„Þar var meðal annars boðið upp á hinar ýmsu leiðsagnir í tengslum við yfirstandandi sýningar og tónleika með GDRN og Magnúsi Jóhanni Ragnarssyni í lestrarsal Safnahússins. Dagskráin endaði svo á kynningu þar sem gestum var boðið að bragða Móa gin frá Spirits of Iceland og stemningskonan DJ Dóra Júlía hélt dansgólfinu gangandi til lokunnar.
Það var einstaklega gaman að sjá breiðan aldurshóp koma saman í og eiga samtal um myndlist, dansa og njóta sín í safninu,“ segir í fréttatilkynningu.
Safnahúsið er staðsett á Hverfisgötu 15 og Listasafn Íslands við Fríkirkjuveg 7.
Hér má sjá vel valdar myndir frá kvöldinu:


























