Íslenskir öldungar röðuðu inn heims- og Íslandsmetum Aron Guðmundsson skrifar 10. febrúar 2025 09:31 Íslenskt kraftlyftingafólk náði frábærum árangri á Evrópumeistaramóti öldunga í klassískum kraftlyftingum MYND: Kraft Það má með sanni segja að íslenskt kraftlyftingafólk hafi verið áberandi á Evrópumeistaramóti öldunga í klassískum kraftlyftingum um nýliðna helgi. Dagmar Agnarsdóttir gerði sér lítið fyrir og sló heimsmet sex sinnum á mótinu. Mótið er haldið í Albi í Frakklandi þessa dagana og keppir Dagmar með íslenska liðinu M4 sem er skipað kraftlyftingafólki 70 ára og eldri í þyngdarflokki – 57 kg en Ísland er með lið í öllum flokkum mótsins. Dagmar, sem hefur stundað kraftlyftingar um árabil, varð önnur stigahæsta konan í sínum aldursflokki, yfir alla þyngdarflokka og er nú heimsmethafi í hnébeygju, réttstöðulyftu sem og samanlögðum árangri í kraftlyftingum í sínum flokki. Dagmar var í stuði í Albi og engin furða því það gekk vel hjá henniMynd: Kraft Hún sló heimsmetið í hnébeygju í sínum flokki þrisvar og tók seríuna 86,5 kg, 90 kg og 96 kg Samhliða því setti hún jafnframt Íslandsmet í hnébeygju í þremur aldursflokkum; M4, M3 og M2. Þá lyfti Dagmar 37,5 kg og 40 kg í bekkpressu sem er við hennar besta. Auk þess að slá heimsmetið í hnébeygju gerði Dagmar slíkt hið sama í síðustu lyftu sinni í réttstöðulyftu en einnig sló hún heimsmet í samanlögðum árangri (255 kg og 260,5 kg) sem er einnig Íslandsmet í tveimur flokkum. Sló tuttugu Íslandsmet Þá sló Jóhann Frímann Traustason samtals tuttugu Íslandsmet á sama móti. Hann keppti með íslenska liðinu í öldungaflokki M4, sem er skipað kraftlyftingafólki 70 ára og eldri og lenti í öðru sæti í sínum þyngdarflokki á mótinu. Með árangri sínum sló Jóhann Frímann, sem hóf styrktar þjálfun fyrir 18 mánuðum síðan, tólf Íslandsmet í sínum aldursflokki og samtímis átta met í aldursflokkunum M3 og M2, sem er annars vegar flokkur kraftlyftingafólks á aldrinum 50-69 ára og hins vegar flokkur kraftlyftingafólks á aldrinum 40-49 ára. Jóhann Frímann á palliMynd: Kraft Jóhann Frímann (Kraftlyftingafélagi Reykjavíkur - Kraftfélaginu) keppir með íslenska liðinu, í öldungaflokki M4 (70 ára og eldri) -66 kg. og lenti í öðru sæti í sínum þyngdarflokki á mótinu í dag. Í keppninni sló hann jafnframt tólf íslandsmet í aldursflokknum; í hnébeygju, bekkpressu, réttstöðulyftu og samanlögðum árangri og samtímis átta met í aldursflokkunum M3(50-69 ára) og M2(40-49 ára). Jóhann Frimann er þvi tólffaldur Íslandsmethafi í sínum þyngdarflokki í þremur aldursflokkum M4, M3 og M2 með 77,5 kg. hnébeygju, 55 kg, bekkpressu og 90 kg. réttstöðulyftu og samanlagðan árangur, 227,5 kg. Kraftlyftingar Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Fleiri fréttir Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Sjá meira
Mótið er haldið í Albi í Frakklandi þessa dagana og keppir Dagmar með íslenska liðinu M4 sem er skipað kraftlyftingafólki 70 ára og eldri í þyngdarflokki – 57 kg en Ísland er með lið í öllum flokkum mótsins. Dagmar, sem hefur stundað kraftlyftingar um árabil, varð önnur stigahæsta konan í sínum aldursflokki, yfir alla þyngdarflokka og er nú heimsmethafi í hnébeygju, réttstöðulyftu sem og samanlögðum árangri í kraftlyftingum í sínum flokki. Dagmar var í stuði í Albi og engin furða því það gekk vel hjá henniMynd: Kraft Hún sló heimsmetið í hnébeygju í sínum flokki þrisvar og tók seríuna 86,5 kg, 90 kg og 96 kg Samhliða því setti hún jafnframt Íslandsmet í hnébeygju í þremur aldursflokkum; M4, M3 og M2. Þá lyfti Dagmar 37,5 kg og 40 kg í bekkpressu sem er við hennar besta. Auk þess að slá heimsmetið í hnébeygju gerði Dagmar slíkt hið sama í síðustu lyftu sinni í réttstöðulyftu en einnig sló hún heimsmet í samanlögðum árangri (255 kg og 260,5 kg) sem er einnig Íslandsmet í tveimur flokkum. Sló tuttugu Íslandsmet Þá sló Jóhann Frímann Traustason samtals tuttugu Íslandsmet á sama móti. Hann keppti með íslenska liðinu í öldungaflokki M4, sem er skipað kraftlyftingafólki 70 ára og eldri og lenti í öðru sæti í sínum þyngdarflokki á mótinu. Með árangri sínum sló Jóhann Frímann, sem hóf styrktar þjálfun fyrir 18 mánuðum síðan, tólf Íslandsmet í sínum aldursflokki og samtímis átta met í aldursflokkunum M3 og M2, sem er annars vegar flokkur kraftlyftingafólks á aldrinum 50-69 ára og hins vegar flokkur kraftlyftingafólks á aldrinum 40-49 ára. Jóhann Frímann á palliMynd: Kraft Jóhann Frímann (Kraftlyftingafélagi Reykjavíkur - Kraftfélaginu) keppir með íslenska liðinu, í öldungaflokki M4 (70 ára og eldri) -66 kg. og lenti í öðru sæti í sínum þyngdarflokki á mótinu í dag. Í keppninni sló hann jafnframt tólf íslandsmet í aldursflokknum; í hnébeygju, bekkpressu, réttstöðulyftu og samanlögðum árangri og samtímis átta met í aldursflokkunum M3(50-69 ára) og M2(40-49 ára). Jóhann Frimann er þvi tólffaldur Íslandsmethafi í sínum þyngdarflokki í þremur aldursflokkum M4, M3 og M2 með 77,5 kg. hnébeygju, 55 kg, bekkpressu og 90 kg. réttstöðulyftu og samanlagðan árangur, 227,5 kg.
Kraftlyftingar Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Fleiri fréttir Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Sjá meira