglum. Hann fer í bannið fyrir illa meðferð á tenniskonunni Elenu Rybakina. Hún er sjöunda besta tenniskona heims. Það sérstaka við þetta mál er að hún sjálf vildi ekki að hann yrði dæmdur í bann. Þess í stað vildi hún fá hann aftur inn í þjálfarateymi sitt en með þessum dómi er það úr sögunni. Hann má ekki koma nálægt tennisíþróttinni á næstunni. „Ég er vonsvikin með stöðu mála og hvernig þetta gekk fyrir sig. Ég ætla samt ekki að segja meira um þetta,“ sagði Elena Rybakina eftir leik á Opna katarska mótinu. Rannsakendur á vegum WTA komust að því að Vukov smánaði hana og fór mjög illa með hana þegar hann var þjálfari hennar. Vukov var áður dæmdur í bann og nú hefur áfrýjun hans verið tekin fyrir með sömu niðurstöðu. Það kemur þó ekki fram hversu langt bannið er. Vukov kallaði Rybakinu meðal annars heimska og sagði að hún hefði verið enn í Rússlandi að taka upp kartöflur ef að það væri ekki fyrir hann. Samkvæmt rannsókninni þá grét hún undan honum, hann ýtti henni yfir öll líkamleg mörk sín og hann sá til þess að hún veiktist eftir mikið andlegt og líkamlegt álag. Eftir að hún lét hann fara sem þjálfara sinn þá hélt hann áfram að reyna að áreita hana þótt að hún hafi lokað á samskipti þeirra. Þrátt fyrir þetta vill hún nú að hann þjálfi hana á ný. Elena Rybakina er 25 ára gömul og fædd í Rússlandi. Hún hefur keppt fyrir Kasakstan frá árinu 2018. Rybakina er sjöunda besta tenniskona heims í dag samkvæmt heimslistanum en fór hæst upp í þriðja sæti listans í júní 2023. Hún hefur unnið eitt risamót en það gerði hún á Wimbledon mótinu árið 2022. Hún tapaði úrslitaleik á Opna ástralska mótinu árið 2023. Vukov þjálfaði hana þegar hún vann Wimbledon. View this post on Instagram A post shared by Tennis (@underarmserve) Tennis Mest lesið Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti NBA-leikmaður með krabbamein Körfubolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Körfubolti Dagskráin í dag: Meistararnir á Króknum, Körfuboltakvöld og allskonar Sport Fleiri fréttir „Nú er nóg komið“ NBA-leikmaður með krabbamein Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Dagskráin í dag: Meistararnir á Króknum, Körfuboltakvöld og allskonar Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Juventus ræður Spalletti út tímabilið Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld Góðvinur þáttarins meiddist illa og menn áttu erfitt með að horfa Hljóp hálft maraþon í Crocs og drakk úr skónum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Sjá meira
Tennisþjálfarinn Stefano Vukov hefur verið settur í bann hjá WTA fyrir brot á agareglum. Hann fer í bannið fyrir illa meðferð á tenniskonunni Elenu Rybakina. Hún er sjöunda besta tenniskona heims. Það sérstaka við þetta mál er að hún sjálf vildi ekki að hann yrði dæmdur í bann. Þess í stað vildi hún fá hann aftur inn í þjálfarateymi sitt en með þessum dómi er það úr sögunni. Hann má ekki koma nálægt tennisíþróttinni á næstunni. „Ég er vonsvikin með stöðu mála og hvernig þetta gekk fyrir sig. Ég ætla samt ekki að segja meira um þetta,“ sagði Elena Rybakina eftir leik á Opna katarska mótinu. Rannsakendur á vegum WTA komust að því að Vukov smánaði hana og fór mjög illa með hana þegar hann var þjálfari hennar. Vukov var áður dæmdur í bann og nú hefur áfrýjun hans verið tekin fyrir með sömu niðurstöðu. Það kemur þó ekki fram hversu langt bannið er. Vukov kallaði Rybakinu meðal annars heimska og sagði að hún hefði verið enn í Rússlandi að taka upp kartöflur ef að það væri ekki fyrir hann. Samkvæmt rannsókninni þá grét hún undan honum, hann ýtti henni yfir öll líkamleg mörk sín og hann sá til þess að hún veiktist eftir mikið andlegt og líkamlegt álag. Eftir að hún lét hann fara sem þjálfara sinn þá hélt hann áfram að reyna að áreita hana þótt að hún hafi lokað á samskipti þeirra. Þrátt fyrir þetta vill hún nú að hann þjálfi hana á ný. Elena Rybakina er 25 ára gömul og fædd í Rússlandi. Hún hefur keppt fyrir Kasakstan frá árinu 2018. Rybakina er sjöunda besta tenniskona heims í dag samkvæmt heimslistanum en fór hæst upp í þriðja sæti listans í júní 2023. Hún hefur unnið eitt risamót en það gerði hún á Wimbledon mótinu árið 2022. Hún tapaði úrslitaleik á Opna ástralska mótinu árið 2023. Vukov þjálfaði hana þegar hún vann Wimbledon. View this post on Instagram A post shared by Tennis (@underarmserve)
Tennis Mest lesið Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti NBA-leikmaður með krabbamein Körfubolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Körfubolti Dagskráin í dag: Meistararnir á Króknum, Körfuboltakvöld og allskonar Sport Fleiri fréttir „Nú er nóg komið“ NBA-leikmaður með krabbamein Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Dagskráin í dag: Meistararnir á Króknum, Körfuboltakvöld og allskonar Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Juventus ræður Spalletti út tímabilið Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld Góðvinur þáttarins meiddist illa og menn áttu erfitt með að horfa Hljóp hálft maraþon í Crocs og drakk úr skónum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Sjá meira