Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Samúel Karl Ólason skrifar 11. febrúar 2025 12:31 John Oliver og Jon Stewart í gærkvöldi. John Oliver heimsótti læriföður sinn Jon Stewart í The Daily Show í gærkvöldi. Þar hlakkaði mjög í hinum breska Oliver sem var mættur til að bjóða Bandaríkjamenn velkomna í hóp konungsríkja. Þetta var í enda langs innslags Stewarts í gær þar sem hann sakaði Donald Trump, forseta, um einræðistilburði. Þá stakk Oliver kollinum inn í sett og lét Stewart heyra það. „Ertu mættur til að bjóða Bandaríkjunum visku þína og ráðgjöf‘“ spurði Stewart. Oliver sagði svo ekki vera. Hann væri þarna til að hlakka yfir óförum þeirra. Oliver sagði Bandaríkjamenn hafa haft smá gaman í gegnum árin, með tilraunum sínum með lýðræði. Þeir hefðu barist af mikilli hörku til að slíta sig frá breska konungsríkinu. „Það sem ég vil segja er að þið sögðuð öllum að þið yrðuð öðruvísi. Þið ætluðuð ekki að verða eins og vondi pabbi ykkar, sem var svo hræðilegur við ykkur í æsku. Við fylgdumst með ykkur, leyfðum ykkur að verja táningsárunum í fáránlegar tilraunir með skiptingu ríkisvalds, því innst inni, vissum við alltaf að þegar þessari vitleysu væri lokið myndu þið snúa aftur,“ sagði Oliver. „Það sem ég er að segja, leyfið mér að vera fyrstur til að bjóða Bandaríkin velkomin á konungstímabilið.“ Hann sagði Stewart að streitast ekki á móti, heldur taka því fagnandi. Konungar kæmu hlutunum í verk, þó það væru ekki alltaf hlutir sem fólk sæktist eftir. Þá spurði Olivert hvort Stewart hefði verið að fylgjast með því sem Bandaríkjamenn hefðu verið að gera undanfarna áratugi. Fyrir ríki sem vildi ekki vera heimsveldi væru Bandaríkin merkilega góð í að gera heimsveldahluti, ef svo má segja. Bandaríkin Mest lesið Tchéky Karyo látinn Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið Fleiri fréttir Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Barnastjarna bráðkvödd Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Fimm góðar um vonda færð, snjóstorma og ærandi innilokunarkennd Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Sjónvarpsverðlaunin sækja innblástur í stillimyndina Inbetweeners snúa aftur Vesturport fær lóð í Gufunesi Minnist náins kollega og elskhuga „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Saman á rauða dreglinum Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Sjá meira
Þetta var í enda langs innslags Stewarts í gær þar sem hann sakaði Donald Trump, forseta, um einræðistilburði. Þá stakk Oliver kollinum inn í sett og lét Stewart heyra það. „Ertu mættur til að bjóða Bandaríkjunum visku þína og ráðgjöf‘“ spurði Stewart. Oliver sagði svo ekki vera. Hann væri þarna til að hlakka yfir óförum þeirra. Oliver sagði Bandaríkjamenn hafa haft smá gaman í gegnum árin, með tilraunum sínum með lýðræði. Þeir hefðu barist af mikilli hörku til að slíta sig frá breska konungsríkinu. „Það sem ég vil segja er að þið sögðuð öllum að þið yrðuð öðruvísi. Þið ætluðuð ekki að verða eins og vondi pabbi ykkar, sem var svo hræðilegur við ykkur í æsku. Við fylgdumst með ykkur, leyfðum ykkur að verja táningsárunum í fáránlegar tilraunir með skiptingu ríkisvalds, því innst inni, vissum við alltaf að þegar þessari vitleysu væri lokið myndu þið snúa aftur,“ sagði Oliver. „Það sem ég er að segja, leyfið mér að vera fyrstur til að bjóða Bandaríkin velkomin á konungstímabilið.“ Hann sagði Stewart að streitast ekki á móti, heldur taka því fagnandi. Konungar kæmu hlutunum í verk, þó það væru ekki alltaf hlutir sem fólk sæktist eftir. Þá spurði Olivert hvort Stewart hefði verið að fylgjast með því sem Bandaríkjamenn hefðu verið að gera undanfarna áratugi. Fyrir ríki sem vildi ekki vera heimsveldi væru Bandaríkin merkilega góð í að gera heimsveldahluti, ef svo má segja.
Bandaríkin Mest lesið Tchéky Karyo látinn Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið Fleiri fréttir Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Barnastjarna bráðkvödd Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Fimm góðar um vonda færð, snjóstorma og ærandi innilokunarkennd Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Sjónvarpsverðlaunin sækja innblástur í stillimyndina Inbetweeners snúa aftur Vesturport fær lóð í Gufunesi Minnist náins kollega og elskhuga „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Saman á rauða dreglinum Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Sjá meira