Drake fékk það óþvegið í hálfleikssýningu Kendrick Lamar Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 10. febrúar 2025 10:16 Kendrick Lamar á sviði fyrir miðju. Cindy Ord/Getty Images Bandaríski rapparinn Kendrick Lamar átti sviðið í hálfleik Ofurskálarinnar í nótt. Beðið var eftir komu hans með mikilli eftirvæntingu og kynnti stórleikarinn Samuel L. Jackson hann svo á svið í hlutverki bandaríska erkifrændans Sam. Rapparinn hefur eldað grátt silfur með erkifjanda sínum rapparanum Drake og biðu margir með öndina í hálsinum eftir því að hann tæki lag sitt Not Like Us, þar sem hann skýtur föstum skotum á kanadískan kollega sinn og ýjar að því að hann sé haldinn barnagirnd. Atriði Lamar má horfa á neðst í fréttinni. Lamar hótaði því nokkrum sinnum að taka lagið áður en hann lét loksins undan rétt fyrir lok sýningarinnar. Rappararnir fóru mikinn í deilum sín á milli síðasta sumar og skutu föstum skotum að hvor öðrum. Drake hefur lögsótt Kendrick Lamar vegna lagsins og grínaðist Kendrick með það á sviði í gærkvöldi. Hann ávarpaði Drake í myndavélina, sagði „Hey Drake,“ áður en hann tók hið umdeilda lag. Líklega að ráðleggingum lögfræðinga sinna sleppti hann því þó að kalla Drake berum orðum barnaníðing. Meðal annarra sem létu sjá sig var söngkonan SZA sem tók tvö lög með rapparanum. Þá mætti tennis stjarnan Serena Williams óvænt á svið og tók dansinn undir lagi rapparans um Drake, sem vill svo til að er hennar fyrrverandi kærasti. Ofurskálin Tónlist Hollywood Mest lesið „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Lífið Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Lífið Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Lífið „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Lífið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Fleiri fréttir Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Sjá meira
Rapparinn hefur eldað grátt silfur með erkifjanda sínum rapparanum Drake og biðu margir með öndina í hálsinum eftir því að hann tæki lag sitt Not Like Us, þar sem hann skýtur föstum skotum á kanadískan kollega sinn og ýjar að því að hann sé haldinn barnagirnd. Atriði Lamar má horfa á neðst í fréttinni. Lamar hótaði því nokkrum sinnum að taka lagið áður en hann lét loksins undan rétt fyrir lok sýningarinnar. Rappararnir fóru mikinn í deilum sín á milli síðasta sumar og skutu föstum skotum að hvor öðrum. Drake hefur lögsótt Kendrick Lamar vegna lagsins og grínaðist Kendrick með það á sviði í gærkvöldi. Hann ávarpaði Drake í myndavélina, sagði „Hey Drake,“ áður en hann tók hið umdeilda lag. Líklega að ráðleggingum lögfræðinga sinna sleppti hann því þó að kalla Drake berum orðum barnaníðing. Meðal annarra sem létu sjá sig var söngkonan SZA sem tók tvö lög með rapparanum. Þá mætti tennis stjarnan Serena Williams óvænt á svið og tók dansinn undir lagi rapparans um Drake, sem vill svo til að er hennar fyrrverandi kærasti.
Ofurskálin Tónlist Hollywood Mest lesið „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Lífið Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Lífið Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Lífið „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Lífið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Fleiri fréttir Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Sjá meira
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“