Sport

Fylgir í fót­spor föður síns í Ofurskálinni

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Jeremiah Trotter Jr. vonast til að verða föðurbetrungur og vinna Ofurskálina með Eagles.  
Jeremiah Trotter Jr. vonast til að verða föðurbetrungur og vinna Ofurskálina með Eagles.   Mitchell Leff/Getty Images

Líkt og fyrir tuttugu árum síðan mun Jeremiah Trotter spila fyrir Philadelphia Eagles í Ofurskálinni í kvöld. Í þetta sinn er það reyndar Jeremiah Trotter Jr. og hann mun ekki vera þjálfaður af Andy Reid eins og faðir sinn.

Í leiknum um Ofurskálina árið 2005 spilaði Jeremiah Trotter fyrir Philadelphia Eagles í 24-21 tapi gegn New England Patriots sem voru að verja titil.

Feðgarnir á góðri stundu fyrir um tuttugu árum. 

Í kvöld mun sonur hans, Jeremiah Trotter, spila fyrir Philadelphia Eagles gegn Kansas City Chiefs.

Andy Reid er þjálfari Chiefs í dag, en hann var þjálfari Eagles í Ofurskálinni fyrir tuttugu árum.

Til gamans má einnig geta að Trotter Jr. mun spila í treyju númer 54, líkt og faðir hans gerði.

Super Bowl er á Stöð 2 Sport 2 í kvöld. Upphitun hefst klukkan 22.00 og leikurinn sjálfur 23:30. 

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×