Paris Saint-Germain heimsótti Brest í fyrri leiknum í dag og vann sannfærandi 3-0 sigur.
Seinni leikurinn verður síðan spilaður á heimavelli Paris Saint-Germain í næstu viku en úrslitin eru svo gott sem ráðin í þessu einvígi.
Vitinha kom PSG í 1-0 með marki úr vítaspyrnu á 21. mínútu en þá var dæmd hendi á leikmann Brest.
Ousmane Dembélé bætti við öðru marki á 45. mínútu eftir laglega sókn og stoðsendingu Achraf Hakimi.
Þrettánda mark Ousmane Dembélé í síðustu átta leikjum. Hann var ekki hættur enda einn heitasti leikmaðurinn í Evrópu í dag.
Dembélé skoraði nefnilega þriðja markið á 66. mínútu. Að auki var mark dæmt af Désiré Doué fyrir rangstöðu.
Færin voru líka fleiri og PSG gat því unnið stærri sigur. Liðið fékk alls átta góð færi í leiknum.
Sigurvegarinn úr leikjum Paris Saint-Germain og Brest mæta annað hvort Liverpool eða Barcelona í sextán liða úrslitunum en það verður dregið um það hvort liðið það verður.