Íslenskir öldungar röðuðu inn heims- og Íslandsmetum Aron Guðmundsson skrifar 10. febrúar 2025 09:31 Íslenskt kraftlyftingafólk náði frábærum árangri á Evrópumeistaramóti öldunga í klassískum kraftlyftingum MYND: Kraft Það má með sanni segja að íslenskt kraftlyftingafólk hafi verið áberandi á Evrópumeistaramóti öldunga í klassískum kraftlyftingum um nýliðna helgi. Dagmar Agnarsdóttir gerði sér lítið fyrir og sló heimsmet sex sinnum á mótinu. Mótið er haldið í Albi í Frakklandi þessa dagana og keppir Dagmar með íslenska liðinu M4 sem er skipað kraftlyftingafólki 70 ára og eldri í þyngdarflokki – 57 kg en Ísland er með lið í öllum flokkum mótsins. Dagmar, sem hefur stundað kraftlyftingar um árabil, varð önnur stigahæsta konan í sínum aldursflokki, yfir alla þyngdarflokka og er nú heimsmethafi í hnébeygju, réttstöðulyftu sem og samanlögðum árangri í kraftlyftingum í sínum flokki. Dagmar var í stuði í Albi og engin furða því það gekk vel hjá henniMynd: Kraft Hún sló heimsmetið í hnébeygju í sínum flokki þrisvar og tók seríuna 86,5 kg, 90 kg og 96 kg Samhliða því setti hún jafnframt Íslandsmet í hnébeygju í þremur aldursflokkum; M4, M3 og M2. Þá lyfti Dagmar 37,5 kg og 40 kg í bekkpressu sem er við hennar besta. Auk þess að slá heimsmetið í hnébeygju gerði Dagmar slíkt hið sama í síðustu lyftu sinni í réttstöðulyftu en einnig sló hún heimsmet í samanlögðum árangri (255 kg og 260,5 kg) sem er einnig Íslandsmet í tveimur flokkum. Sló tuttugu Íslandsmet Þá sló Jóhann Frímann Traustason samtals tuttugu Íslandsmet á sama móti. Hann keppti með íslenska liðinu í öldungaflokki M4, sem er skipað kraftlyftingafólki 70 ára og eldri og lenti í öðru sæti í sínum þyngdarflokki á mótinu. Með árangri sínum sló Jóhann Frímann, sem hóf styrktar þjálfun fyrir 18 mánuðum síðan, tólf Íslandsmet í sínum aldursflokki og samtímis átta met í aldursflokkunum M3 og M2, sem er annars vegar flokkur kraftlyftingafólks á aldrinum 50-69 ára og hins vegar flokkur kraftlyftingafólks á aldrinum 40-49 ára. Jóhann Frímann á palliMynd: Kraft Jóhann Frímann (Kraftlyftingafélagi Reykjavíkur - Kraftfélaginu) keppir með íslenska liðinu, í öldungaflokki M4 (70 ára og eldri) -66 kg. og lenti í öðru sæti í sínum þyngdarflokki á mótinu í dag. Í keppninni sló hann jafnframt tólf íslandsmet í aldursflokknum; í hnébeygju, bekkpressu, réttstöðulyftu og samanlögðum árangri og samtímis átta met í aldursflokkunum M3(50-69 ára) og M2(40-49 ára). Jóhann Frimann er þvi tólffaldur Íslandsmethafi í sínum þyngdarflokki í þremur aldursflokkum M4, M3 og M2 með 77,5 kg. hnébeygju, 55 kg, bekkpressu og 90 kg. réttstöðulyftu og samanlagðan árangur, 227,5 kg. Kraftlyftingar Mest lesið Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Körfubolti Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Körfubolti Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Íslenski boltinn Tók tapsáran Willum töluverðan tíma að jafna sig Sport Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Körfubolti Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið Handbolti Ólympíufari lést í eldsvoða Sport Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Íslenski boltinn Fleiri fréttir Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael Segja Barcelona hafa svindlað og kærðu Almar kjörinn varaforseti „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Arnór fyrsta nafn á eftirsóknarverðum lista Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Spyrja sig hvort Freyr geti heillað eins og Slot í Liverpool Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Tók tapsáran Willum töluverðan tíma að jafna sig Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Ólympíufari lést í eldsvoða Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Dagskráin í dag: Úrslitaleikir og hitað upp fyrir úrslitakeppnina „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli Sjá meira
