Körfubolti

Lakers gefur öllum Luka Doncic treyjur fyrir fyrsta leikinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Luka Doncic með treyju sína við hlið framkvæmdastjórans Rob Pelinka og þjálfarans JJ Redick.
Luka Doncic með treyju sína við hlið framkvæmdastjórans Rob Pelinka og þjálfarans JJ Redick. Getty/Christina House

Luka Doncic spilar í nótt sinn fyrsta leik með Los Angeles Lakers í NBA deildinni í körfubolta síðan að félagið fékk hann í leikmannaskiptum við Dallas Mavericks.

Það er mikill spenna í Los Angeles borg fyrir nýjustu hetju liðsins og því hvernig samvinna hans og LeBron James kemur út.

Luka Doncic hefur samt ekki spilað leik síðan hann meiddist í leik með Dallas á móti Minnesota Timberwolves á jóladegi.

Hann var að glíma við kálfameiðsli en er nú leikfær á ný. Áður en hann meiddist þá var Doncic með 28,1 stig, 8,3 fráköst og 7,8 stoðsendingar og að meðaltali í leik.

Lakers mætir Utah Jazz á heimavelli í nótt en Jazz er eitt lélegasta liðið í Vesturdeildinni. Það er því von á öruggum heimasigri.

Forráðamenn Lakers ákváðu að gefa öllum Luka Doncic treyjur fyrir fyrsta leikinn en treyjurnar bíða í sætunum þegar fólk mætir á leikinn í Staples Center í kvöld eins og sjá má hér fyrir neðan.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×