Sumarfrí, siðareglur, fleiri varamenn og ekki mismunað eftir þjóðerni Sindri Sverrisson skrifar 10. febrúar 2025 10:15 KA og Víkingur eru á meðal þeirra félaga sem leggja til fjölgun varamanna. vísir/Diego Ýmsar tillögur liggja fyrir á komandi ársþingi Knattspyrnusambands Íslands sem haldið verður í Reykjavík 22. febrúar. Lagðar eru til breytingar sem snúa að erlendum leikmönnum, leikbönnum og varamönnum, og ein tillaga snýst um sumarfrí fyrir leikmenn. Á ársþingi KSÍ fyrir ári síðan var tillaga um sumarfrí, frá stjórn Leikmannasamtaka Íslands, felld með afgerandi hætti. Nú leggja Leikmannasamtökin til að stofnaður verði starfshópur sem meðal annars meti áhrif hlés á andlega og líkamlega heilsu leikmanna, og komi með tillögur um hvernig best væri að útfæra hlé í íslensku deildunum. Þessum starfshópi, ef af stofnun hans verður, er svo ætlað að skila inn skýrslu og tillögu sem kynnt yrði á ársþinginu að ári liðnu. Knattspyrnu- og þróunarnefnd KSÍ hefur þegar lýst yfir stuðningi við tillöguna um stofnun starfshóps en það er svo í höndum fulltrúa aðildarfélaganna, sem sækja ársþingið 22. febrúar, að kjósa um þetta líkt og önnur mál. Fleiri varamenn svo yngri leikmenn spili meira Níu félög sem öll eiga lið í Bestu deild karla leggja til að fjölga leyfilegum varamönnum, í efstu deildum karla og kvenna og bikarkeppnum, úr sjö í níu með því skilyrði að að minnsta kosti tveir leikmenn séu á 2. flokks aldri. Eftir að leyfilegum skiptingum var fjölgað úr þremur í fimm hefur varamönnum fjölgað í flestum löndum, og til að mynda eru níu varamenn leyfðir á skýrslu í Albaníu, Belgíu, Danmörku, Englandi, Eistlandi, Írlandi, Lettlandi, Noregi, Portúgal, Skotlandi, Slóvakíu og Svíþjóð. Tilgangur tillögunnar er sagður sá að fjölga tækifærum fyrir yngri leikmenn. Arnar Gunnlaugsson var í banni í stærsta leik síðasta árs eftir að hafa fengið sína fjórðu áminningu í aðdraganda leiksins. Verði ný tillaga Víkinga samþykkt myndi sams konar saga ekki endurtaka sig.vísir/Anton Víkingar úr Reykjavík leggja til að leikmenn sem safnað hafi þremur gulum spjöldum á leiktíð í Bestu deild karla og kvenna eða í Lengjudeild karla, fram að úrslitakeppni, fari ekki í leikbann við fyrsta gula spjald í úrslitakeppni. Breyting sem hefði forðað Arnari frá banni í úrslitaleik Í greinargerð Víkinga er bent á að í núgildandi fyrirkomulagi geti leikmenn sem fengið hafi tiltölulega fá spjöld yfir 22 umferðir átt á hættu að lenda í leikbanni í algjörum úrslitaleikjum, vegna einnar áminningar í úrslitakeppninni. Þetta á ekki bara við um leikmenn því þáverandi þjálfari Víkinga, Arnar Gunnlaugsson, missti af úrslitaleiknum við Breiðablik í lokaumferð Bestu deildarinnar í fyrra eftir að hafa fengið sína fjórðu áminningu á leiktíðinni. Skagamenn leggja til að erlendir leikmenn utan EES megi vera fimm talsins í hverju liði í stað þriggja áður.vísir/Anton ÍA og Vestri leggja til breytingar varðandi erlenda leikmenn og vilja að fimm erlendir leikmenn frá löndum utan EES verði leyfðir í hverju liði í stað þriggja áður. „Eftir að löggjöf var breitt og leikmenn þjóða innan EES hættu að teljast erlendir þá er ekki eðlilegt að leikmönnum sé sérstaklega mismunað eftir þjóðerni,“ segir í greinargerð félaganna tveggja. Þau benda einnig á það að í efstu deildum karla séu félögin skylduð til að senda inn leikmannalista sem hafi ákveðnar takmarkanir varðandi fjölda erlendra leikmanna. Breytingin sem þau leggja til snýst því um að það eigi til dæmis ekki að skipta máli hvort leikmenn komi frá Svíþjóð eða Simbabve. Um þessar og fleiri tillögur, til að mynda um nýjar siðareglur KSÍ sem beðið hefur verið eftir, má lesa á vef KSÍ með því að smella hér. Besta deild karla Besta deild kvenna KSÍ Mest lesið Leik lokið: Ísland - Úkraína 3-5 | Dýr mistök og sárt tap Fótbolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Fótbolti Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Ísland - Úkraína 3-5 | Dýr mistök og sárt tap Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Hallgrímur framlengir við KA Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM Alsír tuttugasta þjóðin inn á HM Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Barcelona spilar í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Sjá meira