Mótið er haldið í Albi í Frakklandi þessa dagana og keppir Dagmar með íslenska liðinu M4 sem er skipað kraftlyftingafólki 70 ára og eldri í þyngdarflokki – 57 kg en Ísland er með lið í öllum flokkum mótsins. Dagmar, sem hefur stundað kraftlyftingar um árabil, varð önnur stigahæsta konan í sínum aldursflokki, yfir alla þyngdarflokka og er nú heimsmethafi í hnébeygju, réttstöðulyftu sem og samanlögðum árangri í kraftlyftingum í sínum flokki. Dagmar var í stuði í Albi og engin furða því það gekk vel hjá henniMynd: Kraft Hún sló heimsmetið í hnébeygju í sínum flokki þrisvar og tók seríuna 86,5 kg, 90 kg og 96 kg Samhliða því setti hún jafnframt Íslandsmet í hnébeygju í þremur aldursflokkum; M4, M3 og M2. Þá lyfti Dagmar 37,5 kg og 40 kg í bekkpressu sem er við hennar besta. Auk þess að slá heimsmetið í hnébeygju gerði Dagmar slíkt hið sama í síðustu lyftu sinni í réttstöðulyftu en einnig sló hún heimsmet í samanlögðum árangri (255 kg og 260,5 kg) sem er einnig Íslandsmet í tveimur flokkum. Sló tuttugu Íslandsmet Þá sló Jóhann Frímann Traustason samtals tuttugu Íslandsmet á sama móti. Hann keppti með íslenska liðinu í öldungaflokki M4, sem er skipað kraftlyftingafólki 70 ára og eldri og lenti í öðru sæti í sínum þyngdarflokki á mótinu. Með árangri sínum sló Jóhann Frímann, sem hóf styrktar þjálfun fyrir 18 mánuðum síðan, tólf Íslandsmet í sínum aldursflokki og samtímis átta met í aldursflokkunum M3 og M2, sem er annars vegar flokkur kraftlyftingafólks á aldrinum 50-69 ára og hins vegar flokkur kraftlyftingafólks á aldrinum 40-49 ára. Jóhann Frímann á palliMynd: Kraft Jóhann Frímann (Kraftlyftingafélagi Reykjavíkur - Kraftfélaginu) keppir með íslenska liðinu, í öldungaflokki M4 (70 ára og eldri) -66 kg. og lenti í öðru sæti í sínum þyngdarflokki á mótinu í dag. Í keppninni sló hann jafnframt tólf íslandsmet í aldursflokknum; í hnébeygju, bekkpressu, réttstöðulyftu og samanlögðum árangri og samtímis átta met í aldursflokkunum M3(50-69 ára) og M2(40-49 ára). Jóhann Frimann er þvi tólffaldur Íslandsmethafi í sínum þyngdarflokki í þremur aldursflokkum M4, M3 og M2 með 77,5 kg. hnébeygju, 55 kg, bekkpressu og 90 kg. réttstöðulyftu og samanlagðan árangur, 227,5 kg.
Kraftlyftingar Mest lesið Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Körfubolti Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Körfubolti Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Íslenski boltinn Tók tapsáran Willum töluverðan tíma að jafna sig Sport Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Körfubolti Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið Handbolti Ólympíufari lést í eldsvoða Sport Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Íslenski boltinn Fleiri fréttir Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael Segja Barcelona hafa svindlað og kærðu Almar kjörinn varaforseti „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Arnór fyrsta nafn á eftirsóknarverðum lista Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Spyrja sig hvort Freyr geti heillað eins og Slot í Liverpool Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Tók tapsáran Willum töluverðan tíma að jafna sig Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Ólympíufari lést í eldsvoða Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Dagskráin í dag: Úrslitaleikir og hitað upp fyrir úrslitakeppnina „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli Sjá meira