Sport

Elsa setti þrjú heims­met og varð Evrópu­meistari fimmta árið í röð

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Elsa Pálsdóttir hélt sigurgöngu sinni áfram á Evrópumóti öldunga í dag.
Elsa Pálsdóttir hélt sigurgöngu sinni áfram á Evrópumóti öldunga í dag. Fésbók/Elsa Pálsdóttir

Elsa Pálsdóttir hélt sigurgöngu sinni áfram á öðrum degi Evrópumóts öldunga í klassískum kraftlyftingum sem fer fram þessa dagana í Albi í Frakklandi.

Elsa varð ekki aðeins Evrópumeistari í samanlögðu heldur setti hún einni þrjú glæsileg heimsmet. Elsa var að ná því að verða Evrópumeistari fimmta árið í röð.

Elsa kepptir í flokki 60 til 69 ára og í þyngdarflokknum -76 kíló.

Elsa tvíbætti heimsmetið í hnébeygju, fyrst með því að lyfta 146 kílóum í annarri lyftu sinni og svo með því að gera enn betur í þriðju lyftu og fara upp með 150 kíló.

Í bekkpressunni lyfti hún 67,5 kílóum en í réttstöðulyftunni lyfti hún best 165 kílóum.

Samanlagður árangur varð 382,5 kíló sem er nýtt heimsmet.

Uppskeran hjá Elsu varð því gull í hnébeygju og réttstöðu og silfur í bekkpressu.

Með frábærum degi á pallinum varði Elsa Evrópumeistaratitill sinn og það ekki í fyrsta skipti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×