Á ársþingi KSÍ fyrir ári síðan var tillaga um sumarfrí, frá stjórn Leikmannasamtaka Íslands, felld með afgerandi hætti. Nú leggja Leikmannasamtökin til að stofnaður verði starfshópur sem meðal annars meti áhrif hlés á andlega og líkamlega heilsu leikmanna, og komi með tillögur um hvernig best væri að útfæra hlé í íslensku deildunum. Þessum starfshópi, ef af stofnun hans verður, er svo ætlað að skila inn skýrslu og tillögu sem kynnt yrði á ársþinginu að ári liðnu. Knattspyrnu- og þróunarnefnd KSÍ hefur þegar lýst yfir stuðningi við tillöguna um stofnun starfshóps en það er svo í höndum fulltrúa aðildarfélaganna, sem sækja ársþingið 22. febrúar, að kjósa um þetta líkt og önnur mál. Fleiri varamenn svo yngri leikmenn spili meira Níu félög sem öll eiga lið í Bestu deild karla leggja til að fjölga leyfilegum varamönnum, í efstu deildum karla og kvenna og bikarkeppnum, úr sjö í níu með því skilyrði að að minnsta kosti tveir leikmenn séu á 2. flokks aldri. Eftir að leyfilegum skiptingum var fjölgað úr þremur í fimm hefur varamönnum fjölgað í flestum löndum, og til að mynda eru níu varamenn leyfðir á skýrslu í Albaníu, Belgíu, Danmörku, Englandi, Eistlandi, Írlandi, Lettlandi, Noregi, Portúgal, Skotlandi, Slóvakíu og Svíþjóð. Tilgangur tillögunnar er sagður sá að fjölga tækifærum fyrir yngri leikmenn. Arnar Gunnlaugsson var í banni í stærsta leik síðasta árs eftir að hafa fengið sína fjórðu áminningu í aðdraganda leiksins. Verði ný tillaga Víkinga samþykkt myndi sams konar saga ekki endurtaka sig.vísir/Anton Víkingar úr Reykjavík leggja til að leikmenn sem safnað hafi þremur gulum spjöldum á leiktíð í Bestu deild karla og kvenna eða í Lengjudeild karla, fram að úrslitakeppni, fari ekki í leikbann við fyrsta gula spjald í úrslitakeppni. Breyting sem hefði forðað Arnari frá banni í úrslitaleik Í greinargerð Víkinga er bent á að í núgildandi fyrirkomulagi geti leikmenn sem fengið hafi tiltölulega fá spjöld yfir 22 umferðir átt á hættu að lenda í leikbanni í algjörum úrslitaleikjum, vegna einnar áminningar í úrslitakeppninni. Þetta á ekki bara við um leikmenn því þáverandi þjálfari Víkinga, Arnar Gunnlaugsson, missti af úrslitaleiknum við Breiðablik í lokaumferð Bestu deildarinnar í fyrra eftir að hafa fengið sína fjórðu áminningu á leiktíðinni. Skagamenn leggja til að erlendir leikmenn utan EES megi vera fimm talsins í hverju liði í stað þriggja áður.vísir/Anton ÍA og Vestri leggja til breytingar varðandi erlenda leikmenn og vilja að fimm erlendir leikmenn frá löndum utan EES verði leyfðir í hverju liði í stað þriggja áður. „Eftir að löggjöf var breitt og leikmenn þjóða innan EES hættu að teljast erlendir þá er ekki eðlilegt að leikmönnum sé sérstaklega mismunað eftir þjóðerni,“ segir í greinargerð félaganna tveggja. Þau benda einnig á það að í efstu deildum karla séu félögin skylduð til að senda inn leikmannalista sem hafi ákveðnar takmarkanir varðandi fjölda erlendra leikmanna. Breytingin sem þau leggja til snýst því um að það eigi til dæmis ekki að skipta máli hvort leikmenn komi frá Svíþjóð eða Simbabve. Um þessar og fleiri tillögur, til að mynda um nýjar siðareglur KSÍ sem beðið hefur verið eftir, má lesa á vef KSÍ með því að smella hér.
Besta deild karla Besta deild kvenna KSÍ Mest lesið Leik lokið: Ísland - Úkraína 3-5 | Dýr mistök og sárt tap Fótbolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Fótbolti Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Ísland - Úkraína 3-5 | Dýr mistök og sárt tap Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Hallgrímur framlengir við KA Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM Alsír tuttugasta þjóðin inn á HM Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Barcelona spilar í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Sjá meira